Snúum baki við olíu og framleiðum íslenska orku Reynir Sævarsson skrifar 31. maí 2023 14:02 Jarðarbúar verða að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti eins fljótt og auðið er því annars munu lofslagsbreytingar valda gríðarlegum skaða á vistkerfum heimsins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ísland hefur skuldbundið sig til að taka þátt í þeirri baráttu og draga verulega úr losun koltvísýrings ella greiða gríðarháar fjársektir. Markmið stjórnvalda er að ljúka fullum orkuskiptum innan 17 ára sem er alls ekki langur tími fyrir verkefni af þessari stærðargráðu. Starfshópur um nýtingu vindorku á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skilaði nýverið af sér stöðuskýrslu þar sem kallað er eftir aukinni umræðu um málefnið. Íslandi ber að leiða vegferðina þegar kemur að grænni orku og orkuskiptum þar sem fáar þjóðir eru þegar komnar jafn langt í þeim efnum og hér ríkir auk þess mikil velmegun. Það er ekki siðferðilega réttlætanlegt að ætla öðrum þjóðum að framleiða græna orku fyrir Ísland. Auk þess felur það í sér mikinn ábata fyrir íslenskt samfélag að framleiða sína eigin orku í stað þess að kaupa hana frá útlöndum og greiða fyrir með gjaldeyri. Skýrasta dæmið um slíkt hérlendis er innleiðing á hitaveitu til húshitunar á síðustu öld. Orkusparnaður mun vissulega styðja við markmið um samdrátt í losun koltvísýrings en hann mun ekki leysa nema lítinn hluta vandans. Hafa þarf í huga að til að mæta orkuskiptum í flugi, skipta út olíu fyrir grænu eldsneyti, sé litið til núverandi eftirspurnar á Keflavíkurflugvelli þarf yfir 1500 MW af stöðugri raforku. Til að mæta orkuþörf vegna fullra orkuskipta, í samgöngum á landi, láði og legi þarf að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands. Ný raforka hérlendis verður framleidd með vatnsafli, jarðvarma og vindorku. Af þessum valkostum er vindorkan m.v. stöðu mála hagstæð, fljótreist og nokkuð afturkræf, svo eðlilegt er að beita þeirri tækni nú. Botnföst vindorkuver á hafi virðast ekki henta vel við Ísland vegna þess að víðast er dýpi yfir 70 metrar og jarðlög á hafsbotni eru víða óhentug til grundunar. Fljótandi vindorkuver eru á þróunarstigi og verða margfalt dýrari en vindmyllur á landi sem þýðir hærra orkuverð. Kostnaðurinn gæti verið allt að þrefalt meiri. Ísland er mjög víðfeðmt og víða eru landfræðilegar aðstæður og vindafar afar hagstæðar til uppbyggingar vindorkuvera þar sem neikvæð áhrif á menn og dýr eru lágmörkuð. Víðast fer rekstur vindorkuvera vel með landbúnaði. Það þarf að finna hratt út úr því hvernig sanngjarnt er að skipta tekjunum af orkuframleiðslunni og hvernig bæta eigi þeim það upp sem verða fyrir truflun. Lagaleg umgjörð og skýrir verkferlar verða að líta dagsins ljós ef við ætlum að ná að klára verkefnið í tæka tíð. Við þurfum að sammælast um að byrja hratt á stöðum þar sem uppbyggingin er að verulegu leyti afturkræf og truflunin er hvað minnst. En ljóst er að við munum þurfa að sætta okkur við einhver neikvæð áhrif eins og sjónræn áhrif og áhrif á fugla, því meiri hagsmunir eru í húfi fyrir allt lífríki jarðarinnar og samfélög manna að hætta notkun olíu. Öll náttúra Íslands og þar með fuglastofnar munu bera mikinn skaða af því ef við missum tökin á loftslagsbreytingum. Engin afsökun er fyrir því að við séum fá hér á landi, þvert á móti getum við haft mikil áhrif um allan heim með því að vera fyrirmynd annarra þjóða í þessum efnum og leggja öðrum lið í baráttunni. Það að verða fyrst þjóða til að ljúka orkuskiptum skapar jafnframt mikil tækifæri fyrir Ísland varðandi uppbyggingu margvíslegrar þekkingar í tengslum við þá miklu umbreytingu sem verður í öllu samfélaginu. Framleiðsla á grænu eldsneyti er mjög hagstæð á Íslandi vegna góðra aðstæðna hér. Það þarf að byggja rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi upp með stærðarhagkvæmni í huga og það mun þýða útflutning á meðan heimamarkaðurinn fyrir rafeldsneyti er að byggjast upp. Það er alls ekki neikvætt að Ísland flytji út orku í einhvern tíma því útflutt græn orka gerir jafn mikið gagn í baráttunni við loftslagsvána hvar sem hún er svo notuð. Við köllum eftir því að stjórnvöld hraði sem frekast er unnt stefnu um nýtingu vindorku á Íslandi og lagaumgjörð um málaflokkinn og er Félag ráðgjafarverkfræðinga og félagsmenn þess tilbúið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í því verkefni. Ef ná á markmiðum Íslands og komast hjá háum sektargreiðslum þarf að hefjast handa strax. Höfundur er formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jarðhiti Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Jarðarbúar verða að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti eins fljótt og auðið er því annars munu lofslagsbreytingar valda gríðarlegum skaða á vistkerfum heimsins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ísland hefur skuldbundið sig til að taka þátt í þeirri baráttu og draga verulega úr losun koltvísýrings ella greiða gríðarháar fjársektir. Markmið stjórnvalda er að ljúka fullum orkuskiptum innan 17 ára sem er alls ekki langur tími fyrir verkefni af þessari stærðargráðu. Starfshópur um nýtingu vindorku á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skilaði nýverið af sér stöðuskýrslu þar sem kallað er eftir aukinni umræðu um málefnið. Íslandi ber að leiða vegferðina þegar kemur að grænni orku og orkuskiptum þar sem fáar þjóðir eru þegar komnar jafn langt í þeim efnum og hér ríkir auk þess mikil velmegun. Það er ekki siðferðilega réttlætanlegt að ætla öðrum þjóðum að framleiða græna orku fyrir Ísland. Auk þess felur það í sér mikinn ábata fyrir íslenskt samfélag að framleiða sína eigin orku í stað þess að kaupa hana frá útlöndum og greiða fyrir með gjaldeyri. Skýrasta dæmið um slíkt hérlendis er innleiðing á hitaveitu til húshitunar á síðustu öld. Orkusparnaður mun vissulega styðja við markmið um samdrátt í losun koltvísýrings en hann mun ekki leysa nema lítinn hluta vandans. Hafa þarf í huga að til að mæta orkuskiptum í flugi, skipta út olíu fyrir grænu eldsneyti, sé litið til núverandi eftirspurnar á Keflavíkurflugvelli þarf yfir 1500 MW af stöðugri raforku. Til að mæta orkuþörf vegna fullra orkuskipta, í samgöngum á landi, láði og legi þarf að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands. Ný raforka hérlendis verður framleidd með vatnsafli, jarðvarma og vindorku. Af þessum valkostum er vindorkan m.v. stöðu mála hagstæð, fljótreist og nokkuð afturkræf, svo eðlilegt er að beita þeirri tækni nú. Botnföst vindorkuver á hafi virðast ekki henta vel við Ísland vegna þess að víðast er dýpi yfir 70 metrar og jarðlög á hafsbotni eru víða óhentug til grundunar. Fljótandi vindorkuver eru á þróunarstigi og verða margfalt dýrari en vindmyllur á landi sem þýðir hærra orkuverð. Kostnaðurinn gæti verið allt að þrefalt meiri. Ísland er mjög víðfeðmt og víða eru landfræðilegar aðstæður og vindafar afar hagstæðar til uppbyggingar vindorkuvera þar sem neikvæð áhrif á menn og dýr eru lágmörkuð. Víðast fer rekstur vindorkuvera vel með landbúnaði. Það þarf að finna hratt út úr því hvernig sanngjarnt er að skipta tekjunum af orkuframleiðslunni og hvernig bæta eigi þeim það upp sem verða fyrir truflun. Lagaleg umgjörð og skýrir verkferlar verða að líta dagsins ljós ef við ætlum að ná að klára verkefnið í tæka tíð. Við þurfum að sammælast um að byrja hratt á stöðum þar sem uppbyggingin er að verulegu leyti afturkræf og truflunin er hvað minnst. En ljóst er að við munum þurfa að sætta okkur við einhver neikvæð áhrif eins og sjónræn áhrif og áhrif á fugla, því meiri hagsmunir eru í húfi fyrir allt lífríki jarðarinnar og samfélög manna að hætta notkun olíu. Öll náttúra Íslands og þar með fuglastofnar munu bera mikinn skaða af því ef við missum tökin á loftslagsbreytingum. Engin afsökun er fyrir því að við séum fá hér á landi, þvert á móti getum við haft mikil áhrif um allan heim með því að vera fyrirmynd annarra þjóða í þessum efnum og leggja öðrum lið í baráttunni. Það að verða fyrst þjóða til að ljúka orkuskiptum skapar jafnframt mikil tækifæri fyrir Ísland varðandi uppbyggingu margvíslegrar þekkingar í tengslum við þá miklu umbreytingu sem verður í öllu samfélaginu. Framleiðsla á grænu eldsneyti er mjög hagstæð á Íslandi vegna góðra aðstæðna hér. Það þarf að byggja rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi upp með stærðarhagkvæmni í huga og það mun þýða útflutning á meðan heimamarkaðurinn fyrir rafeldsneyti er að byggjast upp. Það er alls ekki neikvætt að Ísland flytji út orku í einhvern tíma því útflutt græn orka gerir jafn mikið gagn í baráttunni við loftslagsvána hvar sem hún er svo notuð. Við köllum eftir því að stjórnvöld hraði sem frekast er unnt stefnu um nýtingu vindorku á Íslandi og lagaumgjörð um málaflokkinn og er Félag ráðgjafarverkfræðinga og félagsmenn þess tilbúið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í því verkefni. Ef ná á markmiðum Íslands og komast hjá háum sektargreiðslum þarf að hefjast handa strax. Höfundur er formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun