Undraverður bati Gísla sem afsannaði orð Magdeburg Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 16:49 Gísli Þorgeir Kristjánsson er búinn að jafna sig af meiðslum, á afar skömmum tíma. Getty/Eroll Popova Þvert á það sem að þýska handknattleiksfélagið Magdeburg hafði sagt fyrir mánuði síðan er tímabilinu ekki lokið hjá landsliðsmanninum Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. Hann getur því verið með um Final Four helgina í Köln, þegar úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu. Gísli er í leikmannahópi Magdeburgar sem mætir Stuttgart í dag í næstsíðasta leik sínum í þýsku 1. deildinni. Gísli fór sárþjáður af velli í leik gegn Wisla Plock 10. maí, í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og á miðlum Magdeburgar var greint frá því að tímabilinu væri lokið hjá Gísla. Skoðun hefði nefnilega leitt í ljós að bein í ökkla hefði brotnað. Í dag bárust hins vegar mun betri fréttir af Gísla sem er byrjaður að æfa með Magdeburg á nýjan leik, og þurfti aðeins fjórar vikur til þess að jafna sig. Hann mun hafa notið mikillar sjúkrameðferðar í nokkrar klukkustundir á dag til að ná bata, og hefur nú fengið grænt ljós á að æfa og spila. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg) Meiðsli hafa leikið lið Magdeburgar grátt og er Ómar Ingi Magnússon eftir sem áður á meiðslalistanum. Ef Magdeburg vinnur í dag og gegn Wetzlar í lokaumferðinni á sunnudag á liðið veika von um að verða Þýskalandsmeistari en þarf þá að treysta á að Kiel tapi gegn Göppingen í lokaumferðinni. Magdeburg mætir svo Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 17. júní, og dæma þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson leikinn. Sigurliðið mætir svo PSG eða Kielce í úrslitaleik degi síðar, en tapliðin spila um brons. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Gísli er í leikmannahópi Magdeburgar sem mætir Stuttgart í dag í næstsíðasta leik sínum í þýsku 1. deildinni. Gísli fór sárþjáður af velli í leik gegn Wisla Plock 10. maí, í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og á miðlum Magdeburgar var greint frá því að tímabilinu væri lokið hjá Gísla. Skoðun hefði nefnilega leitt í ljós að bein í ökkla hefði brotnað. Í dag bárust hins vegar mun betri fréttir af Gísla sem er byrjaður að æfa með Magdeburg á nýjan leik, og þurfti aðeins fjórar vikur til þess að jafna sig. Hann mun hafa notið mikillar sjúkrameðferðar í nokkrar klukkustundir á dag til að ná bata, og hefur nú fengið grænt ljós á að æfa og spila. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg) Meiðsli hafa leikið lið Magdeburgar grátt og er Ómar Ingi Magnússon eftir sem áður á meiðslalistanum. Ef Magdeburg vinnur í dag og gegn Wetzlar í lokaumferðinni á sunnudag á liðið veika von um að verða Þýskalandsmeistari en þarf þá að treysta á að Kiel tapi gegn Göppingen í lokaumferðinni. Magdeburg mætir svo Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 17. júní, og dæma þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson leikinn. Sigurliðið mætir svo PSG eða Kielce í úrslitaleik degi síðar, en tapliðin spila um brons.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira