Margrét Lára segir pressu FH vera unaðslega Jón Már Ferro skrifar 9. júní 2023 18:00 Kvennalið FH leggur mikið upp úr því að pressa andstæðinginn hátt á vellinum. Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að vera nýliði í Bestu deild kvenna þá er FH óhrætt við að pressa mjög hátt á móti andstæðingum sínum. „Það verður að hrósa FH. Þær voru gríðarlega vel undirbúnar og pressan þeirra í fyrri hálfleik var unaðsleg,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, einn sérfræðinga Bestu markanna. Þegar Margrét talar þá er best að hlusta enda er hún markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 79 mörk. Einnig skoraði hún yfir 200 mörk í efstu deild á Íslandi og tæplega 400 mörk í öllum keppnum. Ekki er verra þegar Helena Ólafsdóttir tjáir sig um fótbolta enda gríðarlega farsæl á sínum tíma með yfir hundrað mörk í efstu deild á Íslandi. Hún tók undir orð Margrétar. Klippa: Pressa FH-inga gegn Selfoss „Þær eru að leysa þetta virkilega vel og þetta er greinilega vel æft. Þær spiluði mikið svona í fyrra. Þær eru ekkert að finna upp hjólið á þessu ári,“ segir Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi. Bræðurnir Guðni og Hlynur Eiríkssynir leggja mikið upp úr því að leikmenn sínir vinni boltann ofarlega á vellinum til að vera sem næst markinu þegar sóknin byrjar. „Þetta var einmitt svo vel lesið hjá þjálfarateyminu, Guðna og Hlyn. Þær eru að mæta svolítið særðu liði Selfoss og þær keyrðu bara yfir þær. Sérstaklega í fyrri hálfleiknum,“ segir Margrét Lára. Elísa Lana Sigurjónsdóttir, Shaina Faiena og Esther Rós Arnarsdóttir voru frábærar inni á miðjunni fyrir FH. Valgerður Ósk Valsdóttir var öftust á miðjunni og stýrði þeim fyrrnefndu í pressunni. „Elísa Lana var gríðarlega öflug. Það sem hún hljóp og djöflaðist. Shaina og Esther. Þær koma á svo miklum ákafa,“ segir Margrét Lára að endingu. Næsta umferð Bestu deildar kvenna hefst á mánudag með Þórs/KA gegn Selfossi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Áttunda umferðin klárast svo á þriðjudaginn með fjórum leikjum. Að þeim loknum verða Bestu mörkin á sínum stað. Besta deild kvenna FH UMF Selfoss Bestu mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Selfoss 2-0 | Heimaliðið upp úr fallsæti en gestirnir í vondum málum FH tók á móti Selfossi í einni af fjórum viðureignum kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 2-0 sigri FH, sem skýtur sér með þessum sigri upp í 5. sæti deildarinnar en gestirnir sitja enn á botninum og hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Mörk liðsins skoruðu Valgerður Ósk Valsdóttir og Sara Montoro. 6. júní 2023 22:00 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Sjá meira
„Það verður að hrósa FH. Þær voru gríðarlega vel undirbúnar og pressan þeirra í fyrri hálfleik var unaðsleg,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, einn sérfræðinga Bestu markanna. Þegar Margrét talar þá er best að hlusta enda er hún markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 79 mörk. Einnig skoraði hún yfir 200 mörk í efstu deild á Íslandi og tæplega 400 mörk í öllum keppnum. Ekki er verra þegar Helena Ólafsdóttir tjáir sig um fótbolta enda gríðarlega farsæl á sínum tíma með yfir hundrað mörk í efstu deild á Íslandi. Hún tók undir orð Margrétar. Klippa: Pressa FH-inga gegn Selfoss „Þær eru að leysa þetta virkilega vel og þetta er greinilega vel æft. Þær spiluði mikið svona í fyrra. Þær eru ekkert að finna upp hjólið á þessu ári,“ segir Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi. Bræðurnir Guðni og Hlynur Eiríkssynir leggja mikið upp úr því að leikmenn sínir vinni boltann ofarlega á vellinum til að vera sem næst markinu þegar sóknin byrjar. „Þetta var einmitt svo vel lesið hjá þjálfarateyminu, Guðna og Hlyn. Þær eru að mæta svolítið særðu liði Selfoss og þær keyrðu bara yfir þær. Sérstaklega í fyrri hálfleiknum,“ segir Margrét Lára. Elísa Lana Sigurjónsdóttir, Shaina Faiena og Esther Rós Arnarsdóttir voru frábærar inni á miðjunni fyrir FH. Valgerður Ósk Valsdóttir var öftust á miðjunni og stýrði þeim fyrrnefndu í pressunni. „Elísa Lana var gríðarlega öflug. Það sem hún hljóp og djöflaðist. Shaina og Esther. Þær koma á svo miklum ákafa,“ segir Margrét Lára að endingu. Næsta umferð Bestu deildar kvenna hefst á mánudag með Þórs/KA gegn Selfossi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Áttunda umferðin klárast svo á þriðjudaginn með fjórum leikjum. Að þeim loknum verða Bestu mörkin á sínum stað.
Besta deild kvenna FH UMF Selfoss Bestu mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Selfoss 2-0 | Heimaliðið upp úr fallsæti en gestirnir í vondum málum FH tók á móti Selfossi í einni af fjórum viðureignum kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 2-0 sigri FH, sem skýtur sér með þessum sigri upp í 5. sæti deildarinnar en gestirnir sitja enn á botninum og hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Mörk liðsins skoruðu Valgerður Ósk Valsdóttir og Sara Montoro. 6. júní 2023 22:00 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Selfoss 2-0 | Heimaliðið upp úr fallsæti en gestirnir í vondum málum FH tók á móti Selfossi í einni af fjórum viðureignum kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 2-0 sigri FH, sem skýtur sér með þessum sigri upp í 5. sæti deildarinnar en gestirnir sitja enn á botninum og hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Mörk liðsins skoruðu Valgerður Ósk Valsdóttir og Sara Montoro. 6. júní 2023 22:00