„Setur fleiri parsambönd úr skorðum en framhjáhald“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. maí 2023 21:51 Theodór Francis Birgisson félags- og fjölskylduráðgjafi Skjáskot/Stöð 2 „Streita í fjármálum setur fleiri parsambönd úr skorðum heldur en framhjáhald,“ segir Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi. Hann segist oftast hitta pör sem hafi áhyggjur af fjármálum. Lykilatriði sé samskipti. Verðbólga, stýrivaxtahækkanir, verkföll og húsnæðisvandi herja á landann þessi misserin. Í mörg horn er að líta þegar kreppir að og eru parsambönd þar ekki undanskilin. „Við heyrum mikið af þessum áhyggjum hjá þeim sem koma í viðtöl til okkar,“ segir Theodór sem var til viðtals um þessi mál á Reykjavík síðdegis. Hann segir að bæta þurfi samskipti para og foreldra, sem og samskipti foreldra og barna. „Þar koma snjalltæki og þessi dásamlega tækni inn, sem getur bitið okkur í rassinn á ýmsum stöðum.“ Theodór segir fjármál eitt af helstu sex atriðum sem helst komi parsamböndum í vandamál. „Streita í fjármálum setur fleiri parsambönd úr skorðum heldur en framhjáhald,“ segir Theódór. Önnur atriði séu samskipti, kynlíf, verkaskipting heima fyrir, samskipti við fjölskyldur og vinnustaðir. Ofan á fjármálaáhyggjur koma verkföll. Er þetta eitruð blanda? „Þetta er uppskrift að vandræðum. Því miður eru ótrúlega margir sem taka vitlausar ákvarðanir í þessu öngstræti, oft á tíðum er ákvörðunin sem er tekin eingöngu til þess fallin að auka á vandann. Til dæmis þegar við reynum að búa til ótrúlega flottar ferðir til að bæta upp tjónið,“ segir hann. Lykilatriði sé að átta sig á því hvað fólk vilji fá út úr því að vera fjölskylda. „Þar flaskar fólk ótrúlega oft.“ Theodór segist oftast hitta pör sem hafi áhyggjur af fjármálum. „Það eru óuppfylltar væntingar sem fólk er í vandræðum með. Væntingar verða óuppfylltar þegar annar aðilinn veit ekki ekki væntingar hins aðilans af því að það er ekki búið að tala um það,“ segir Theodór. Samskipti sé því lykilatriði. Ætti að vera skýr verkaskipting hjá pörum? „Já. Ég spyr oft hversu marga stjórnarfundi heldur fjölskyldan? Hversu oft sest fjölskyldan niður til að athuga hvað er að gerast í þessari viku, þessum mánuði? Hvaða framtíðarsýn höfum við? Ég hef á öllum mínum ferli komið með tvö slagorð. Annað er svona: Ef ég veit ekki hvert ég er að fara, þá er ólíklegt að ég komist þangað. Þetta á líka við um rekstur fjölskyldunnar. Ef ég veit ekki hvers er vænst af mér og ég veit ekki hvers ég vænti af maka mínum, þá náum við aldrei saman um það,“ segir Theodór. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum að ofan. Ástin og lífið Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Verðbólga, stýrivaxtahækkanir, verkföll og húsnæðisvandi herja á landann þessi misserin. Í mörg horn er að líta þegar kreppir að og eru parsambönd þar ekki undanskilin. „Við heyrum mikið af þessum áhyggjum hjá þeim sem koma í viðtöl til okkar,“ segir Theodór sem var til viðtals um þessi mál á Reykjavík síðdegis. Hann segir að bæta þurfi samskipti para og foreldra, sem og samskipti foreldra og barna. „Þar koma snjalltæki og þessi dásamlega tækni inn, sem getur bitið okkur í rassinn á ýmsum stöðum.“ Theodór segir fjármál eitt af helstu sex atriðum sem helst komi parsamböndum í vandamál. „Streita í fjármálum setur fleiri parsambönd úr skorðum heldur en framhjáhald,“ segir Theódór. Önnur atriði séu samskipti, kynlíf, verkaskipting heima fyrir, samskipti við fjölskyldur og vinnustaðir. Ofan á fjármálaáhyggjur koma verkföll. Er þetta eitruð blanda? „Þetta er uppskrift að vandræðum. Því miður eru ótrúlega margir sem taka vitlausar ákvarðanir í þessu öngstræti, oft á tíðum er ákvörðunin sem er tekin eingöngu til þess fallin að auka á vandann. Til dæmis þegar við reynum að búa til ótrúlega flottar ferðir til að bæta upp tjónið,“ segir hann. Lykilatriði sé að átta sig á því hvað fólk vilji fá út úr því að vera fjölskylda. „Þar flaskar fólk ótrúlega oft.“ Theodór segist oftast hitta pör sem hafi áhyggjur af fjármálum. „Það eru óuppfylltar væntingar sem fólk er í vandræðum með. Væntingar verða óuppfylltar þegar annar aðilinn veit ekki ekki væntingar hins aðilans af því að það er ekki búið að tala um það,“ segir Theodór. Samskipti sé því lykilatriði. Ætti að vera skýr verkaskipting hjá pörum? „Já. Ég spyr oft hversu marga stjórnarfundi heldur fjölskyldan? Hversu oft sest fjölskyldan niður til að athuga hvað er að gerast í þessari viku, þessum mánuði? Hvaða framtíðarsýn höfum við? Ég hef á öllum mínum ferli komið með tvö slagorð. Annað er svona: Ef ég veit ekki hvert ég er að fara, þá er ólíklegt að ég komist þangað. Þetta á líka við um rekstur fjölskyldunnar. Ef ég veit ekki hvers er vænst af mér og ég veit ekki hvers ég vænti af maka mínum, þá náum við aldrei saman um það,“ segir Theodór. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum að ofan.
Ástin og lífið Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira