Er búsetufrelsisfólk annars flokks? Guðrún Njálsdóttir skrifar 4. júní 2023 12:00 Búsetufrelsi er jákvætt hugtak. Að breyta um lífsstíl getur reynst mörgum erfitt en flestum gæfa. Sú ákvörðun okkar hjóna að breyta til við starfslok, láta drauminn rætast og flytja í frístundahúsið okkar var mikið gæfuspor. Við gerðum það þrátt fyrir að vita að við gætum aðeins skráð aðsetur okkar hjá Þjóðskrá undir formerkinu „ótilgreint“, gerðum við það með glöðu geði. Það fullkomlega löglegt að skrá sig á þennan hátt og væntanlega er fólk skráð „ótilgreint“ í flestum sveitarfélögum landsins. Fljótlega kom þó í ljós að skilningur margra á þessari skráningu er annar en við héldum. Víða ber á þekkingarleysi og tortryggni í okkar garð t.d. hjá stofnunum, fyrirtækjum og meðal almennings. Það væri hægt að nefna mörg sérkennileg dæmi um skerta þjónustu og svör sem við höfum upplifað, dæmi sem þarf að kynna, skrifa um og berjast fyrir nauðsynlegum og sanngjörnum breytingum. Við töldum að með samvinnu við sveitarstjórn væri hægt að bæta úr mörgum þeim atriðum sem gerir fólki í sömu stöðu erfitt fyrir. Við stofnuðum því samtök hér í Grímsnesi og Grafningshreppi sem við köllum Búsetufrelsi. Samtökin hafa það markmið að berjast fyrir fjölbreyttum hagsmunamálum hópsins. Það er stór hópur hér í sveitinni sem býr á þennan hátt og hefur gert í áraraðir. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar fengum við frambjóðendur beggja lista á fund með okkur og óskuðum eftir samráði. Báðir listar lýstu þá yfir vilja til samráðs, en eftir kosningar hafnaði þó núverandi meirihluti allri samvinnu á grundvelli ólögmætis þessara íbúa. Hvenær varð það ólöglegt að tala saman enda ekkert ólöglegt við skráningu okkar hjá Þjóðskrá? Nýlega ritaði oddviti sveitarstjórnar í Grímsnesi- og Grafningshreppi grein og lýsti vandvæðum sem hlytust af þessum hópi „ótilgreint“ því allar upplýsingar vantaði um okkur. Búsetufrelsi brást snarlega við og buðum fram þessar upplýsingar, fullkomna skráningu og yfirlit yfir alla íbúa í hreppnum sem eru skráðir ótilgreindir. Sveitarstjórn hafnaði þó upplýsingunum sem er sérkennilegt í ljósi orða oddvitans í fyrrgreindri blaðagrein. Því er staðan þannig að sveitarstjórn hefur ekki mikilvægar upplýsingar um raunverulegt aðsetur okkar, nauðsynlegar upplýsingar sem varða öryggi íbúa t.d. ef upp kemur náttúruvá. Að hafna samtali er líka einkennilegt því einhverjar skyldur hefur sveitarstjórn gagnvart kjósendum sínum og íbúum sveitarfélagsins. Við erum jú íbúar þessa hrepps og greiðum hér okkar fasteignagjöld og útsvar. Stundum spyrjum við hjónin okkur hvort við séum orðin annars flokks fólk, þrátt fyrir að hafa alla tíð greitt skatta og skyldur til þjóðfélagsins. Í raun hafa sveitarstjórnir ýmis ráð ef vilji er fyrir hendi og lausnamiðuð hugsun með í för. Ráðamenn eru ekki í takt við raunveruleikann ef þeir halda að búsetufrelsi sé ekki komið til með að vera. Það er alveg útilokað að snúa þessari þróun við, allra síst á okkar tímum þegar æ fleiri vilja búa í nánum tengslum við náttúruna, fjarvinna færist í aukana og vinna án staðsetningar dagurinn í dag. Höfundur er búsetufrelsiskona og íbúi í Grímsnesi- og Grafningshreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Búsetufrelsi er jákvætt hugtak. Að breyta um lífsstíl getur reynst mörgum erfitt en flestum gæfa. Sú ákvörðun okkar hjóna að breyta til við starfslok, láta drauminn rætast og flytja í frístundahúsið okkar var mikið gæfuspor. Við gerðum það þrátt fyrir að vita að við gætum aðeins skráð aðsetur okkar hjá Þjóðskrá undir formerkinu „ótilgreint“, gerðum við það með glöðu geði. Það fullkomlega löglegt að skrá sig á þennan hátt og væntanlega er fólk skráð „ótilgreint“ í flestum sveitarfélögum landsins. Fljótlega kom þó í ljós að skilningur margra á þessari skráningu er annar en við héldum. Víða ber á þekkingarleysi og tortryggni í okkar garð t.d. hjá stofnunum, fyrirtækjum og meðal almennings. Það væri hægt að nefna mörg sérkennileg dæmi um skerta þjónustu og svör sem við höfum upplifað, dæmi sem þarf að kynna, skrifa um og berjast fyrir nauðsynlegum og sanngjörnum breytingum. Við töldum að með samvinnu við sveitarstjórn væri hægt að bæta úr mörgum þeim atriðum sem gerir fólki í sömu stöðu erfitt fyrir. Við stofnuðum því samtök hér í Grímsnesi og Grafningshreppi sem við köllum Búsetufrelsi. Samtökin hafa það markmið að berjast fyrir fjölbreyttum hagsmunamálum hópsins. Það er stór hópur hér í sveitinni sem býr á þennan hátt og hefur gert í áraraðir. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar fengum við frambjóðendur beggja lista á fund með okkur og óskuðum eftir samráði. Báðir listar lýstu þá yfir vilja til samráðs, en eftir kosningar hafnaði þó núverandi meirihluti allri samvinnu á grundvelli ólögmætis þessara íbúa. Hvenær varð það ólöglegt að tala saman enda ekkert ólöglegt við skráningu okkar hjá Þjóðskrá? Nýlega ritaði oddviti sveitarstjórnar í Grímsnesi- og Grafningshreppi grein og lýsti vandvæðum sem hlytust af þessum hópi „ótilgreint“ því allar upplýsingar vantaði um okkur. Búsetufrelsi brást snarlega við og buðum fram þessar upplýsingar, fullkomna skráningu og yfirlit yfir alla íbúa í hreppnum sem eru skráðir ótilgreindir. Sveitarstjórn hafnaði þó upplýsingunum sem er sérkennilegt í ljósi orða oddvitans í fyrrgreindri blaðagrein. Því er staðan þannig að sveitarstjórn hefur ekki mikilvægar upplýsingar um raunverulegt aðsetur okkar, nauðsynlegar upplýsingar sem varða öryggi íbúa t.d. ef upp kemur náttúruvá. Að hafna samtali er líka einkennilegt því einhverjar skyldur hefur sveitarstjórn gagnvart kjósendum sínum og íbúum sveitarfélagsins. Við erum jú íbúar þessa hrepps og greiðum hér okkar fasteignagjöld og útsvar. Stundum spyrjum við hjónin okkur hvort við séum orðin annars flokks fólk, þrátt fyrir að hafa alla tíð greitt skatta og skyldur til þjóðfélagsins. Í raun hafa sveitarstjórnir ýmis ráð ef vilji er fyrir hendi og lausnamiðuð hugsun með í för. Ráðamenn eru ekki í takt við raunveruleikann ef þeir halda að búsetufrelsi sé ekki komið til með að vera. Það er alveg útilokað að snúa þessari þróun við, allra síst á okkar tímum þegar æ fleiri vilja búa í nánum tengslum við náttúruna, fjarvinna færist í aukana og vinna án staðsetningar dagurinn í dag. Höfundur er búsetufrelsiskona og íbúi í Grímsnesi- og Grafningshreppi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun