Engar sérstakar undanþágur fyrir hjón við úthlutun hjúkrunarrýma Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júní 2023 06:56 Engar reglur virðast vera í gildi til að tryggja að hjón fái að dvelja saman á hjúkrunarheimili. Getty Engar sérstakar reglur eða undantekningar eru í gildi fyrir hjón við úthlutun hjúkrunarrýma, þar sem báðir einstaklingar hafa fengið færni- og heilsumat og bíða flutnings. Þá liggja ekki fyrir upplýsingar um hversu mörg hjón dvelja á hjúkrunarheimilum en búa ekki saman né hversu mörg hjón búa saman á hjúkrunarheimili. Þetta kemur fram í svörum heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, um hjón á hjúkrunarheimilium. Þorbjörg spurði meðal annars að því hversu mörg hjón bjuggu ekki saman árin 2018 til 2022 þrátt fyrir að dveljast bæði á hjúkrunarheimili á grundvelli færni- og heilsumats en þessar upplýsingar liggja ekki fyrir, samkvæmt svörum ráðherra. Samkvæmt færni- og heilsumatsskrá eru 478 einstaklingar á biðlista eftir hjúkrunarrými en samkvæmt upplýsingum frá Landspítala voru 66 einstaklingar inniliggjandi á spítalanum með gilt færni- og heilsumat þann 15. maí síðastliðinn. Af þeim voru 15 á skilgreindri biðdeild en 51 á öðrum deildum spítalans. Þorgerður spurði einnig hvernig hjónum væri gert kleift að búa saman á hjúkrunarheimili þegar annað eða bæði hefðu fengið færni- og heilsumat. „Í reglugerð um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma, nr. 466/2012, með síðari breytingum, kemur fram í 10. gr. að færni- og heilsumatsnefndir séu ábyrgar fyrir mati á dvalarþörf íbúa í því heilbrigðisumdæmi sem þær starfa. Í 5. gr. segir m.a. að verkefni nefndanna sé að leggja faglegt mat á þörf aldraðs fólks fyrir dvalarrými og hjúkrunarrými. Færni- og heilsumat er því forsenda flutnings í dvalar- og hjúkrunarrými. Rýmum er úthlutað í samræmi við mat nefndanna og óskir viðkomandi einstaklings um hjúkrunarheimili. Engar sérstakar reglur eða undantekningar eru í gildi fyrir hjón aðrar en þær að reynt er að mæta óskum einstaklinga að því marki sem hægt er,“ segir í svörum ráðherra. Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Félagsmál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Sjá meira
Þá liggja ekki fyrir upplýsingar um hversu mörg hjón dvelja á hjúkrunarheimilum en búa ekki saman né hversu mörg hjón búa saman á hjúkrunarheimili. Þetta kemur fram í svörum heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, um hjón á hjúkrunarheimilium. Þorbjörg spurði meðal annars að því hversu mörg hjón bjuggu ekki saman árin 2018 til 2022 þrátt fyrir að dveljast bæði á hjúkrunarheimili á grundvelli færni- og heilsumats en þessar upplýsingar liggja ekki fyrir, samkvæmt svörum ráðherra. Samkvæmt færni- og heilsumatsskrá eru 478 einstaklingar á biðlista eftir hjúkrunarrými en samkvæmt upplýsingum frá Landspítala voru 66 einstaklingar inniliggjandi á spítalanum með gilt færni- og heilsumat þann 15. maí síðastliðinn. Af þeim voru 15 á skilgreindri biðdeild en 51 á öðrum deildum spítalans. Þorgerður spurði einnig hvernig hjónum væri gert kleift að búa saman á hjúkrunarheimili þegar annað eða bæði hefðu fengið færni- og heilsumat. „Í reglugerð um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma, nr. 466/2012, með síðari breytingum, kemur fram í 10. gr. að færni- og heilsumatsnefndir séu ábyrgar fyrir mati á dvalarþörf íbúa í því heilbrigðisumdæmi sem þær starfa. Í 5. gr. segir m.a. að verkefni nefndanna sé að leggja faglegt mat á þörf aldraðs fólks fyrir dvalarrými og hjúkrunarrými. Færni- og heilsumat er því forsenda flutnings í dvalar- og hjúkrunarrými. Rýmum er úthlutað í samræmi við mat nefndanna og óskir viðkomandi einstaklings um hjúkrunarheimili. Engar sérstakar reglur eða undantekningar eru í gildi fyrir hjón aðrar en þær að reynt er að mæta óskum einstaklinga að því marki sem hægt er,“ segir í svörum ráðherra.
Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Félagsmál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Sjá meira