Björguðu 250 kg manni út af heimili sínu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 28. maí 2023 15:00 Maðurinn var nokkuð illa haldinn eftir að hafa legið í tæpa viku á gólfinu heima hjá sér. Twitter Slökkviliðið í Barcelona þurfti að hjálpa 250 kílóa manni að komast út úr íbúð sinni í vikunni. Maðurinn hafði ekki farið út úr íbúðinni sinni síðan fyrir Covid-faraldurinn. Þegar slökkviliðið kom að heimili Alejandros í vikunni mætti þeim stoppfull íbúð af drasli. Sorpi hreinlega. Mitt í sorpinu lá Alejandro, 48 ára og 250 kíló. Hann hafði hrasað, gat ekki staðið upp og fann sig á endanum knúinn til að hringja í lögregluna. Þá hafði hann reyndar legið matar- og vatnslaus á gólfinu í tæpa viku, en óbærilegur þorsti og hungur knúðu hann á endanum til að kalla eftir hjálp. Brjóta þurfti gat á húsvegginn svo hægt væri að moka út ruslinu áður en hægt var að ná manninum út úr íbúðinni.Twitter Skurðgrafa mokaði ruslinu út Björgunaraðgerðirnar tóku sjö klukkustundir. Ekki var hægt að opna dyrnar fyrir drasli og því þurfti að brjóta gat á vegg íbúðarinnar. Skurðgrafa var svo notuð til að moka út öllu ruslinu áður en hægt var að koma manninum út með því að nota krana. Hér er myndband þar sem hægt er að fylgjast með björgunaraðgerðunum. Slökkviliðsmennirnir íklæddust hlífðarfatnaði og grímum áður en þeir fóru inn í íbúðina og lögreglan segir að þeir hafi aldrei upplifað annað eins á ferli sínum. Reyndar furðaði talsmaður félagsyfirvalda sig á því að enginn nágranni skyldi hafa kvartað yfir megnri fýlu sem barst frá íbúð mannsins. Hefur ekki farið út úr húsi í þrjú ár Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar fór maðurinn að vinna í fjarvinnu þegar útgöngubann var sett á á Spáni vorið 2020, vegna Covid-faraldursins. Borgaryfirvöld höfðu síðast afskipti af manninum í október síðastliðnum vegna kvartana nágranna hans sem höfðu áhyggjur af heilsufari hans. Maðurinn hleypti fulltrúa borgarinnar ekki inn í íbúðina og þar við sat, enginn aðhafðist neitt frekar. Maðurinn dvelur nú á sjúkrahúsi en ekki hefur verið ákveðið hvað verður um hann að dvöl lokinni. Hann er sagður þjást af Díógenesarheilkenni, sem felst í því að fólk hættir að hirða sig og viðar að sér ómældu magni af rusli. Það er kennt við gríska heimspekinginn Díógenes sem uppi var á 4. öld fyrir Krist, en þversögnin í nafninu er merkileg að því að leyti að Díógenes safnaði alls ekki rusli, þvert á móti, hann var meinlætamaður sem var þekktur fyrir að hafa búið í tunnu. Spánn Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Þegar slökkviliðið kom að heimili Alejandros í vikunni mætti þeim stoppfull íbúð af drasli. Sorpi hreinlega. Mitt í sorpinu lá Alejandro, 48 ára og 250 kíló. Hann hafði hrasað, gat ekki staðið upp og fann sig á endanum knúinn til að hringja í lögregluna. Þá hafði hann reyndar legið matar- og vatnslaus á gólfinu í tæpa viku, en óbærilegur þorsti og hungur knúðu hann á endanum til að kalla eftir hjálp. Brjóta þurfti gat á húsvegginn svo hægt væri að moka út ruslinu áður en hægt var að ná manninum út úr íbúðinni.Twitter Skurðgrafa mokaði ruslinu út Björgunaraðgerðirnar tóku sjö klukkustundir. Ekki var hægt að opna dyrnar fyrir drasli og því þurfti að brjóta gat á vegg íbúðarinnar. Skurðgrafa var svo notuð til að moka út öllu ruslinu áður en hægt var að koma manninum út með því að nota krana. Hér er myndband þar sem hægt er að fylgjast með björgunaraðgerðunum. Slökkviliðsmennirnir íklæddust hlífðarfatnaði og grímum áður en þeir fóru inn í íbúðina og lögreglan segir að þeir hafi aldrei upplifað annað eins á ferli sínum. Reyndar furðaði talsmaður félagsyfirvalda sig á því að enginn nágranni skyldi hafa kvartað yfir megnri fýlu sem barst frá íbúð mannsins. Hefur ekki farið út úr húsi í þrjú ár Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar fór maðurinn að vinna í fjarvinnu þegar útgöngubann var sett á á Spáni vorið 2020, vegna Covid-faraldursins. Borgaryfirvöld höfðu síðast afskipti af manninum í október síðastliðnum vegna kvartana nágranna hans sem höfðu áhyggjur af heilsufari hans. Maðurinn hleypti fulltrúa borgarinnar ekki inn í íbúðina og þar við sat, enginn aðhafðist neitt frekar. Maðurinn dvelur nú á sjúkrahúsi en ekki hefur verið ákveðið hvað verður um hann að dvöl lokinni. Hann er sagður þjást af Díógenesarheilkenni, sem felst í því að fólk hættir að hirða sig og viðar að sér ómældu magni af rusli. Það er kennt við gríska heimspekinginn Díógenes sem uppi var á 4. öld fyrir Krist, en þversögnin í nafninu er merkileg að því að leyti að Díógenes safnaði alls ekki rusli, þvert á móti, hann var meinlætamaður sem var þekktur fyrir að hafa búið í tunnu.
Spánn Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira