Lagði allt í sölurnar fyrir jafnvel eitt prósent líkur á að ná Final Four Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2023 11:27 Gísli Þorgeir Kristjánsson er kominn aftur á völlinn, fyrr en nokkur bjóst við. getty/Martin Rose Flestir ráku upp stór augu þegar þeir lásu fréttina um að Gísli Þorgeir Kristjánsson væri í leikmannahópi Magdeburg gegn Stuttgart í gær, mánuði eftir að félagið sagði að tímabilinu hjá honum væri lokið vegna meiðsla. Hann gerði gott betur en að vera á skýrslu, spilaði gegn Stuttgart og er klár fyrstu stærstu helgi ársins í handboltanum, úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu. Gísli meiddist í leik gegn Wisla Plock í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar 10. maí. Eftir það greindi Magdeburg frá því að tímabilinu væri lokið hjá honum þar sem bein í ökkla hans hefði brotnað. Gísli myndi því missa af lokasprettinum í þýsku úrvalsdeildinni og Final Four, úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í Köln. En Gísli var ekki á þeim buxunum. Hann fékk bót meina sinna með undraverðum hætti og sneri aftur út á völlinn í gær þegar Magdeburg sigraði Stuttgart, 31-27. Hann skoraði þrjú mörk í leiknum. „Það fylgdi þessu ótrúlega mikil vinna. Við erum með einhverjar læknisgræjur til að hjálpa manni. Svo er þetta einfalda, borða rétt og alls konar sem hjálpar við bata á að beinið myndi gróa. Ég hef verið í meðhöndlun á hverjum einasta degi,“ sagði Gísli í samtali við Vísi í dag. „Svo um leið og það var möguleiki að spila í Final Four þá fyrst fór maður að vilja gera hvað sem er til að ná því.“ Sem fyrr sagði kom það í ljós eftir leikinn við Wisla Plock að bein í fæti Gísla var brotið. En í næstu myndatöku hafði það gróið. Betra og betra með hverjum degi „Ég hafði sinnt líkamanum rosalega vel en svo voru einhverjar umræður milli læknanna hvort þetta hafi verið gamalt eða nýtt brot. En það sem skipti aðalmáli var þetta hafði gróið og við tóku æfingar til að koma mér í stand. Á hverjum degi, meira segja þegar ég var í göngugipsi, passaði ég að vöðvarnir myndu ekki rýrna og svoleiðis, þannig að það yrði sem minnst vandamál að komast aftur á völlinn. Ég finn að þetta verður betra og betra með hverjum deginum,“ sagði Gísli. Þegar Gísli fékk svo skilaboð um að það væri möguleiki á að spila í Final Four lagði hann allt í sölurnar. Myndi aldrei sjá eftir vinnunni „Það var algjör gulrót og markmiðið sem ég var alltaf með í hausnum. Það var eitthvað sem ég vildi ekki missa. Jafnvel þótt það væri ekki nema eitt prósent líkur til að ná því ætlaði ég að gera allt til þess. Ég var alveg hundrað prósent viss um að ég myndi aldrei sjá eftir vinnunni sem ég myndi leggja í það. Ég gæti alltaf sagt við sjálfan mig að ég hefði reynt allt til að láta þetta ganga,“ sagði Gísli. „Þetta var á mörkunum. Þeir sögðu að þetta myndi taka allt frá fjórum og upp í átta vikur en á morgun eru komnar fjórar vikur og tveir dagar. Þetta hefur gengið vonum framar. Ég er alltaf að verða betri og það var mikilvægt að fá að spila í gær til að komast í leikæfingu.“ Gísli og félagar eygja enn von um þýska meistaratitilinn.getty/Martin Rose Gísli spilaði í um hálftíma í leiknum í gær og mun spila aftur þegar Magdeburg mætir Wetzlar á útivelli í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar um helgina. Magdeburg á enn veika von um að verja þýska meistaratitilinn sem liðið vann í fyrra. „Það var meðvitað að ég myndi fá mínar mínútur til að koma mér í gang og ég fæ það líka gegn Wetzlar.“ Draumur að verða að veruleika Í undanúrslitum Final Four mætir Magdeburg Barcelona. Þetta er í annað sinn sem liðin mætast í vetur en þau áttust við í úrslitum heimsmeistarakeppni félagsliða þar sem Magdeburg vann eftir framlengingu, 41-39. Gísli skoraði sex mörk og gaf átta stoðsendingar í leiknum. „Þetta er mikið verkefni og auðvitað er maður gríðarlega spenntur. Manni hefur dreymt um að spila í Final Four frá því maður var krakki og fylgdist með öllum Íslendingunum og hinum stjörnunum þar. Þetta er draumur að verða að veruleika. Ég sé mikla möguleika gegn Barcelona. Þeir eru með frábært lið en við höfum sannað það í vetur að við getum unnið þá,“ sagði Gísli að lokum. Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Nýr kani til Þórs Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti „Við vissum að við þyrftum að þjást“ Íslenski boltinn Tvær 2001 stelpur markadrottningar íslenska landsliðsins á árinu 2021 Fótbolti Akureyringar framlengja við lykilmenn Handbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Gísli meiddist í leik gegn Wisla Plock í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar 10. maí. Eftir það greindi Magdeburg frá því að tímabilinu væri lokið hjá honum þar sem bein í ökkla hans hefði brotnað. Gísli myndi því missa af lokasprettinum í þýsku úrvalsdeildinni og Final Four, úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í Köln. En Gísli var ekki á þeim buxunum. Hann fékk bót meina sinna með undraverðum hætti og sneri aftur út á völlinn í gær þegar Magdeburg sigraði Stuttgart, 31-27. Hann skoraði þrjú mörk í leiknum. „Það fylgdi þessu ótrúlega mikil vinna. Við erum með einhverjar læknisgræjur til að hjálpa manni. Svo er þetta einfalda, borða rétt og alls konar sem hjálpar við bata á að beinið myndi gróa. Ég hef verið í meðhöndlun á hverjum einasta degi,“ sagði Gísli í samtali við Vísi í dag. „Svo um leið og það var möguleiki að spila í Final Four þá fyrst fór maður að vilja gera hvað sem er til að ná því.“ Sem fyrr sagði kom það í ljós eftir leikinn við Wisla Plock að bein í fæti Gísla var brotið. En í næstu myndatöku hafði það gróið. Betra og betra með hverjum degi „Ég hafði sinnt líkamanum rosalega vel en svo voru einhverjar umræður milli læknanna hvort þetta hafi verið gamalt eða nýtt brot. En það sem skipti aðalmáli var þetta hafði gróið og við tóku æfingar til að koma mér í stand. Á hverjum degi, meira segja þegar ég var í göngugipsi, passaði ég að vöðvarnir myndu ekki rýrna og svoleiðis, þannig að það yrði sem minnst vandamál að komast aftur á völlinn. Ég finn að þetta verður betra og betra með hverjum deginum,“ sagði Gísli. Þegar Gísli fékk svo skilaboð um að það væri möguleiki á að spila í Final Four lagði hann allt í sölurnar. Myndi aldrei sjá eftir vinnunni „Það var algjör gulrót og markmiðið sem ég var alltaf með í hausnum. Það var eitthvað sem ég vildi ekki missa. Jafnvel þótt það væri ekki nema eitt prósent líkur til að ná því ætlaði ég að gera allt til þess. Ég var alveg hundrað prósent viss um að ég myndi aldrei sjá eftir vinnunni sem ég myndi leggja í það. Ég gæti alltaf sagt við sjálfan mig að ég hefði reynt allt til að láta þetta ganga,“ sagði Gísli. „Þetta var á mörkunum. Þeir sögðu að þetta myndi taka allt frá fjórum og upp í átta vikur en á morgun eru komnar fjórar vikur og tveir dagar. Þetta hefur gengið vonum framar. Ég er alltaf að verða betri og það var mikilvægt að fá að spila í gær til að komast í leikæfingu.“ Gísli og félagar eygja enn von um þýska meistaratitilinn.getty/Martin Rose Gísli spilaði í um hálftíma í leiknum í gær og mun spila aftur þegar Magdeburg mætir Wetzlar á útivelli í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar um helgina. Magdeburg á enn veika von um að verja þýska meistaratitilinn sem liðið vann í fyrra. „Það var meðvitað að ég myndi fá mínar mínútur til að koma mér í gang og ég fæ það líka gegn Wetzlar.“ Draumur að verða að veruleika Í undanúrslitum Final Four mætir Magdeburg Barcelona. Þetta er í annað sinn sem liðin mætast í vetur en þau áttust við í úrslitum heimsmeistarakeppni félagsliða þar sem Magdeburg vann eftir framlengingu, 41-39. Gísli skoraði sex mörk og gaf átta stoðsendingar í leiknum. „Þetta er mikið verkefni og auðvitað er maður gríðarlega spenntur. Manni hefur dreymt um að spila í Final Four frá því maður var krakki og fylgdist með öllum Íslendingunum og hinum stjörnunum þar. Þetta er draumur að verða að veruleika. Ég sé mikla möguleika gegn Barcelona. Þeir eru með frábært lið en við höfum sannað það í vetur að við getum unnið þá,“ sagði Gísli að lokum.
Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Nýr kani til Þórs Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti „Við vissum að við þyrftum að þjást“ Íslenski boltinn Tvær 2001 stelpur markadrottningar íslenska landsliðsins á árinu 2021 Fótbolti Akureyringar framlengja við lykilmenn Handbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira