Rukka sjö hundruð krónur fyrir aðgang að gámasvæðinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júní 2023 13:01 Frá gámasvæðinu í Árborg. Vísir/Magnús Hlynur Til stendur að taka upp sjö hundruð króna komugjald á gámasvæði sveitarfélagsins Árborgar á Selfossi. Formaður bæjarráðs segist skilja gremju fólks í tengslum við auknar kröfur í sorpflokkun. Fólk verður þó ekki rukkað þegar það losar sig við úrgang sem sveitarfélagið fær úrvinnslugjald fyrir að taka á móti. Gjaldið verður tekið af öllum sem koma á gámasvæði Áborgar að Víkurheiði á Selfossi frá og með 1. júlí. Sjö hundruð krónur fyrir hverja komu, og mögulega hærra gjald, eftir því hverju er verið að henda. Formaður bæjarráðst Árborgar segir breytingar með nýjum lögum hafa knúð sveitarfélögin til að bregðast við. „Sem hluti af því að halda þessu svokallaða sorphirðugjaldi, sem hver og einn íbúi er rukkaður um í gegnum fasteignagjöldin, lágu, þá verður fyrsta skrefið að borga þegar hent er,“ segir Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs og formaður umhverfisnefndar. Þó verður ekki rukkað neitt komugjald þegar verið er að henda úrgangi sem sveitarfélagið fær úrvinnslugjald fyrir. Þannig verður áfram hægt að mæta á svæðið með fullan bíl af bylgjupappa, losa sig við hann og keyra í burtu, allt án þess að borga, svo dæmi sé tekið. Bragi vonar að gjaldið muni ekki verða til þess að fólk hætti að mæta á gámasvæðið til að flokka rusl og bendir á að umræðan um umhverfismál og mikilvægi þeirra sé háværari en nokkru sinni fyrr. Bragi Bjarnason er formaður bæjarráðs Árborgar og formaður umhverfisnefndar bæjarins.Vísir „En það er kannski með þessar reglur eins og annað að þú þarft auðvitað að bregðast við. Við erum að læra helling á þessu ári, hvernig best er að útfæra þetta og vinna þetta.“ Að undanförnu hafa komið upp tvö flokkunartengd mál sem hafa farið hátt í umræðunni. Annars vegar myndband af sorphirðumanni tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl og hins vegar fréttir af því að mjólkurfernur sem flokkaðar eru hér á landi séu brenndar erlendis, en ekki endurunnar. Bragi segist skilja gremju fólks yfir flokkunarmálum. „Við erum lítið land og vel upplýst, þannig að þegar eitthvað svona gerist á einum stað þá hefur það eðlilega áhrif á fleiri fleiri stöðum.“ Fréttin var uppfærð klukkan 14:14. Árborg Umhverfismál Neytendur Tengdar fréttir Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23 „Ódauðlegt myndband“ vegna þess að kerfið var ekki tilbúið Myndband sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl hefur vakið nokkra furðu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir flokkunarkerfið ekki að fullu komið af stað. 2. júní 2023 10:27 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Gjaldið verður tekið af öllum sem koma á gámasvæði Áborgar að Víkurheiði á Selfossi frá og með 1. júlí. Sjö hundruð krónur fyrir hverja komu, og mögulega hærra gjald, eftir því hverju er verið að henda. Formaður bæjarráðst Árborgar segir breytingar með nýjum lögum hafa knúð sveitarfélögin til að bregðast við. „Sem hluti af því að halda þessu svokallaða sorphirðugjaldi, sem hver og einn íbúi er rukkaður um í gegnum fasteignagjöldin, lágu, þá verður fyrsta skrefið að borga þegar hent er,“ segir Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs og formaður umhverfisnefndar. Þó verður ekki rukkað neitt komugjald þegar verið er að henda úrgangi sem sveitarfélagið fær úrvinnslugjald fyrir. Þannig verður áfram hægt að mæta á svæðið með fullan bíl af bylgjupappa, losa sig við hann og keyra í burtu, allt án þess að borga, svo dæmi sé tekið. Bragi vonar að gjaldið muni ekki verða til þess að fólk hætti að mæta á gámasvæðið til að flokka rusl og bendir á að umræðan um umhverfismál og mikilvægi þeirra sé háværari en nokkru sinni fyrr. Bragi Bjarnason er formaður bæjarráðs Árborgar og formaður umhverfisnefndar bæjarins.Vísir „En það er kannski með þessar reglur eins og annað að þú þarft auðvitað að bregðast við. Við erum að læra helling á þessu ári, hvernig best er að útfæra þetta og vinna þetta.“ Að undanförnu hafa komið upp tvö flokkunartengd mál sem hafa farið hátt í umræðunni. Annars vegar myndband af sorphirðumanni tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl og hins vegar fréttir af því að mjólkurfernur sem flokkaðar eru hér á landi séu brenndar erlendis, en ekki endurunnar. Bragi segist skilja gremju fólks yfir flokkunarmálum. „Við erum lítið land og vel upplýst, þannig að þegar eitthvað svona gerist á einum stað þá hefur það eðlilega áhrif á fleiri fleiri stöðum.“ Fréttin var uppfærð klukkan 14:14.
Árborg Umhverfismál Neytendur Tengdar fréttir Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23 „Ódauðlegt myndband“ vegna þess að kerfið var ekki tilbúið Myndband sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl hefur vakið nokkra furðu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir flokkunarkerfið ekki að fullu komið af stað. 2. júní 2023 10:27 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23
„Ódauðlegt myndband“ vegna þess að kerfið var ekki tilbúið Myndband sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl hefur vakið nokkra furðu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir flokkunarkerfið ekki að fullu komið af stað. 2. júní 2023 10:27