Skapar samfélag mæðra eftir fæðingu: „Þetta snýst um móðurina ekki barnið“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. júní 2023 13:54 Elín Ásbjarnardóttir Strandberg, heimspekinemi og jógakennari, vann viðtalsrannsókn við tuttugu mæður um upplifun þeirra af sjálfinu á sængurlegutímabilinu. Rannsóknin hefur reynst hafa mikið notagildi í raunheimum og leitt til sköpunar á samfélagi mæðra eftir barnsburð. Vísir/Vilhelm Elín Ásbjarnardóttir Strandberg gerði heimspekilega viðtalsrannsókn á mæðrum eftir fæðingu barns. Flestar mæðranna upplifðu ekki bleika skýið þegar þær fengu barnið í hendurnar og nánast öllum fannst sjálf þeirra hafa stækkað. Í samvinnu við ljósmæður hefur hún þróað samfélag fyrir mæður eftir fæðingu. Elín, sem er jógakennari og heimspekinemi við Háskóla Íslands, fékk styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að vinna að rannsókninni „Hulin þekking kvenna í kjölfar barnsburðar“ um mótun sjálfsins hjá konum á sængurlegutímabili. Auk ítarlegrar skýrslu voru afurðir rannsóknarinnar tvær. Vettvangur í námskeiðsformi fyrir mæður þar sem þær geta opnað sig, rætt saman og lært hvor af annarri og Instagram-aðgangurinn „Viskubrunnur foreldra“ þar sem birtast ýmsir molar úr viðtölunum. Vísir ræddi við Elínu um rannsóknina og líf mæðra eftir fæðingu barns. Ekkert fjallað um sjálf mæðra á sængurlegu Aðdragandann að rannsókn Elínar má rekja til ritgerðarskrifa hennar um stækkun sjálfsins í gegnum barneignarferlið og uppgötvun á því að ekkert hafði verið skrifað um sjálf kvenna á sængurlegutímabili. „Ég var að skrifa BA-ritgerð í heimspeki sem fjallaði um stækkun sjálfsins í gegnum barneignarferlið hjá þeim einstaklingi sem gengur með barnið. Ég og leiðbeinandi minn vorum báðar að leita að heimildum um „post-partum“ tímabilið, sængurlegutímabilið, heimspekilegum rannsóknum um sjálfið,“ segir Elín. „En við gripum bara í tómt og fundum ekkert. Þannig okkur datt í hug að þetta væri eitthvað sem þyrfti að rannsaka,“ segir hún um tilkomu rannsóknarinnar. Elín er á leið í meistaranám í heimspeki og hefur áhuga á að vinna þar miklu stærri rannsókn á upplifunum kvenna á sængurlegu. Sömuleiðis er hún áhugasöm um að rannsaka upplifun þess sem ber ekki barnið á þessu sama tímabili.Vísir/Vilhelm Í kjölfarið sótti Elín um styrk hjá Rannís til að rannsaka sjálf mæðra á sængurlegutímabilinu og fékk hann. Rannsóknin sem fólst í löngum viðtölum var í grunninn heimspekileg. Nýsköpunargildið hafi hins vegar verið mikið og sá hún að það væru mikil not fyrir niðurstöðurnar í raunheimum. „Ég tók eigindleg viðtöl, það sem kallast örfyrirbærafræðileg (e. microphenomenological) djúpviðtöl,“ segir hún um flókna aðferðafræðina. Örfyrirbærafræði er hugtak sem Elín segir að sé í mikilli mótun í heimspeki núna. „Þú rifjar upp móment í lífi þínu og staðsetur þig þar. Þetta er ekki sálfræðilegt eða til vinna úr því heldur meira til að kanna hvernig upplifunin var á akkúrat því augnabliki,“ segir hún um viðtölin sem voru yfirleitt á bilinu einn til tveir klukkutímar. Það var því gríðarlegt magn upplýsinga sem fékkst úr viðtölunum. „Ég gekk út frá þessu varðandi meðgöngu, fæðingu og sængurlegu hjá þeim sem ég tók viðtöl við en af því þetta var nýsköpunarverkefni langaði mig að geta nýtt þekkinguna,“ segir hún. Sköpuðu samfélag mæðra eftir fæðingu Hún hafi því haft samband við Emmu Marie Swift, ljósmóður hjá Fæðingarheimili Reykjavíkur, til að vinna áfram með niðurstöðurnar. Saman nýttu þær upplýsingarnar til að búa til samfélag mæðra eftir fæðingu, eins konar blöndu af námskeiði og umræðuvettvangi. Sjá einnig: Vilja valdefla konur á nýju Fæðingarheimili Reykjavíkur „Ég komst að því að það vantar eitthvað sem grípur mæðurnar, eftir fæðingu. Það er rosamikil áhersla á mæður í mæðravernd fram að fæðingu og mikill undirbúningur fyrir fæðinguna. Svo er hægt að fara á námskeið um fyrstu dagana eftir fæðingu,“ segir Elín. „En svo ertu í lausu lofti. Það vantar eitthvað utanumhald, eitthvað kerfi, áframhaldandi mæðravernd eða hópmæðravernd eftir fæðingu.“ Ljósmæðurnar Embla Ýr Guðmundsdóttir og Emma Marie Swift eru eigendur Fæðingarheimilis Reykjavíkur sem er staðsett í nýja Hlíðarendahverfinu. Emma hefur unnið að námskeiðinu með Elínu. Stöð 2 „Við erum þess vegna að setja saman hópa hjá Fæðingarheimilinu. Við erum að reyna að finna út hvað þetta heitir, þetta er auðvitað námskeið og það eru sérfræðingar að deila þekkingu. En þetta er ekki svona eiginlegt námskeið þar sem þú sest niður og hlustar á fyrirlestra,“ segir Elín um námskeiðið. „Það er verið að mynda þetta samfélag, það eru allir á jafningjagrundvelli, þú færð upplýsingar frá sérfræðingunum en líka hinum mæðrunum,“ segir Elín um þetta samfélag mæðra sem er að verða til á Fæðingarheimili Reykjavíkur. „Þetta snýst um móðurina en ekki barnið,“ bætir hún við. Viðtölin viskubrunnur fyrir foreldra Vegna lengdar viðtalanna segir Elín að hún hafi safnað svo mikið af góðu efni sem henni fannst þurfa að fara fyrir almenning. Til varð „Viskubrunnur foreldra“, vettvangur á Instagram með fróðlegum vísunum úr viðtölunum. „Ég opnaði á Instagram það sem heitir Viskubrunnur foreldra þar sem ég er að deila niðurstöðum og glefsum úr viðtölunum,“ segir Elín um aðra afurð rannsóknarinnar. „Það var svo ofsalega margt sem kom fram í viðtölunum. Svo mikið af gullkornum og þekkingu sem þær sem ég ræddi við búa yfir. Mig langaði að geta deilt því áfram án þess að það væri í skýrslu og svo það væri aðgengilegt,“ segir Elín um Instagram-síðuna sem hún segir vettvang fyrir fólk í sömu stöðu til að spegla sig. Skjáskot af færslu á „Viskubrunni foreldra“.Instagram Flestar fóru ekki samstundis á bleika skýið Eitt það forvitnilegasta við niðurstöður rannsóknarinnar var að níutíu prósent kvennanna sem Elín ræddi við höfðu ekki farið á bleika skýið samstundis og þær fengu börnin sín í hendurnar. En hverjar voru niðurstöður þessarar rannsóknar fyrir utan þessar tvær afurðir sem urðu til? „Þetta eru bara tuttugu konur sem ég ræddi við og vonandi fæ ég tækifæri til að taka miklu stærri rannsókn einhvern tímann. Átján af þessum tuttugu konum sögðust ekki hafa farið á þetta instant bleika ský,“ segir hún um upplifun kvenna af því að fá börn sín í hendurnar. „Orðræðan er mikið þannig að þú færð barnið þitt í hendurnar um leið og það kemur út hvernig sem það gerist og ert yfir þig ástfangin. Reynsla þessara átján var ekki sú, en það er ekki þar með sagt að það hafi komið seinna en það kom allavega ekki samstundis.“ Elín sem er sjálf móðir segir að samfélagið verði að gefa konum meira pláss til að endurmóta sig. Það sé ekki hægt að líta á þær sem óbreyttar eftir fæðingu.Vísir/Vilhelm „Margar upplifðu skömm út frá því og fannst þetta erfitt að viðurkenna. Sumar höfðu glímt við ófrjósemi og aðrar búnar að bíða og bíða og bíða eftir þessu barni sem þú ert loksins komin í hendurnar. Svo upplifirðu kannski bara að þú ert hissa eða þreytt, þig langar bara að hvíla þig. Það kemur einhver allt önnur tilfinning heldur en var búið að segja þér að kæmi,“ segir hún um upplifun kvennanna. „En það voru líka tvær sem fengu barnið í hendurnar og upplifðu að himnarnir opnuðust. En það er kannski ekki algengast,“ segir Elín. Brot úr „Viskubrunni foreldra“ frá móður sem upplifði sig ekki sem manneskju fyrr en hún fór aftur á blæðingar.Instagram Lengi að verða aftur að einstaklingum eftir stækkun sjálfsins Þá segir Elín að nær allar konurnar hafi fundið fyrir sjálfi sínu stækka þegar barnið kom í heiminn. Það hafi tekið þær langan tíma að verða aftur að einstaklingum. „Önnur niðurstaða og sú helsta, af því þetta er heimspekileg rannsókn, er að allar nema ein lýstu því að sjálfið þeirra, tengingin við þetta ég sem við búum yfir, væri breytt. Þær hefðu einhvern veginn stækkað.“ Hún segir konurnar allar hafa lýst þessum upplifunum sínum á mjög myndrænan hátt. „Sumar lýstu því sem uppfærslu eins og það væri tölvubúnaður, það væri búið að skipta um hugbúnað en tölvan væri sú sama. Þær upplifðu sig stærri, eins og skilin milli móður og barns hefðu horfið, barnið varð innan þeirra sjálfs,“ segir hún um stækkun sjálfsins. „Áhugavert líka að þær töluðu um að það tæki eitt til tvö ár að upplifa sig aftur sem einstakling algjörlega eftir fæðingu barnsins,“ segir hún um mæðurnar sem áttu börn á ýmsum aldri, allt frá nýfæddum upp í uppkomin börn og allt þar á milli. Konur týni sér ekki þó þær fari í smá bið Elín segist ekki vera sammála því að konur týni sér eftir barneign. Vissulega taki móðurhlutverkið gjarnan yfir en það þurfi líka að leyfa konum að endurmóta formið eftir að þær verða mæður. Maður hefur líka oft heyrt að konur upplifi það þannig að móðurhlutverkið taki yfir. Þær verði ekkert nema móðir. „Og það er kannski allt í lagi. En það fylgir því ákveðin samfélagsleg pressa að vera tilkippileg í að fara út og vera þú sjálf. Samfélagið ætlast til þess að þú sért sú sama og fyrir barnsburð en raunin er sú að þú ert gjörbreytt og passar kannski ekki lengur í sama form,“ segir Elín sem segir samfélagið skorta sveigjanleika þegar kemur að mæðrum. Kannski þurfa konur ekkert að verða eins og þær voru fyrir barneignir. Svo segir þessi móðir allavega.Instagram „Það er algengt að það sé talað um að konur týni sér eftir barneign. Ég er ekki alveg sammála því, eftir þessa rannsókn, að við séum týndar. Ég hugsa að það sé meira, eins og ein lýsti því, að við erum settar á hold, eins og þegar þú hringir eitthvert og þarft bara að bíða.“ „Þú ert alveg þarna en þú ferð í bakgrunninn. Þó að áherslurnar breytist og það sé ekki jafn einfalt að sinna áhugamálum, félagslífi og vinnu. Þá er það kannski allt í lagi. Það þarf kannski að opna umræðuna um að það er allt í lagi að vera alls konar og upplifa alls konar,“ segir Elín. Börn og uppeldi Háskólar Fæðingarorlof Tengdar fréttir Íslenskar konur sem kjósa barnleysi: „Það var mjög frelsandi að átta sig á því að þetta væri val“ „Ég vel þetta í stóra samhenginu af umhverfisástæðum, en í smærra samhenginu vegna þess að mér finnst þetta bara ekki vera spennandi verkefni,“ segir Ása Hlín Benediktsdóttir, 39 ára bókmenntafræðingur. 4. júní 2023 10:00 Vilja valdefla konur á nýju Fæðingarheimili Reykjavíkur Nýtt fæðingarheimili hefur verið opnað í Reykjavík og ber nafn Fæðingarheimilis Reykjavíkur sem starfrækt var á síðustu öld. Eigendurnir vilja halda í ræturnar og brydda upp á nýjungum, þremur áratugum eftir að upprunalega Fæðingarheimili Reykjavíkur hætti starfsemi. 29. september 2022 22:30 Sögulega lág fæðingartíðni geti haft efnahagslegar afleiðingar Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Prófessor í hagfræði segir að ef fram heldur sem horfir geti efnahagslegar afleiðingar orðið talsverðar. 9. maí 2023 19:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Elín, sem er jógakennari og heimspekinemi við Háskóla Íslands, fékk styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að vinna að rannsókninni „Hulin þekking kvenna í kjölfar barnsburðar“ um mótun sjálfsins hjá konum á sængurlegutímabili. Auk ítarlegrar skýrslu voru afurðir rannsóknarinnar tvær. Vettvangur í námskeiðsformi fyrir mæður þar sem þær geta opnað sig, rætt saman og lært hvor af annarri og Instagram-aðgangurinn „Viskubrunnur foreldra“ þar sem birtast ýmsir molar úr viðtölunum. Vísir ræddi við Elínu um rannsóknina og líf mæðra eftir fæðingu barns. Ekkert fjallað um sjálf mæðra á sængurlegu Aðdragandann að rannsókn Elínar má rekja til ritgerðarskrifa hennar um stækkun sjálfsins í gegnum barneignarferlið og uppgötvun á því að ekkert hafði verið skrifað um sjálf kvenna á sængurlegutímabili. „Ég var að skrifa BA-ritgerð í heimspeki sem fjallaði um stækkun sjálfsins í gegnum barneignarferlið hjá þeim einstaklingi sem gengur með barnið. Ég og leiðbeinandi minn vorum báðar að leita að heimildum um „post-partum“ tímabilið, sængurlegutímabilið, heimspekilegum rannsóknum um sjálfið,“ segir Elín. „En við gripum bara í tómt og fundum ekkert. Þannig okkur datt í hug að þetta væri eitthvað sem þyrfti að rannsaka,“ segir hún um tilkomu rannsóknarinnar. Elín er á leið í meistaranám í heimspeki og hefur áhuga á að vinna þar miklu stærri rannsókn á upplifunum kvenna á sængurlegu. Sömuleiðis er hún áhugasöm um að rannsaka upplifun þess sem ber ekki barnið á þessu sama tímabili.Vísir/Vilhelm Í kjölfarið sótti Elín um styrk hjá Rannís til að rannsaka sjálf mæðra á sængurlegutímabilinu og fékk hann. Rannsóknin sem fólst í löngum viðtölum var í grunninn heimspekileg. Nýsköpunargildið hafi hins vegar verið mikið og sá hún að það væru mikil not fyrir niðurstöðurnar í raunheimum. „Ég tók eigindleg viðtöl, það sem kallast örfyrirbærafræðileg (e. microphenomenological) djúpviðtöl,“ segir hún um flókna aðferðafræðina. Örfyrirbærafræði er hugtak sem Elín segir að sé í mikilli mótun í heimspeki núna. „Þú rifjar upp móment í lífi þínu og staðsetur þig þar. Þetta er ekki sálfræðilegt eða til vinna úr því heldur meira til að kanna hvernig upplifunin var á akkúrat því augnabliki,“ segir hún um viðtölin sem voru yfirleitt á bilinu einn til tveir klukkutímar. Það var því gríðarlegt magn upplýsinga sem fékkst úr viðtölunum. „Ég gekk út frá þessu varðandi meðgöngu, fæðingu og sængurlegu hjá þeim sem ég tók viðtöl við en af því þetta var nýsköpunarverkefni langaði mig að geta nýtt þekkinguna,“ segir hún. Sköpuðu samfélag mæðra eftir fæðingu Hún hafi því haft samband við Emmu Marie Swift, ljósmóður hjá Fæðingarheimili Reykjavíkur, til að vinna áfram með niðurstöðurnar. Saman nýttu þær upplýsingarnar til að búa til samfélag mæðra eftir fæðingu, eins konar blöndu af námskeiði og umræðuvettvangi. Sjá einnig: Vilja valdefla konur á nýju Fæðingarheimili Reykjavíkur „Ég komst að því að það vantar eitthvað sem grípur mæðurnar, eftir fæðingu. Það er rosamikil áhersla á mæður í mæðravernd fram að fæðingu og mikill undirbúningur fyrir fæðinguna. Svo er hægt að fara á námskeið um fyrstu dagana eftir fæðingu,“ segir Elín. „En svo ertu í lausu lofti. Það vantar eitthvað utanumhald, eitthvað kerfi, áframhaldandi mæðravernd eða hópmæðravernd eftir fæðingu.“ Ljósmæðurnar Embla Ýr Guðmundsdóttir og Emma Marie Swift eru eigendur Fæðingarheimilis Reykjavíkur sem er staðsett í nýja Hlíðarendahverfinu. Emma hefur unnið að námskeiðinu með Elínu. Stöð 2 „Við erum þess vegna að setja saman hópa hjá Fæðingarheimilinu. Við erum að reyna að finna út hvað þetta heitir, þetta er auðvitað námskeið og það eru sérfræðingar að deila þekkingu. En þetta er ekki svona eiginlegt námskeið þar sem þú sest niður og hlustar á fyrirlestra,“ segir Elín um námskeiðið. „Það er verið að mynda þetta samfélag, það eru allir á jafningjagrundvelli, þú færð upplýsingar frá sérfræðingunum en líka hinum mæðrunum,“ segir Elín um þetta samfélag mæðra sem er að verða til á Fæðingarheimili Reykjavíkur. „Þetta snýst um móðurina en ekki barnið,“ bætir hún við. Viðtölin viskubrunnur fyrir foreldra Vegna lengdar viðtalanna segir Elín að hún hafi safnað svo mikið af góðu efni sem henni fannst þurfa að fara fyrir almenning. Til varð „Viskubrunnur foreldra“, vettvangur á Instagram með fróðlegum vísunum úr viðtölunum. „Ég opnaði á Instagram það sem heitir Viskubrunnur foreldra þar sem ég er að deila niðurstöðum og glefsum úr viðtölunum,“ segir Elín um aðra afurð rannsóknarinnar. „Það var svo ofsalega margt sem kom fram í viðtölunum. Svo mikið af gullkornum og þekkingu sem þær sem ég ræddi við búa yfir. Mig langaði að geta deilt því áfram án þess að það væri í skýrslu og svo það væri aðgengilegt,“ segir Elín um Instagram-síðuna sem hún segir vettvang fyrir fólk í sömu stöðu til að spegla sig. Skjáskot af færslu á „Viskubrunni foreldra“.Instagram Flestar fóru ekki samstundis á bleika skýið Eitt það forvitnilegasta við niðurstöður rannsóknarinnar var að níutíu prósent kvennanna sem Elín ræddi við höfðu ekki farið á bleika skýið samstundis og þær fengu börnin sín í hendurnar. En hverjar voru niðurstöður þessarar rannsóknar fyrir utan þessar tvær afurðir sem urðu til? „Þetta eru bara tuttugu konur sem ég ræddi við og vonandi fæ ég tækifæri til að taka miklu stærri rannsókn einhvern tímann. Átján af þessum tuttugu konum sögðust ekki hafa farið á þetta instant bleika ský,“ segir hún um upplifun kvenna af því að fá börn sín í hendurnar. „Orðræðan er mikið þannig að þú færð barnið þitt í hendurnar um leið og það kemur út hvernig sem það gerist og ert yfir þig ástfangin. Reynsla þessara átján var ekki sú, en það er ekki þar með sagt að það hafi komið seinna en það kom allavega ekki samstundis.“ Elín sem er sjálf móðir segir að samfélagið verði að gefa konum meira pláss til að endurmóta sig. Það sé ekki hægt að líta á þær sem óbreyttar eftir fæðingu.Vísir/Vilhelm „Margar upplifðu skömm út frá því og fannst þetta erfitt að viðurkenna. Sumar höfðu glímt við ófrjósemi og aðrar búnar að bíða og bíða og bíða eftir þessu barni sem þú ert loksins komin í hendurnar. Svo upplifirðu kannski bara að þú ert hissa eða þreytt, þig langar bara að hvíla þig. Það kemur einhver allt önnur tilfinning heldur en var búið að segja þér að kæmi,“ segir hún um upplifun kvennanna. „En það voru líka tvær sem fengu barnið í hendurnar og upplifðu að himnarnir opnuðust. En það er kannski ekki algengast,“ segir Elín. Brot úr „Viskubrunni foreldra“ frá móður sem upplifði sig ekki sem manneskju fyrr en hún fór aftur á blæðingar.Instagram Lengi að verða aftur að einstaklingum eftir stækkun sjálfsins Þá segir Elín að nær allar konurnar hafi fundið fyrir sjálfi sínu stækka þegar barnið kom í heiminn. Það hafi tekið þær langan tíma að verða aftur að einstaklingum. „Önnur niðurstaða og sú helsta, af því þetta er heimspekileg rannsókn, er að allar nema ein lýstu því að sjálfið þeirra, tengingin við þetta ég sem við búum yfir, væri breytt. Þær hefðu einhvern veginn stækkað.“ Hún segir konurnar allar hafa lýst þessum upplifunum sínum á mjög myndrænan hátt. „Sumar lýstu því sem uppfærslu eins og það væri tölvubúnaður, það væri búið að skipta um hugbúnað en tölvan væri sú sama. Þær upplifðu sig stærri, eins og skilin milli móður og barns hefðu horfið, barnið varð innan þeirra sjálfs,“ segir hún um stækkun sjálfsins. „Áhugavert líka að þær töluðu um að það tæki eitt til tvö ár að upplifa sig aftur sem einstakling algjörlega eftir fæðingu barnsins,“ segir hún um mæðurnar sem áttu börn á ýmsum aldri, allt frá nýfæddum upp í uppkomin börn og allt þar á milli. Konur týni sér ekki þó þær fari í smá bið Elín segist ekki vera sammála því að konur týni sér eftir barneign. Vissulega taki móðurhlutverkið gjarnan yfir en það þurfi líka að leyfa konum að endurmóta formið eftir að þær verða mæður. Maður hefur líka oft heyrt að konur upplifi það þannig að móðurhlutverkið taki yfir. Þær verði ekkert nema móðir. „Og það er kannski allt í lagi. En það fylgir því ákveðin samfélagsleg pressa að vera tilkippileg í að fara út og vera þú sjálf. Samfélagið ætlast til þess að þú sért sú sama og fyrir barnsburð en raunin er sú að þú ert gjörbreytt og passar kannski ekki lengur í sama form,“ segir Elín sem segir samfélagið skorta sveigjanleika þegar kemur að mæðrum. Kannski þurfa konur ekkert að verða eins og þær voru fyrir barneignir. Svo segir þessi móðir allavega.Instagram „Það er algengt að það sé talað um að konur týni sér eftir barneign. Ég er ekki alveg sammála því, eftir þessa rannsókn, að við séum týndar. Ég hugsa að það sé meira, eins og ein lýsti því, að við erum settar á hold, eins og þegar þú hringir eitthvert og þarft bara að bíða.“ „Þú ert alveg þarna en þú ferð í bakgrunninn. Þó að áherslurnar breytist og það sé ekki jafn einfalt að sinna áhugamálum, félagslífi og vinnu. Þá er það kannski allt í lagi. Það þarf kannski að opna umræðuna um að það er allt í lagi að vera alls konar og upplifa alls konar,“ segir Elín.
Börn og uppeldi Háskólar Fæðingarorlof Tengdar fréttir Íslenskar konur sem kjósa barnleysi: „Það var mjög frelsandi að átta sig á því að þetta væri val“ „Ég vel þetta í stóra samhenginu af umhverfisástæðum, en í smærra samhenginu vegna þess að mér finnst þetta bara ekki vera spennandi verkefni,“ segir Ása Hlín Benediktsdóttir, 39 ára bókmenntafræðingur. 4. júní 2023 10:00 Vilja valdefla konur á nýju Fæðingarheimili Reykjavíkur Nýtt fæðingarheimili hefur verið opnað í Reykjavík og ber nafn Fæðingarheimilis Reykjavíkur sem starfrækt var á síðustu öld. Eigendurnir vilja halda í ræturnar og brydda upp á nýjungum, þremur áratugum eftir að upprunalega Fæðingarheimili Reykjavíkur hætti starfsemi. 29. september 2022 22:30 Sögulega lág fæðingartíðni geti haft efnahagslegar afleiðingar Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Prófessor í hagfræði segir að ef fram heldur sem horfir geti efnahagslegar afleiðingar orðið talsverðar. 9. maí 2023 19:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Íslenskar konur sem kjósa barnleysi: „Það var mjög frelsandi að átta sig á því að þetta væri val“ „Ég vel þetta í stóra samhenginu af umhverfisástæðum, en í smærra samhenginu vegna þess að mér finnst þetta bara ekki vera spennandi verkefni,“ segir Ása Hlín Benediktsdóttir, 39 ára bókmenntafræðingur. 4. júní 2023 10:00
Vilja valdefla konur á nýju Fæðingarheimili Reykjavíkur Nýtt fæðingarheimili hefur verið opnað í Reykjavík og ber nafn Fæðingarheimilis Reykjavíkur sem starfrækt var á síðustu öld. Eigendurnir vilja halda í ræturnar og brydda upp á nýjungum, þremur áratugum eftir að upprunalega Fæðingarheimili Reykjavíkur hætti starfsemi. 29. september 2022 22:30
Sögulega lág fæðingartíðni geti haft efnahagslegar afleiðingar Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Prófessor í hagfræði segir að ef fram heldur sem horfir geti efnahagslegar afleiðingar orðið talsverðar. 9. maí 2023 19:00