Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Mið- og Vestur Sjálandi.
Fram kemur að aðfaranótt 8.júní síðastliðinn hafi borist tilkynning til lögreglunnar frá 37 ára karlmanni sem kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás af hálfu ókunnugs karlamanns á opnu svæði í Ved Ringen hverfinu í Hróarskeldu.
Kvaðst maðurinn hafa verið á gangi í átt að lestarstöð borgarinnar þegar hann mætti árásarmanninum. Fram kemur að árásarmaðurinn hafi barið hann í höfuðið og sparkað í líkama hans áður en hann hvarf á brott, og tók hann derhúfu brotaþolans með sér.
Árásarmaðurinn fannst skömmu síðar skammt frá vettvangi og reyndist vera undir áhrif áfengis. Brotaþolinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Árásarmaðurinn var fluttur á lögreglustöð og gekkst undir skoðun læknis áður en hann var yfirheyrður. Var honum sleppt að lokunm yfirheyrslum. Hann hefur nú verið ákærður vegna brotsins.