Besta upphitunin: Skrýtið að eyða ekki leikdegi í ferðalög Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2023 11:01 Kristín Erna Sigurlásdóttir og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir mættu í sófann til Helenu Ólafsdóttur, í Bestu upphitunina. Stöð 2 Sport Heimaliðin munu öll vinna sigur í 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta ef Eyjamærin Kristín Erna Sigurlásdóttir hefur rétt fyrir sér. Þær Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, fyrirliði FH, spáðu í spilin fyrir umferðina með Helenu Ólafsdóttur í þætti sem nú má sjá á Vísi. Nýliðar FH hafa komið ýmsum á óvart með framgöngu sinni undanfarið en eftir tvo sigra í röð er liðið í 5. sæti Bestu deildarinnar, með 10 stig. ÍBV er hins vegar í fallsæti sem stendur, með sjö stig. „Það er klárlega mjög góð stemning í Kaplakrika akkúrat núna. Það er gaman þegar gengur vel. Við erum á smá „rönni“ núna og stefnum bara á að halda því áfram,“ segir Sunneva sem spilað hefur með FH frá árinu 2021. ÍBV vann frábæran 3-0 sigur gegn Þrótti um miðjan maí en hefur síðan fengið eitt stig úr þremur leikjum. „Það vantar svolítið upp á að skora í leikjunum. Varnarleikurinn er búinn að vera fínn en það vantar smá til að klára leikina,“ segir reynsluboltinn Kristín sem byrjaði að spila með meistaraflokki ÍBV þegar liðið var endurvakið fyrir um fimmtán árum síðan, eftir stuttan dvala. Þáttinn má sjá hér að neðan en þar tippuðu gestirnir á úrslit í leikjunum fimm í 8. umferð, sem fram fara á sunnudag og mánudag. Klippa: Besta upphitunin fyrir 8. umferð Helena spurði gesti sína meðal annars út í það hvort þeir væru með einhverja hjátrú tengda leikjum, og hvernig rútína þeirra væri á leikdegi. Mikill tími fer í hvern útileik hjá liði ÍBV og segir Kristín leikmenn í raun eins og „atvinnumenn“ á leikdegi þar sem fórna þurfi vinnu og öðru. „Við förum um hádegisbil með Herjólfi og keyrum í mat á Hótel Örk [í Hveragerði]. Svo er bara farið í leikinn. Maður er bara orðinn vanur þessu og mér fannst svolítið skrýtið þegar ég bjó í bænum að vera ekki að ferðast,“ segir Kristín sem lék með KR og Fylki í Reykjavík um tíma. Þegar leikið er í Eyjum hittast leikmenn ÍBV hins vegar í hádeginu og borða mat saman. „Við gerum það reyndar ekki en það er frábær hugmynd,“ segir Sunneva. „Eftir æfingu daginn fyrir leik erum við saman inni í klefa eða gerum eitthvað saman. Við höfum líka haft kvöldmat saman daginn fyrir leik,“ segir Sunneva og bætir við að liðsstjórinn Guðmundur Jón Viggósson sjái þá um matseldina. Leikirnir í 8. umferð Bestu deildar kvenna. Að vanda eru allir leikir í beinni útsendingu.Stöð 2 Sport Eftir sjö umferðir virðist Besta deildin nánast aldrei hafa verið jafnari og tók Kristín Erna undir það: „Mér finnst lítið skorað miðað við vanalega en það er bara af því að deildin er orðin jafnari. Það eru allir að taka stig af öllum. Mér finnst þetta skemmtilegra svona. Að fá óvænt úrslit.“ Sunneva komst með FH upp úr Lengjudeildinni í fyrrahaust og segir muninn á deildunum talsverðan: „Það eru mikið fleiri, betri lið í Bestu deildinni, og allir leikir erfiðir. Að sama skapi er Lengjudeildin alltaf að verða sterkari og það er fullt af góðum liðum þar núna sem eiga erindi í efstu deild.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Bestu mörkin ÍBV FH Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Nýliðar FH hafa komið ýmsum á óvart með framgöngu sinni undanfarið en eftir tvo sigra í röð er liðið í 5. sæti Bestu deildarinnar, með 10 stig. ÍBV er hins vegar í fallsæti sem stendur, með sjö stig. „Það er klárlega mjög góð stemning í Kaplakrika akkúrat núna. Það er gaman þegar gengur vel. Við erum á smá „rönni“ núna og stefnum bara á að halda því áfram,“ segir Sunneva sem spilað hefur með FH frá árinu 2021. ÍBV vann frábæran 3-0 sigur gegn Þrótti um miðjan maí en hefur síðan fengið eitt stig úr þremur leikjum. „Það vantar svolítið upp á að skora í leikjunum. Varnarleikurinn er búinn að vera fínn en það vantar smá til að klára leikina,“ segir reynsluboltinn Kristín sem byrjaði að spila með meistaraflokki ÍBV þegar liðið var endurvakið fyrir um fimmtán árum síðan, eftir stuttan dvala. Þáttinn má sjá hér að neðan en þar tippuðu gestirnir á úrslit í leikjunum fimm í 8. umferð, sem fram fara á sunnudag og mánudag. Klippa: Besta upphitunin fyrir 8. umferð Helena spurði gesti sína meðal annars út í það hvort þeir væru með einhverja hjátrú tengda leikjum, og hvernig rútína þeirra væri á leikdegi. Mikill tími fer í hvern útileik hjá liði ÍBV og segir Kristín leikmenn í raun eins og „atvinnumenn“ á leikdegi þar sem fórna þurfi vinnu og öðru. „Við förum um hádegisbil með Herjólfi og keyrum í mat á Hótel Örk [í Hveragerði]. Svo er bara farið í leikinn. Maður er bara orðinn vanur þessu og mér fannst svolítið skrýtið þegar ég bjó í bænum að vera ekki að ferðast,“ segir Kristín sem lék með KR og Fylki í Reykjavík um tíma. Þegar leikið er í Eyjum hittast leikmenn ÍBV hins vegar í hádeginu og borða mat saman. „Við gerum það reyndar ekki en það er frábær hugmynd,“ segir Sunneva. „Eftir æfingu daginn fyrir leik erum við saman inni í klefa eða gerum eitthvað saman. Við höfum líka haft kvöldmat saman daginn fyrir leik,“ segir Sunneva og bætir við að liðsstjórinn Guðmundur Jón Viggósson sjái þá um matseldina. Leikirnir í 8. umferð Bestu deildar kvenna. Að vanda eru allir leikir í beinni útsendingu.Stöð 2 Sport Eftir sjö umferðir virðist Besta deildin nánast aldrei hafa verið jafnari og tók Kristín Erna undir það: „Mér finnst lítið skorað miðað við vanalega en það er bara af því að deildin er orðin jafnari. Það eru allir að taka stig af öllum. Mér finnst þetta skemmtilegra svona. Að fá óvænt úrslit.“ Sunneva komst með FH upp úr Lengjudeildinni í fyrrahaust og segir muninn á deildunum talsverðan: „Það eru mikið fleiri, betri lið í Bestu deildinni, og allir leikir erfiðir. Að sama skapi er Lengjudeildin alltaf að verða sterkari og það er fullt af góðum liðum þar núna sem eiga erindi í efstu deild.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Bestu mörkin ÍBV FH Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira