„Það er bara ein leið til að komast í úrslit í bikar“ Hinrik Wöhler skrifar 7. júní 2023 00:05 KR skoraði tvö mörk í kvöld og komst áfram. Vísir/Anton Brink KR er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á Stjörnunni í kvöld í framlengdum leik. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er einum leik frá úrslitaleiknum en hans lærisveinar eiga þó ærið verkefni fyrir höndum en KR mætir Víkingum á útivelli í undanúrslitum. „Ég er mjög sáttur, þetta var mjög erfiður leikur. Stjarnan gerði vel að jafna og áttu það skilið. Karakterinn sem við sýndum í framlengingunni var virkilega flottur og ég er gríðarlega stoltur af liðinu að ná að skora sigurmarkið. Eftir það fannst mér ekki hætta á ferðum, sem mér fannst kannski í venjulegum leiktíma. Þá var oft hætta og Stjarnan átti skilið að jafna og hefði hugsanlega getað gert það fyrr. Við vörðumst ágætlega, kannski ekki nægilega vel en við vorum lélegir með boltann,“ sagði Rúnar skömmu eftir sigurleikinn í kvöld. Það leit allt út fyrir að KR-ingar ætluðu að klára leikinn í venjulegum leiktíma en Stjörnumenn voru ekki á sama máli. Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði metinn fyrir gestina í uppbótartíma og grípa þurfti til framlengingar í Vesturbænum. „Það er alltaf slæmt að fá eitt í andlitið, sérstaklega þegar svona lítið er eftir. Menn voru búnir að berjast fyrir þessu í langan tíma því að Stjarnan var búin að herja á okkur frá því að við skoruðum. Við náðum ekki að nýta skyndisóknirnar okkar nægilega vel. Við tókum smá fund eftir venjulegan leiktíma og þá sá maður í augunum á strákunum hvað þeir hlustuðu vel á mig og Ole [Nesselquist] aðstoðarþjálfara og tóku eftir. Þeir voru sjálfir að berja á hvorum öðrum á bak og maður sá einhvern neista í augunum á strákunum og við virkilega trúðum að neistinn gæti fleytt okkur yfir þessa hindrun. Við skoruðum snemma í framlengingunni og mér finnst þetta aldrei stórhætta eftir það.“ Rúnar tók marga jákvæða punkta úr leiknum í kvöld og telur að liðið getur byggt á þessu fyrir komandi átök. „Jóhannes Kristinn [Bjarnason] er búinn að vera frábær í þessari stöðu, hann hefur gríðarlega hlaupagetu. Mér fannst öll varnarlínan góð. Inn á miðsvæðinu eru við bara tveir og við erum í undirtölu þar, þrír á tvo gegn þessu 4-3-3 kerfi þeirra en við leystum það virkilega vel og fengum síðan hjálp frá framherjunum okkar. Kristján Flóki [Finnbogason] skoraði gott mark og allir þeir sem komu inn á stóðu vel, Luke [Rae] var frábær og Benoný Breki [Andrésson] sömuleiðis. Hann gerði fullt af litlum hlutum og náði að halda boltanum, tefja kannski aðeins til að landa þessu,“ sagði Rúnar þegar hann spurður út í frammistöðu leikmanna í kvöld. KR-ingar fá nokkra daga hvíld þangað til að þeir mæta á völlinn á ný en næsta umferð Bestu deildarinnar fer fram um helgina. „Við verðum að sleikja sárin núna, auðvitað viltu aldrei fara í framlengingu þegar er stutt í næsta leik. Það er kannski ennþá skemmtilegra þegar þú vinnur leikinn en ef við hefðum tapað hefði maður verið hundfúll. Þegar maður vinnur er léttara yfir öllu þannig við erum bara gríðarlega sáttir að vera komnir í undanúrslit.“ Það var dregið í undanúrslit Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld og mæta þeir Víkingum í Víkinni í byrjun júlí. „Þriðja árið í röð sem við förum í Víkina og höfum tapað síðustu tvö ár. Nú er kominn tími á að við stríðum þeim og reynum að koma okkur áfram. Það er bara ein leið til að komast í úrslit í bikar, það er að vinna alla leiki og það voru bara góð lið eftir. Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum, heima eða úti, þetta eru toppliðin frá tímabilinu í fyrra þannig það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn KR Mjólkurbikar karla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
„Ég er mjög sáttur, þetta var mjög erfiður leikur. Stjarnan gerði vel að jafna og áttu það skilið. Karakterinn sem við sýndum í framlengingunni var virkilega flottur og ég er gríðarlega stoltur af liðinu að ná að skora sigurmarkið. Eftir það fannst mér ekki hætta á ferðum, sem mér fannst kannski í venjulegum leiktíma. Þá var oft hætta og Stjarnan átti skilið að jafna og hefði hugsanlega getað gert það fyrr. Við vörðumst ágætlega, kannski ekki nægilega vel en við vorum lélegir með boltann,“ sagði Rúnar skömmu eftir sigurleikinn í kvöld. Það leit allt út fyrir að KR-ingar ætluðu að klára leikinn í venjulegum leiktíma en Stjörnumenn voru ekki á sama máli. Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði metinn fyrir gestina í uppbótartíma og grípa þurfti til framlengingar í Vesturbænum. „Það er alltaf slæmt að fá eitt í andlitið, sérstaklega þegar svona lítið er eftir. Menn voru búnir að berjast fyrir þessu í langan tíma því að Stjarnan var búin að herja á okkur frá því að við skoruðum. Við náðum ekki að nýta skyndisóknirnar okkar nægilega vel. Við tókum smá fund eftir venjulegan leiktíma og þá sá maður í augunum á strákunum hvað þeir hlustuðu vel á mig og Ole [Nesselquist] aðstoðarþjálfara og tóku eftir. Þeir voru sjálfir að berja á hvorum öðrum á bak og maður sá einhvern neista í augunum á strákunum og við virkilega trúðum að neistinn gæti fleytt okkur yfir þessa hindrun. Við skoruðum snemma í framlengingunni og mér finnst þetta aldrei stórhætta eftir það.“ Rúnar tók marga jákvæða punkta úr leiknum í kvöld og telur að liðið getur byggt á þessu fyrir komandi átök. „Jóhannes Kristinn [Bjarnason] er búinn að vera frábær í þessari stöðu, hann hefur gríðarlega hlaupagetu. Mér fannst öll varnarlínan góð. Inn á miðsvæðinu eru við bara tveir og við erum í undirtölu þar, þrír á tvo gegn þessu 4-3-3 kerfi þeirra en við leystum það virkilega vel og fengum síðan hjálp frá framherjunum okkar. Kristján Flóki [Finnbogason] skoraði gott mark og allir þeir sem komu inn á stóðu vel, Luke [Rae] var frábær og Benoný Breki [Andrésson] sömuleiðis. Hann gerði fullt af litlum hlutum og náði að halda boltanum, tefja kannski aðeins til að landa þessu,“ sagði Rúnar þegar hann spurður út í frammistöðu leikmanna í kvöld. KR-ingar fá nokkra daga hvíld þangað til að þeir mæta á völlinn á ný en næsta umferð Bestu deildarinnar fer fram um helgina. „Við verðum að sleikja sárin núna, auðvitað viltu aldrei fara í framlengingu þegar er stutt í næsta leik. Það er kannski ennþá skemmtilegra þegar þú vinnur leikinn en ef við hefðum tapað hefði maður verið hundfúll. Þegar maður vinnur er léttara yfir öllu þannig við erum bara gríðarlega sáttir að vera komnir í undanúrslit.“ Það var dregið í undanúrslit Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld og mæta þeir Víkingum í Víkinni í byrjun júlí. „Þriðja árið í röð sem við förum í Víkina og höfum tapað síðustu tvö ár. Nú er kominn tími á að við stríðum þeim og reynum að koma okkur áfram. Það er bara ein leið til að komast í úrslit í bikar, það er að vinna alla leiki og það voru bara góð lið eftir. Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum, heima eða úti, þetta eru toppliðin frá tímabilinu í fyrra þannig það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Mjólkurbikar karla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira