Treystir á að Norðurál borgi Bjarki Sigurðsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 25. nóvember 2025 14:16 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri. Vísir/Bjarni Forstjóri Orkuveitunnar segir hegðun Norðuráls mikil vonbrigði en fyrirtækið hefur sagst ekki ætla að greiða fyrir orku sem það nýtti ekki eftir bilanir á Grundartanga. Bæði hann og borgarstjóri ætlast þó til þess að Norðurál greiði á endanum. Í gær tilkynnti Orkuveitan að gert væri ráð fyrir mun lægri rekstrarhagnaði í ár vegna greiðslufalls Norðuráls. Endurteknar bilanir hafa orðið í álverinu á Grundartanga og fyrirtækið hefur því ekki getað nýtt sér þá orku sem það hafði samið við Orkuveituna um að kaupa. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar, telur ákvörðun Norðuráls ekki standast. „Þeir hafa látið okkur vita af því að þeir muni ekki greiða á næsta ári því hér sé um „óviðráðanlegan atburð“ að ræða, eins og eldgos, stríð eða álíka. Þeir gera á sama tíma kröfu um að orka sem við erum með tiltæka en þeir eru ekki að nýta verði áfram tiltæk hvenær sem er á næsta ári á meðan þau gera við og setja allt upp. En ætla þrátt fyrir það ekki að greiða fyrir orkuna sem er í samningum,“ segir Sævar. Sannfærður um að fá greitt Hann segir hegðunina vera mikil vonbrigði. Arðgreiðslur Orkuveitunnar lækki og fyrirtækið þurfi að draga úr fjárfestingum. En þið ætlið að fá greitt fyrir þetta á endanum? „Já, við erum sannfærð um að þetta haldi ekki vatni. Það getur verið að það taki tíma en við erum sannfærð um að við fáum þetta greitt,“ segir Sævar. Borgarstjóri ósáttur Reykjavíkurborg á 93,5 prósent í Orkuveitunni og segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri lægri arðgreiðslur hafa áhrif á rekstur borgarinnar. „Þetta kemur mér á óvart því Norðurál hafði áður gefið út að þeir ætluðu að standa við allar sínar skuldbindingar og þetta kæmi ekki niður á öðrum. Ég heyri að Orkuveitan ætli að sækja fullar greiðslur og ég treysti því að þær skili sér. Mér finnst það eðlilegt. Annað er bara í berhöggi við það sem Norðurál hefur sagt annars staðar,“ segir Heiða. Tekið tillit til aðstæðna Borgin sé þó undirbúin fyrir lægri greiðslu. „Í heildina erum við að gera ráð fyrir sex milljörðum króna í arðgreiðslur frá Orkuveitunni. Það eru þrjú prósent af tekjum Reykjavíkurborgar, þannig það er mikið en ekki allar tekjurnar okkar. Við erum núna að skoða alls konar leiðir. Við vorum með ákveðnar varúðarfærslur áður en við fórum inn í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun. Seinni umræða er í næstu viku þannig þá verðum við búin að taka tillit til þessa,“ segir Heiða. Bilun hjá Norðuráli Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Sjá meira
Í gær tilkynnti Orkuveitan að gert væri ráð fyrir mun lægri rekstrarhagnaði í ár vegna greiðslufalls Norðuráls. Endurteknar bilanir hafa orðið í álverinu á Grundartanga og fyrirtækið hefur því ekki getað nýtt sér þá orku sem það hafði samið við Orkuveituna um að kaupa. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar, telur ákvörðun Norðuráls ekki standast. „Þeir hafa látið okkur vita af því að þeir muni ekki greiða á næsta ári því hér sé um „óviðráðanlegan atburð“ að ræða, eins og eldgos, stríð eða álíka. Þeir gera á sama tíma kröfu um að orka sem við erum með tiltæka en þeir eru ekki að nýta verði áfram tiltæk hvenær sem er á næsta ári á meðan þau gera við og setja allt upp. En ætla þrátt fyrir það ekki að greiða fyrir orkuna sem er í samningum,“ segir Sævar. Sannfærður um að fá greitt Hann segir hegðunina vera mikil vonbrigði. Arðgreiðslur Orkuveitunnar lækki og fyrirtækið þurfi að draga úr fjárfestingum. En þið ætlið að fá greitt fyrir þetta á endanum? „Já, við erum sannfærð um að þetta haldi ekki vatni. Það getur verið að það taki tíma en við erum sannfærð um að við fáum þetta greitt,“ segir Sævar. Borgarstjóri ósáttur Reykjavíkurborg á 93,5 prósent í Orkuveitunni og segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri lægri arðgreiðslur hafa áhrif á rekstur borgarinnar. „Þetta kemur mér á óvart því Norðurál hafði áður gefið út að þeir ætluðu að standa við allar sínar skuldbindingar og þetta kæmi ekki niður á öðrum. Ég heyri að Orkuveitan ætli að sækja fullar greiðslur og ég treysti því að þær skili sér. Mér finnst það eðlilegt. Annað er bara í berhöggi við það sem Norðurál hefur sagt annars staðar,“ segir Heiða. Tekið tillit til aðstæðna Borgin sé þó undirbúin fyrir lægri greiðslu. „Í heildina erum við að gera ráð fyrir sex milljörðum króna í arðgreiðslur frá Orkuveitunni. Það eru þrjú prósent af tekjum Reykjavíkurborgar, þannig það er mikið en ekki allar tekjurnar okkar. Við erum núna að skoða alls konar leiðir. Við vorum með ákveðnar varúðarfærslur áður en við fórum inn í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun. Seinni umræða er í næstu viku þannig þá verðum við búin að taka tillit til þessa,“ segir Heiða.
Bilun hjá Norðuráli Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Sjá meira