Viðskipti innlent

Bein út­sending: Fast­eigna­mat 2024 kynnt

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn hefst klukkan 10:30.
Fundurinn hefst klukkan 10:30. HMS

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mun kynna nýtt fasteignamat á opnum fundi sem hefst klukkan 10:30. Farið verður yfir verðþróun, framboð fasteigna og húsnæðisþörf.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í opnu streymi í spilara að neðan. 

Í tilkynningu segir að HMS hafi tekið við verkefnum fasteignaskrár í júlí 2022 og kynni nú í fyrsta skipti endurmat fasteigna. Fasteignamat falli vel að öðrum verkefnum HMS svo sem framkvæmd húsnæðisáætlana, upplýsinga um mannvirkjauppbyggingu og greininga á húsnæðismarkaði.

Sjá má upptöku af fundinum í spilaranum hér að neðan.

Dagskrá:

  • 10:30-10:35 Fundarsetning.
  • 10:35-10:50 Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs HMS á Akureyri - Nýtt fasteignamat fyrir 2024.
  • 10:50-11:05 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga - Húsnæðisþörf og staða sveitarfélaga.
  • 11:05-11:20 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans - Staða lántakenda.
  • 11:20-11:30 Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri lánasviðs HMS - Húsnæðis-uppbygging og áætlanir um frekari uppbyggingu.

Fundarstjóri: Brynja Þorgeirsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×