Trump ákærður vegna leyniskjala Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2023 00:03 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. AP/Michael Conroy Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi verið ákærður vegna leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti. Fyrir stundu birti Trump færslu á samfélagsmiðli sínum Truth social þar sem hann greinir frá ákærunni. „Hin spillta Biden-stjórn hefur tilkynnt lögfræðingum mínum að ég hafi verið ákærður, að því er virðist vegna kassa-skröksögunnar (e. hoax),“ skrifar Trump og heldur áfram: „Jafnvel þótt Joe Biden sé með 1850 kassa í Háskólanum í Delaware, fleiri kassa í Kínahverfinu, Washington, og enn fleiri kassa í Háskóla Pennsylvaníuríkis. Svo þekja skjöl bílskúrsgólfið þar sem hann leggur Corvette-bílnum sínum. Þeim bílskúr er aðeins læst með hurð sem eru pappírsþunnar og oftast opin.“ Í seinni færslum lýsir hann yfir sakleysi sínu og segir að um dimman dag í sögu Bandaríkjanna sé að ræða. Rannsóknin á hendur forsetanum fyrrverandi hefur beinst að því hvort að Trump hafi brotið lög um meðhöndlun ríkisleyndarmála og hvort hann hafi reynt að hindra alríkisstjórnina í að endurheimta þau. Hundruð skjala sem voru merkt leynileg leyndust í fórum Trump á heimili hans í Flórída. Sum þeirra fengust ekki endurheimt fyrr en alríkislögreglan gerði húsleit þar eftir að tilraunir ríkisskjalasafns Bandaríkjanna um að fá þeim skilað báru takmarkaðan árangur. Fjöldi vitna hefur komið fyrir ákærudómstóla í Washington-borg og Miami í Flórída vegna rannsóknarinnar. Á meðal þeirra eru ráðgjafar Trump úr Hvíta húsinu, starfsmenn í Mar-a-Lago-klúbbi hans í Flórída og fleiri en tuttugu leyniþjónustumenn úr lífvarðarsveit hans. Trump hefur tilkynnt að hann sækist eftir kjöri sem forseti í næstu kosningum árið 2024. Hann er talinn sigurstranglegastur í forvali Repúblikanaflokksins, þrátt fyrir sakamálarannsóknir. Þegar á hann yfir höfði sér tvær ákærur og eru tvær rannsóknir á framferði hans sem forseti enn í gangi. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Líkurnar á að Trump verði ákærður vegna leyniskjalanna aukast Alríkissaksóknarar hafa tjáð lögmönnum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann sé viðfangsefni rannsóknar þeirra á leyniskjölum sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti. Þetta er sagt benda til þess að Trump verði líklega ákærður. 8. júní 2023 09:16 Leyniskjöl Trump finnast ekki Lögfræðiteymi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segist ekki finna leynileg skjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Alríkissaksóknarar komust yfir hljóðupptöku þar sem Trump heyrist ræða um þessi leyniskjöl. 2. júní 2023 20:24 Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. 23. maí 2023 11:01 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Fyrir stundu birti Trump færslu á samfélagsmiðli sínum Truth social þar sem hann greinir frá ákærunni. „Hin spillta Biden-stjórn hefur tilkynnt lögfræðingum mínum að ég hafi verið ákærður, að því er virðist vegna kassa-skröksögunnar (e. hoax),“ skrifar Trump og heldur áfram: „Jafnvel þótt Joe Biden sé með 1850 kassa í Háskólanum í Delaware, fleiri kassa í Kínahverfinu, Washington, og enn fleiri kassa í Háskóla Pennsylvaníuríkis. Svo þekja skjöl bílskúrsgólfið þar sem hann leggur Corvette-bílnum sínum. Þeim bílskúr er aðeins læst með hurð sem eru pappírsþunnar og oftast opin.“ Í seinni færslum lýsir hann yfir sakleysi sínu og segir að um dimman dag í sögu Bandaríkjanna sé að ræða. Rannsóknin á hendur forsetanum fyrrverandi hefur beinst að því hvort að Trump hafi brotið lög um meðhöndlun ríkisleyndarmála og hvort hann hafi reynt að hindra alríkisstjórnina í að endurheimta þau. Hundruð skjala sem voru merkt leynileg leyndust í fórum Trump á heimili hans í Flórída. Sum þeirra fengust ekki endurheimt fyrr en alríkislögreglan gerði húsleit þar eftir að tilraunir ríkisskjalasafns Bandaríkjanna um að fá þeim skilað báru takmarkaðan árangur. Fjöldi vitna hefur komið fyrir ákærudómstóla í Washington-borg og Miami í Flórída vegna rannsóknarinnar. Á meðal þeirra eru ráðgjafar Trump úr Hvíta húsinu, starfsmenn í Mar-a-Lago-klúbbi hans í Flórída og fleiri en tuttugu leyniþjónustumenn úr lífvarðarsveit hans. Trump hefur tilkynnt að hann sækist eftir kjöri sem forseti í næstu kosningum árið 2024. Hann er talinn sigurstranglegastur í forvali Repúblikanaflokksins, þrátt fyrir sakamálarannsóknir. Þegar á hann yfir höfði sér tvær ákærur og eru tvær rannsóknir á framferði hans sem forseti enn í gangi.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Líkurnar á að Trump verði ákærður vegna leyniskjalanna aukast Alríkissaksóknarar hafa tjáð lögmönnum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann sé viðfangsefni rannsóknar þeirra á leyniskjölum sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti. Þetta er sagt benda til þess að Trump verði líklega ákærður. 8. júní 2023 09:16 Leyniskjöl Trump finnast ekki Lögfræðiteymi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segist ekki finna leynileg skjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Alríkissaksóknarar komust yfir hljóðupptöku þar sem Trump heyrist ræða um þessi leyniskjöl. 2. júní 2023 20:24 Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. 23. maí 2023 11:01 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Líkurnar á að Trump verði ákærður vegna leyniskjalanna aukast Alríkissaksóknarar hafa tjáð lögmönnum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann sé viðfangsefni rannsóknar þeirra á leyniskjölum sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti. Þetta er sagt benda til þess að Trump verði líklega ákærður. 8. júní 2023 09:16
Leyniskjöl Trump finnast ekki Lögfræðiteymi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segist ekki finna leynileg skjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Alríkissaksóknarar komust yfir hljóðupptöku þar sem Trump heyrist ræða um þessi leyniskjöl. 2. júní 2023 20:24
Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. 23. maí 2023 11:01