Ríflega 1500 loftslagsmótmælendur handteknir Árni Sæberg skrifar 27. maí 2023 21:54 Lögregluþjónar beittu ýmsum brögðum til þess að stöðva mótmælin. Sem van der Wal/EPA Lögreglan í Haag í Hollandi handtók í dag 1579 aðgerðarsinna sem reyndu að teppa hraðbraut í nafni loftslagsaðgerða. Flestum þeirra var að lokum sleppt en líklegt er að fjörutíu þeirra verði sóttir til saka fyrir aðgerðir sínar í dag. Meðal mótmælenda var þekkt hollensk leikkona. Að sögn lögregluyfirvalda í Haag voru mótmælendurnir handteknir þar sem þeir neituðu að rýma hraðbrautina þrátt fyrir að borgaryfirvöld hefðu bannað mótmælin. Hollenski miðillinn NOS greinir frá. Lögreglan segir að fjörutíu hinna handteknu séu grunaðir um að hafa hindrað starf lögreglu og framið skemmdarverk. Ekki liggi þó enn fyrir hvort þeir verði sóttir til saka fyrir athæfi sitt. Þá segir að einn hafi verið handtekinn grunaður um að hafa bitið lögreglumann. Talsmenn umhverfisverndarsamtakann Extinction rebellion, sem skipulögðu mótmælin, hafa sagst ekkert kannast við meinta líkamsárás. Öðrum handteknum mótmælendum hafi verið sleppt úr haldi nánast samstundis, enda hafi mótmælin að mestu farið friðsamlega fram. Mótmælendur létu vatnið lítið á sig fá. Á skiltinu stendur „Hvaða steingervingur fjárfestir enn í olíu?“Sem van der Wal/EPA Mótmælendur mættu í sundfötum Lögreglan beitti meðal annars öflugum vatnsslöngum til þess að fá mótmælendur til þess að yfirgefa hraðbrautina. Lögreglan segir þó að vatnsbununum hafi verið beitt í hófi. Í frétt NOS segir að sumir mótmælenda hafi mætt vel undirbúnir til þess að takast á við vatnsgusur frá lögreglu. Tugir þeirra hafi raðað sér upp fyrir framan vatnsslöngurnar, íklæddir sundfatnaði og pollagöllum. Ein þeirra sem varð fyrir barðinu á vatnsslöngunum var þekkta hollenska leikkonan Carice van Houten, sem flestir þekkja úr sjónvarpsþáttaröðinni Krúnuleikunum, þar sem hún lék hina göldróttu Melisandre. Haft er eftir henni að hún hafi fengið yfir sig væna gusu áður en hún var handtekin en að lokum sleppt úr haldi. Carice van Houten er ötull loftslagsaðgerðasinni.Michel Porro/Getty Þá hefur lögreglan í Haag greint frá því að hún hafi nýtt sjúkrabörur á hjólum til þess að koma mótmælendum af hraðbrautinni „með öruggum og skilvirkum hætti“. We gebruiken een brancard op wielen om actievoerders veilig en effectief te verplaatsen. #27Mei #DenHaag pic.twitter.com/VKQlsmAVWa— Politie Eenheid Den Haag (@POL_DenHaag) May 27, 2023 Holland Loftslagsmál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Að sögn lögregluyfirvalda í Haag voru mótmælendurnir handteknir þar sem þeir neituðu að rýma hraðbrautina þrátt fyrir að borgaryfirvöld hefðu bannað mótmælin. Hollenski miðillinn NOS greinir frá. Lögreglan segir að fjörutíu hinna handteknu séu grunaðir um að hafa hindrað starf lögreglu og framið skemmdarverk. Ekki liggi þó enn fyrir hvort þeir verði sóttir til saka fyrir athæfi sitt. Þá segir að einn hafi verið handtekinn grunaður um að hafa bitið lögreglumann. Talsmenn umhverfisverndarsamtakann Extinction rebellion, sem skipulögðu mótmælin, hafa sagst ekkert kannast við meinta líkamsárás. Öðrum handteknum mótmælendum hafi verið sleppt úr haldi nánast samstundis, enda hafi mótmælin að mestu farið friðsamlega fram. Mótmælendur létu vatnið lítið á sig fá. Á skiltinu stendur „Hvaða steingervingur fjárfestir enn í olíu?“Sem van der Wal/EPA Mótmælendur mættu í sundfötum Lögreglan beitti meðal annars öflugum vatnsslöngum til þess að fá mótmælendur til þess að yfirgefa hraðbrautina. Lögreglan segir þó að vatnsbununum hafi verið beitt í hófi. Í frétt NOS segir að sumir mótmælenda hafi mætt vel undirbúnir til þess að takast á við vatnsgusur frá lögreglu. Tugir þeirra hafi raðað sér upp fyrir framan vatnsslöngurnar, íklæddir sundfatnaði og pollagöllum. Ein þeirra sem varð fyrir barðinu á vatnsslöngunum var þekkta hollenska leikkonan Carice van Houten, sem flestir þekkja úr sjónvarpsþáttaröðinni Krúnuleikunum, þar sem hún lék hina göldróttu Melisandre. Haft er eftir henni að hún hafi fengið yfir sig væna gusu áður en hún var handtekin en að lokum sleppt úr haldi. Carice van Houten er ötull loftslagsaðgerðasinni.Michel Porro/Getty Þá hefur lögreglan í Haag greint frá því að hún hafi nýtt sjúkrabörur á hjólum til þess að koma mótmælendum af hraðbrautinni „með öruggum og skilvirkum hætti“. We gebruiken een brancard op wielen om actievoerders veilig en effectief te verplaatsen. #27Mei #DenHaag pic.twitter.com/VKQlsmAVWa— Politie Eenheid Den Haag (@POL_DenHaag) May 27, 2023
Holland Loftslagsmál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira