„Lögðum upp með að halda hreinu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2023 22:30 Sigurður Ragnar var sáttur með stigið gegn Blikum. Vísir/Diego Keflavík gerði markalaust jafntefli við Breiðablik í Bestu-deild karla í knattspyrnu fyrr í kvöld. Liðið hefur nú haldið marki sínu hreinu tvo leiki í röð og tekist að klífa upp úr botnsæti deildarinnar. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Við spiluðum mjög góðan varnarleik og lögðum upp með að halda hreinu, væri bónus ef við fengjum meira en það. Við fengum okkar sénsa og þeir sína en heilt yfir var þetta mjög góð frammistaða fannst mér hjá Keflavíkurliðinu.“ Keflavík spilaði þéttan varnarleik og höfðu það að markmiði, eins og Sigurður segir, að halda marki sínu hreinu, allt annað væri bónus. Þeir fengu þó tækifæri til þess að skora mark undir lok leiksins. „Ég veit ekki hvort það hefði verið endilega sanngjarnt, Blikarnir voru mikið meira með boltann og þeir sköpuðu sér líka allavega eitt dauðafæri en jú, Jói [Jóhann Þór Arnarsson] hefði getað sett hann. En leikplanið okkar gekk vel upp; góður varnarleikur, góðar skyndisóknir, fengum okkar sénsa en við þurfum að taka þá“ Mikil meiðsli hafa hrjáð liðið á þessu tímabili og enn vantar lykilmenn í margar stöður. Það er þjálfaranum ánægjuefni að mennirnir sem koma inn í þeirra stað séu að standa sig. „Það vantar marga hjá okkur en þeir sem spiluðu í dag þeir stóðu sig virkilega vel.“ Keflavík eiga næst leik gegn Fram. Það er nokkuð ljóst að varnarleikinn þarf ekki að skerpa en sóknarlína liðsins hefur ekki skilað af sér nógu mörgum mörkum. „Auðvitað viljum við skora fleiri mörk og skapa okkur fleiri færi. Við endurheimtum vonandi eitthvað af þessum mönnum sem eru meiddir núna fyrir þann leik... Við þurfum bara að byggja ofan á þetta, halda stöðugleika og safna stigum, það telur, þetta eru sterk lið sem við spilum við í síðustu tveimur leikjum og gott að halda hreinu á móti þeim báðum.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Við spiluðum mjög góðan varnarleik og lögðum upp með að halda hreinu, væri bónus ef við fengjum meira en það. Við fengum okkar sénsa og þeir sína en heilt yfir var þetta mjög góð frammistaða fannst mér hjá Keflavíkurliðinu.“ Keflavík spilaði þéttan varnarleik og höfðu það að markmiði, eins og Sigurður segir, að halda marki sínu hreinu, allt annað væri bónus. Þeir fengu þó tækifæri til þess að skora mark undir lok leiksins. „Ég veit ekki hvort það hefði verið endilega sanngjarnt, Blikarnir voru mikið meira með boltann og þeir sköpuðu sér líka allavega eitt dauðafæri en jú, Jói [Jóhann Þór Arnarsson] hefði getað sett hann. En leikplanið okkar gekk vel upp; góður varnarleikur, góðar skyndisóknir, fengum okkar sénsa en við þurfum að taka þá“ Mikil meiðsli hafa hrjáð liðið á þessu tímabili og enn vantar lykilmenn í margar stöður. Það er þjálfaranum ánægjuefni að mennirnir sem koma inn í þeirra stað séu að standa sig. „Það vantar marga hjá okkur en þeir sem spiluðu í dag þeir stóðu sig virkilega vel.“ Keflavík eiga næst leik gegn Fram. Það er nokkuð ljóst að varnarleikinn þarf ekki að skerpa en sóknarlína liðsins hefur ekki skilað af sér nógu mörgum mörkum. „Auðvitað viljum við skora fleiri mörk og skapa okkur fleiri færi. Við endurheimtum vonandi eitthvað af þessum mönnum sem eru meiddir núna fyrir þann leik... Við þurfum bara að byggja ofan á þetta, halda stöðugleika og safna stigum, það telur, þetta eru sterk lið sem við spilum við í síðustu tveimur leikjum og gott að halda hreinu á móti þeim báðum.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Sjá meira