Trump ákærður vegna leyniskjala Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2023 00:03 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. AP/Michael Conroy Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi verið ákærður vegna leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti. Fyrir stundu birti Trump færslu á samfélagsmiðli sínum Truth social þar sem hann greinir frá ákærunni. „Hin spillta Biden-stjórn hefur tilkynnt lögfræðingum mínum að ég hafi verið ákærður, að því er virðist vegna kassa-skröksögunnar (e. hoax),“ skrifar Trump og heldur áfram: „Jafnvel þótt Joe Biden sé með 1850 kassa í Háskólanum í Delaware, fleiri kassa í Kínahverfinu, Washington, og enn fleiri kassa í Háskóla Pennsylvaníuríkis. Svo þekja skjöl bílskúrsgólfið þar sem hann leggur Corvette-bílnum sínum. Þeim bílskúr er aðeins læst með hurð sem eru pappírsþunnar og oftast opin.“ Í seinni færslum lýsir hann yfir sakleysi sínu og segir að um dimman dag í sögu Bandaríkjanna sé að ræða. Rannsóknin á hendur forsetanum fyrrverandi hefur beinst að því hvort að Trump hafi brotið lög um meðhöndlun ríkisleyndarmála og hvort hann hafi reynt að hindra alríkisstjórnina í að endurheimta þau. Hundruð skjala sem voru merkt leynileg leyndust í fórum Trump á heimili hans í Flórída. Sum þeirra fengust ekki endurheimt fyrr en alríkislögreglan gerði húsleit þar eftir að tilraunir ríkisskjalasafns Bandaríkjanna um að fá þeim skilað báru takmarkaðan árangur. Fjöldi vitna hefur komið fyrir ákærudómstóla í Washington-borg og Miami í Flórída vegna rannsóknarinnar. Á meðal þeirra eru ráðgjafar Trump úr Hvíta húsinu, starfsmenn í Mar-a-Lago-klúbbi hans í Flórída og fleiri en tuttugu leyniþjónustumenn úr lífvarðarsveit hans. Trump hefur tilkynnt að hann sækist eftir kjöri sem forseti í næstu kosningum árið 2024. Hann er talinn sigurstranglegastur í forvali Repúblikanaflokksins, þrátt fyrir sakamálarannsóknir. Þegar á hann yfir höfði sér tvær ákærur og eru tvær rannsóknir á framferði hans sem forseti enn í gangi. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Líkurnar á að Trump verði ákærður vegna leyniskjalanna aukast Alríkissaksóknarar hafa tjáð lögmönnum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann sé viðfangsefni rannsóknar þeirra á leyniskjölum sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti. Þetta er sagt benda til þess að Trump verði líklega ákærður. 8. júní 2023 09:16 Leyniskjöl Trump finnast ekki Lögfræðiteymi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segist ekki finna leynileg skjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Alríkissaksóknarar komust yfir hljóðupptöku þar sem Trump heyrist ræða um þessi leyniskjöl. 2. júní 2023 20:24 Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. 23. maí 2023 11:01 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Fyrir stundu birti Trump færslu á samfélagsmiðli sínum Truth social þar sem hann greinir frá ákærunni. „Hin spillta Biden-stjórn hefur tilkynnt lögfræðingum mínum að ég hafi verið ákærður, að því er virðist vegna kassa-skröksögunnar (e. hoax),“ skrifar Trump og heldur áfram: „Jafnvel þótt Joe Biden sé með 1850 kassa í Háskólanum í Delaware, fleiri kassa í Kínahverfinu, Washington, og enn fleiri kassa í Háskóla Pennsylvaníuríkis. Svo þekja skjöl bílskúrsgólfið þar sem hann leggur Corvette-bílnum sínum. Þeim bílskúr er aðeins læst með hurð sem eru pappírsþunnar og oftast opin.“ Í seinni færslum lýsir hann yfir sakleysi sínu og segir að um dimman dag í sögu Bandaríkjanna sé að ræða. Rannsóknin á hendur forsetanum fyrrverandi hefur beinst að því hvort að Trump hafi brotið lög um meðhöndlun ríkisleyndarmála og hvort hann hafi reynt að hindra alríkisstjórnina í að endurheimta þau. Hundruð skjala sem voru merkt leynileg leyndust í fórum Trump á heimili hans í Flórída. Sum þeirra fengust ekki endurheimt fyrr en alríkislögreglan gerði húsleit þar eftir að tilraunir ríkisskjalasafns Bandaríkjanna um að fá þeim skilað báru takmarkaðan árangur. Fjöldi vitna hefur komið fyrir ákærudómstóla í Washington-borg og Miami í Flórída vegna rannsóknarinnar. Á meðal þeirra eru ráðgjafar Trump úr Hvíta húsinu, starfsmenn í Mar-a-Lago-klúbbi hans í Flórída og fleiri en tuttugu leyniþjónustumenn úr lífvarðarsveit hans. Trump hefur tilkynnt að hann sækist eftir kjöri sem forseti í næstu kosningum árið 2024. Hann er talinn sigurstranglegastur í forvali Repúblikanaflokksins, þrátt fyrir sakamálarannsóknir. Þegar á hann yfir höfði sér tvær ákærur og eru tvær rannsóknir á framferði hans sem forseti enn í gangi.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Líkurnar á að Trump verði ákærður vegna leyniskjalanna aukast Alríkissaksóknarar hafa tjáð lögmönnum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann sé viðfangsefni rannsóknar þeirra á leyniskjölum sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti. Þetta er sagt benda til þess að Trump verði líklega ákærður. 8. júní 2023 09:16 Leyniskjöl Trump finnast ekki Lögfræðiteymi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segist ekki finna leynileg skjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Alríkissaksóknarar komust yfir hljóðupptöku þar sem Trump heyrist ræða um þessi leyniskjöl. 2. júní 2023 20:24 Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. 23. maí 2023 11:01 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Líkurnar á að Trump verði ákærður vegna leyniskjalanna aukast Alríkissaksóknarar hafa tjáð lögmönnum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann sé viðfangsefni rannsóknar þeirra á leyniskjölum sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti. Þetta er sagt benda til þess að Trump verði líklega ákærður. 8. júní 2023 09:16
Leyniskjöl Trump finnast ekki Lögfræðiteymi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segist ekki finna leynileg skjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Alríkissaksóknarar komust yfir hljóðupptöku þar sem Trump heyrist ræða um þessi leyniskjöl. 2. júní 2023 20:24
Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. 23. maí 2023 11:01