Innlent

Gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Selfossi framlengt

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Maðurinn hafði áður verið leiddur fyrir dómara hjá Héraðsdómi Suðurlands 19. maí.
Maðurinn hafði áður verið leiddur fyrir dómara hjá Héraðsdómi Suðurlands 19. maí. Vísir

Í dag féllst dómari við Héraðsdóm Suðurlands á kröfu Lögreglustjórans á Suðurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni, vegna rannsóknar á andláti ungrar konu á Selfossi frá því í apríl síðastliðnum. Gæsluvarðhald var framlengt til sextánda júní næstkomandi.

Þetta kemur fram á vef lögreglunnar á Suðurlandi. Þar segir jafnframt að rannsókn beinist að hugsanlegu manndrápi. Henni miði vel og muni halda áfram af fullum þunga.

Tveir karlmenn sem eru samkvæmt heimildum fréttastofu hálfbræður voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á málinu. Öðrum var sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir viku en hinn er enn á bak við lás og slá.

Þann 22. maí var sá úrskurðaður í gæsluvarðhald í fangelsinu á Hólmsheiði. Vikurnar tvær á undan hafði hann fengið að umgangast aðra fanga á meðan hann sætir gæsluvarðhaldi, en var þá færður í einangrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×