Áhyggjur vaxa í takt við aukið koffínmagn orkudrykkja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júní 2023 11:42 Á meðan Prime Hydration er koffínlaus inniheldur Prime Energy 200 milligrömm af koffíni. Getty/Mike Kemp Áhyggjur eru uppi af mikilli koffínneyslu ungmenna en svokallaðir „orkudrykkir“ sem hafa ratað á markað á síðustu árum innihalda jafn mikið koffín eða meira koffín og tveir kaffibollar eða sex dósir af hefðbundnum gosdrykk. „Stuttu eftir að hafa drukkið þá, þá leituðu nemendur til heilsuþjónustunnar og sögðu að þeim liði ekki vel og að hjartað þeirra væri á fullu,“ segir Rebecca Brown, yfirmaður heilbrigðisþjónustu skólaumdæmisins í Wilmington í Massacusetts, um orkudrykkina Prime Energy. New York Times fjallar ítarlega um málið en í umfjöllun miðilsins segir meðal annars að dós af Prime Energy innihaldi um 200 milligrömm af koffíni, sem er hálfur ráðlagður dagskammtur fyrir fullorðna. Magnið samsvarar tveimur Red Bull orkudrykkjum, sem voru með þeim fyrstu sem komu á markað, tveimur kaffibollum eða sex dósum af Coca Cola. Þess ber að geta að tvær útgáfur eru til af Prime, sem er meðal annars í eigu samfélagsmiðlastjörnunnar Logan Paul; Energy í dósum og Hydration í flöskum. Hydration er koffínlaus. Bráðalæknirinn Ryan Stanton segir að á sínum tíma hefðu allir talið að Red Bull væri toppurinn þegar kæmi að koffínmagni í orkudrykk en nú séu að koma á markað drykkir sem innihalda tvisvar til þrisvar sinnum meira koffínmagn. Sjálfur segist hann hafa tekið á móti ungmennum á sjúkrahúsinu þar sem hann starfar sem kvarta um kvíða og of hraðan hjartslátt, ekki síst í prófatíð. Eins og fyrr segir er ráðlagður dagskammtur af koffíni fyrir fullorðna 400 milligrömm og 100 milligrömm fyrir börn á aldrinum 12 til 18 en börn undir 12 ára eiga ekki að neita koffíns yfir höfuð. Sum skólaumdæmi í Bandaríkjunum hafa bannað sölu og dreifingu koffíndrykkja til grunnskólanema en yfirleitt er ekki bannað að taka þá með í skólann. Þeir sem hafa gagnrýnt takmarkanirnar benda hins vegar meðal annars á að kaffidrykkur á Starbucks getur innihaldið allt að 265 milligrömm af koffíni. Börn og uppeldi Heilsa Heilbrigðismál Drykkir Orkudrykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
„Stuttu eftir að hafa drukkið þá, þá leituðu nemendur til heilsuþjónustunnar og sögðu að þeim liði ekki vel og að hjartað þeirra væri á fullu,“ segir Rebecca Brown, yfirmaður heilbrigðisþjónustu skólaumdæmisins í Wilmington í Massacusetts, um orkudrykkina Prime Energy. New York Times fjallar ítarlega um málið en í umfjöllun miðilsins segir meðal annars að dós af Prime Energy innihaldi um 200 milligrömm af koffíni, sem er hálfur ráðlagður dagskammtur fyrir fullorðna. Magnið samsvarar tveimur Red Bull orkudrykkjum, sem voru með þeim fyrstu sem komu á markað, tveimur kaffibollum eða sex dósum af Coca Cola. Þess ber að geta að tvær útgáfur eru til af Prime, sem er meðal annars í eigu samfélagsmiðlastjörnunnar Logan Paul; Energy í dósum og Hydration í flöskum. Hydration er koffínlaus. Bráðalæknirinn Ryan Stanton segir að á sínum tíma hefðu allir talið að Red Bull væri toppurinn þegar kæmi að koffínmagni í orkudrykk en nú séu að koma á markað drykkir sem innihalda tvisvar til þrisvar sinnum meira koffínmagn. Sjálfur segist hann hafa tekið á móti ungmennum á sjúkrahúsinu þar sem hann starfar sem kvarta um kvíða og of hraðan hjartslátt, ekki síst í prófatíð. Eins og fyrr segir er ráðlagður dagskammtur af koffíni fyrir fullorðna 400 milligrömm og 100 milligrömm fyrir börn á aldrinum 12 til 18 en börn undir 12 ára eiga ekki að neita koffíns yfir höfuð. Sum skólaumdæmi í Bandaríkjunum hafa bannað sölu og dreifingu koffíndrykkja til grunnskólanema en yfirleitt er ekki bannað að taka þá með í skólann. Þeir sem hafa gagnrýnt takmarkanirnar benda hins vegar meðal annars á að kaffidrykkur á Starbucks getur innihaldið allt að 265 milligrömm af koffíni.
Börn og uppeldi Heilsa Heilbrigðismál Drykkir Orkudrykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira