Moyes dansaði pabbadans eftir langþráðan titil Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2023 12:00 David Moyes í miðri sveiflu. Þegar menn vinna titil í 1.097 leik á ferlinum verða þeir að fagna almennilega og það gerði David Moyes þegar West Ham United vann Sambandsdeild Evrópu í gær. Mark Jarrods Bowen á ellefu stundu tryggði West Ham sigur á Fiorentina, 1-2, í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í Prag í gær. Þetta var fyrsti titill West Ham í 43 ár og fyrsti titilinn sem Moyes vinnur á löngum ferli. Moyes fagnaði sigurmarki Bowens og ekki var fögnuðurinn minni inni í búningsklefa Hamranna. Þar dansaði Moyes og dillaði sér við lagið „I'm Gonna Be (500 Miles)“ með The Proclaimers við mikinn fögnuð leikmanna West Ham sem höfðu gaman að þessu uppátæki stjórans síns. Á blaðamannafundi eftir leikinn talaði Moyes um pabbadans sem er ágætis lýsing á danstöktum hans. Our gaffer as you've never seen him before! pic.twitter.com/e1JzNuioA4— West Ham United (@WestHam) June 8, 2023 Öll mörkin í leiknum í Prag í gær komu í seinni hálfleik. Saïd Benrahma kom West Ham yfir á 62. mínútu en Gaicomo Bonaventura jafnaði fimm mínútum seinna. Á lokamínútu leiksins slapp Bowen svo inn fyrir vörn Fiorentina og skoraði framhjá Pietro Terracciano í marki Fiorentina og tryggði Hömrunum fyrsta titil sinn síðan 1980. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Mark Jarrods Bowen á ellefu stundu tryggði West Ham sigur á Fiorentina, 1-2, í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í Prag í gær. Þetta var fyrsti titill West Ham í 43 ár og fyrsti titilinn sem Moyes vinnur á löngum ferli. Moyes fagnaði sigurmarki Bowens og ekki var fögnuðurinn minni inni í búningsklefa Hamranna. Þar dansaði Moyes og dillaði sér við lagið „I'm Gonna Be (500 Miles)“ með The Proclaimers við mikinn fögnuð leikmanna West Ham sem höfðu gaman að þessu uppátæki stjórans síns. Á blaðamannafundi eftir leikinn talaði Moyes um pabbadans sem er ágætis lýsing á danstöktum hans. Our gaffer as you've never seen him before! pic.twitter.com/e1JzNuioA4— West Ham United (@WestHam) June 8, 2023 Öll mörkin í leiknum í Prag í gær komu í seinni hálfleik. Saïd Benrahma kom West Ham yfir á 62. mínútu en Gaicomo Bonaventura jafnaði fimm mínútum seinna. Á lokamínútu leiksins slapp Bowen svo inn fyrir vörn Fiorentina og skoraði framhjá Pietro Terracciano í marki Fiorentina og tryggði Hömrunum fyrsta titil sinn síðan 1980.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira