Skepnuskapur eða barn síns tíma? Kristján Þorsteinsson skrifar 25. maí 2023 07:00 Sem veitingamaður til áratuga bauð ég lengi vel upp á hvalkjöt á mínum stöðum. Fyrir nokkrum árum tók ég svo upp á að hætta því. Aðallega því afskaplega fáir vildu kaupa það. En líka því það var í engu sérstöku uppáhaldi hjá mér sjálfum og vegna þess að reglulega var kúnnum misboðið yfir því að hvalkjöt væri yfir höfuð á matseðlinum og sagði frá því á netinu. Sem þýddi að ég tapaði viðskiptum. Nokkuð hefur verið rætt og skrafað um hvalveiðar undanfarnar vikur eftir að út kom skýrsla sem sýnir svart á hvítu að hvalir við Íslandsstrendur eru drepnir með mjög ógeðfelldum hætti og sennilega í trássi við lög um dýravernd. Það þykir mér ekki sérlega geðslegt. Ofan á það birtust svo fréttir um að hvalveiðibröltið hjá eina fyrirtækinu sem veiðarnar stunda hér á landi væri rekið með tapi. Gott og vel. Ekki er það mitt mál hvernig fólk vill fara með fé sitt - en persónulega ætti ég erfitt með að halda úti veitingastað sem enginn sækir. Síðan hafa komið upp fjölmörg önnur rök sem öll hníga að því að það sé einfaldlega kominn tími til að hætta þessu. Til að mynda þau rök að hvalir séu mjög verðmætir loftslaginu. Og að það sé meira og minna enginn markaður fyrir hvalkjöti lengur. Og að þetta hafi vond áhrif á ferðaþjónustuna í landinu vegna neikvæðrar fréttaumfjöllunar í útlöndum. Svo mætti áfram telja. Er ekki mál til komið að við hættum að rífast um þetta og föllumst á það að hvalveiðar eru einfaldlega barn síns tíma? Hættum þessu bara. Höfundur er veitingamaður í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Veitingastaðir Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eldra fólk á betra skilið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Sem veitingamaður til áratuga bauð ég lengi vel upp á hvalkjöt á mínum stöðum. Fyrir nokkrum árum tók ég svo upp á að hætta því. Aðallega því afskaplega fáir vildu kaupa það. En líka því það var í engu sérstöku uppáhaldi hjá mér sjálfum og vegna þess að reglulega var kúnnum misboðið yfir því að hvalkjöt væri yfir höfuð á matseðlinum og sagði frá því á netinu. Sem þýddi að ég tapaði viðskiptum. Nokkuð hefur verið rætt og skrafað um hvalveiðar undanfarnar vikur eftir að út kom skýrsla sem sýnir svart á hvítu að hvalir við Íslandsstrendur eru drepnir með mjög ógeðfelldum hætti og sennilega í trássi við lög um dýravernd. Það þykir mér ekki sérlega geðslegt. Ofan á það birtust svo fréttir um að hvalveiðibröltið hjá eina fyrirtækinu sem veiðarnar stunda hér á landi væri rekið með tapi. Gott og vel. Ekki er það mitt mál hvernig fólk vill fara með fé sitt - en persónulega ætti ég erfitt með að halda úti veitingastað sem enginn sækir. Síðan hafa komið upp fjölmörg önnur rök sem öll hníga að því að það sé einfaldlega kominn tími til að hætta þessu. Til að mynda þau rök að hvalir séu mjög verðmætir loftslaginu. Og að það sé meira og minna enginn markaður fyrir hvalkjöti lengur. Og að þetta hafi vond áhrif á ferðaþjónustuna í landinu vegna neikvæðrar fréttaumfjöllunar í útlöndum. Svo mætti áfram telja. Er ekki mál til komið að við hættum að rífast um þetta og föllumst á það að hvalveiðar eru einfaldlega barn síns tíma? Hættum þessu bara. Höfundur er veitingamaður í borginni.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar