Vaknaðu! - Við þurfum að fræða ekki hræða Marín Þórsdóttir skrifar 31. maí 2023 16:30 Það var stórkostlegt að verða vitni að því þegar Harpa fylltist upp í rjáfur á neyðartónleikum Ellenar Kristjánsdóttur í Hörpu síðastliðinn mánudag. Setið var í hverju einasta sæti og það var áþreifanlegt hve mikil manngæska ríkti í salnum. Fólk var saman komið til að vekja þjóðina og ráðmenn af værum svefni, á landinu ríkir ópíóíðafaraldur og fólk lætur lífið. Aðgerða er þörf! Í gegnum tíðina hafa ýmsar aðferðir verið reyndar þegar kemur að forvörnum í fíkniefnamálum. Á áttunda og níunda áratugnum var háð stríð gegn fíkniefnum og á tíunda áratugnum var gerð metnaðarfull tilraun til að gera Ísland vímuefnalaust árið 2000. Slíkar áætlanir hafa ekki skilað árangri. Fólk neytir enn vímugjafa, sumir löglega og aðrir ólöglega. Boð og bönn í þessum málaflokki koma ekki í veg fyrir að fólk neyti vímugjafa og því þarf að breyta um takt þegar kemur að forvörum. Á tónleikunum í Hörpu var kynnunum, þeim Gunna Hilmars og Siggu Eyþórs, tíðrætt um mikilvægi þess að fræða fólk um rétta meðferð vímuefna í stað þess að hræða fólk frá notkun þeirra. Þessi nýja nálgun snýst um að fræða en ekki hræða! Þetta eru falleg skaðaminnkandi skilaboð og aðferð sem hefur sýnt að hún skilar betri árangri en boð og bönn. Það er ljóst að íslenska þjóðin er sammála þeim Gunna og Siggu, því í húsfylli Eldborgarsals ríkti samkennd, mannúð og virðing. Það voru ófáir sem tóku upp símann og styrktu starf okkar, keyptu boli og lögðu inn á reikning Rauða krossins. Þannig er okkur hjá Rauða krossinum gert kleift að halda skaðaminnkandi starfinu okkar áfram. Tónleikarnir í Hörpu marka tímamót þar sem íslenska þjóðin vaknaði af værum blundi. Við hér í Rauða krossinum erum full þakklætis. Við erum þakklát Ellen Kristjánsdóttur fyrir að hendast af stað í verkefni sem flestum myndi fallast hendur gagnvart, þakklát öllum þeim fjölda listamanna sem tóku þátt án þess að hugsa sig tvisvar um (þvílík dagskrá!), þakklát RÚV og starfsmönnum þess sem tóku þátt í þessu svo allir landsmenn gætu notið tónleikanna með okkur, þakklát starfsmönnum Hörpu sem gáfu tónleikunum þessa fallegu umgjörð og þakklát tæknimönnum, róturum og öllum þessum ósýnilegu störfum sem vinna þarf til að svona viðburður geti átt sér stað. Við erum einnig afar þakklát sjálfboðaliðum Rauða krossins, sem ávallt standa vaktina með okkur og gæta þess að borin sé virðing fyrir skjólstæðingum okkar og síðast en ekki síst erum við þakklát íslensku þjóðinni að vakna með okkur í Hörpu. Við skulum hætta að hræða og fara að fræða fólk um rétta meðferð vímuefna. Höfundur er Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Tónleikar á Íslandi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Það var stórkostlegt að verða vitni að því þegar Harpa fylltist upp í rjáfur á neyðartónleikum Ellenar Kristjánsdóttur í Hörpu síðastliðinn mánudag. Setið var í hverju einasta sæti og það var áþreifanlegt hve mikil manngæska ríkti í salnum. Fólk var saman komið til að vekja þjóðina og ráðmenn af værum svefni, á landinu ríkir ópíóíðafaraldur og fólk lætur lífið. Aðgerða er þörf! Í gegnum tíðina hafa ýmsar aðferðir verið reyndar þegar kemur að forvörnum í fíkniefnamálum. Á áttunda og níunda áratugnum var háð stríð gegn fíkniefnum og á tíunda áratugnum var gerð metnaðarfull tilraun til að gera Ísland vímuefnalaust árið 2000. Slíkar áætlanir hafa ekki skilað árangri. Fólk neytir enn vímugjafa, sumir löglega og aðrir ólöglega. Boð og bönn í þessum málaflokki koma ekki í veg fyrir að fólk neyti vímugjafa og því þarf að breyta um takt þegar kemur að forvörum. Á tónleikunum í Hörpu var kynnunum, þeim Gunna Hilmars og Siggu Eyþórs, tíðrætt um mikilvægi þess að fræða fólk um rétta meðferð vímuefna í stað þess að hræða fólk frá notkun þeirra. Þessi nýja nálgun snýst um að fræða en ekki hræða! Þetta eru falleg skaðaminnkandi skilaboð og aðferð sem hefur sýnt að hún skilar betri árangri en boð og bönn. Það er ljóst að íslenska þjóðin er sammála þeim Gunna og Siggu, því í húsfylli Eldborgarsals ríkti samkennd, mannúð og virðing. Það voru ófáir sem tóku upp símann og styrktu starf okkar, keyptu boli og lögðu inn á reikning Rauða krossins. Þannig er okkur hjá Rauða krossinum gert kleift að halda skaðaminnkandi starfinu okkar áfram. Tónleikarnir í Hörpu marka tímamót þar sem íslenska þjóðin vaknaði af værum blundi. Við hér í Rauða krossinum erum full þakklætis. Við erum þakklát Ellen Kristjánsdóttur fyrir að hendast af stað í verkefni sem flestum myndi fallast hendur gagnvart, þakklát öllum þeim fjölda listamanna sem tóku þátt án þess að hugsa sig tvisvar um (þvílík dagskrá!), þakklát RÚV og starfsmönnum þess sem tóku þátt í þessu svo allir landsmenn gætu notið tónleikanna með okkur, þakklát starfsmönnum Hörpu sem gáfu tónleikunum þessa fallegu umgjörð og þakklát tæknimönnum, róturum og öllum þessum ósýnilegu störfum sem vinna þarf til að svona viðburður geti átt sér stað. Við erum einnig afar þakklát sjálfboðaliðum Rauða krossins, sem ávallt standa vaktina með okkur og gæta þess að borin sé virðing fyrir skjólstæðingum okkar og síðast en ekki síst erum við þakklát íslensku þjóðinni að vakna með okkur í Hörpu. Við skulum hætta að hræða og fara að fræða fólk um rétta meðferð vímuefna. Höfundur er Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun