Rúnar Páll: Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið Sverrir Mar Smárason skrifar 22. maí 2023 22:10 Rúnar Páll, þjálfari Fylkis. Vísir/Diego Stjarnan og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli í 8. umferð Bestu deildar karla í Garðabænum í kvöld. Eftir að Fylkir hafði komist í 1-2 jöfnuðu Stjörnumenn með marki undir lokin. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var súr í leikslok. „Eins og þú segir þá er bara helvíti fúlt að fá þetta mark á sig í lokin eftir að við jöfnum og komumst yfir af þvílíku harðfylgi og dugnaði í drengjunum. Það var sárt að fá þetta mark á sig,“ sagði Rúnar Páll. Leikurinn var daufur framan af og í upphafi síðari hálfleiks tóku Stjörnumenn völdin áður en þeir komust yfir í leiknum. Fylkir náði að snúa leiknum sér í hag. „Þetta var bara mikil stöðubarátta hérna í fyrri hálfleik og ágætlega spilað varnarlega hjá okkur. Þeir fengu nú engin færi í fyrri hálfleiknum. Við þurftum að fara framar á þá og gerðum það vel. Vorum bara aggressívir og vildum þetta mikið. Ég var að vonast til þess að við myndum klára þetta með þremur stigum. Við höfum lent undir áður og komið til baka. Hrikalega stoltur af strákunum að komast yfir og vera nánast að landa þessu. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið,“ sagði Rúnar Páll. Pétur Bjarnason kom inná sem varamaður í fyrri hálfleik þegar Ólafur Karl varð að víkja vegna meiðsla. Hann bæði skoraði og lagði upp í dag. „Það væri óskandi að hann myndi fara að raða inn fyrir okkur. Þetta var bara góð innkoma hjá honum og einnig Benna (Benedikt Daríus). Pétur er bara öflugur leikmaður og við þurfum á öllum að halda, það er mikið af meiðslum hjá okkur núna og skiptir öllu máli að við getum nýtt hópinn okkar,“ sagði þjálfarinn um Rúnar Pál. Fylkir hefur enn ekki unnið útileik á tímabilinu, þó fáir hafi þeir verið enn sem komið er. Þeir voru nálægt því í dag. „Við höfum bara spilað ansi fáa útileiki, held þeir séu bara tveir eða eitthvað svo við höfum það alveg á hreinu. Við þurfum bara að halda áfram, þetta er ekkert flókið þetta sport sko. Þú þarft bara að verja markið þitt og skora mörk. Það er kraftur, dugnaður og góður andi í okkar liði. Ef við höldum áfram að skila svona frammistöðum þá hræðist ég ekkert. Það er vaxandi progression í þessu finnst mér. Við erum alltaf að lenda í áföllum en það koma bara menn í manna stað. Nú er bara recovery og svo mætum við ÍBV á sunnudaginn,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
„Eins og þú segir þá er bara helvíti fúlt að fá þetta mark á sig í lokin eftir að við jöfnum og komumst yfir af þvílíku harðfylgi og dugnaði í drengjunum. Það var sárt að fá þetta mark á sig,“ sagði Rúnar Páll. Leikurinn var daufur framan af og í upphafi síðari hálfleiks tóku Stjörnumenn völdin áður en þeir komust yfir í leiknum. Fylkir náði að snúa leiknum sér í hag. „Þetta var bara mikil stöðubarátta hérna í fyrri hálfleik og ágætlega spilað varnarlega hjá okkur. Þeir fengu nú engin færi í fyrri hálfleiknum. Við þurftum að fara framar á þá og gerðum það vel. Vorum bara aggressívir og vildum þetta mikið. Ég var að vonast til þess að við myndum klára þetta með þremur stigum. Við höfum lent undir áður og komið til baka. Hrikalega stoltur af strákunum að komast yfir og vera nánast að landa þessu. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið,“ sagði Rúnar Páll. Pétur Bjarnason kom inná sem varamaður í fyrri hálfleik þegar Ólafur Karl varð að víkja vegna meiðsla. Hann bæði skoraði og lagði upp í dag. „Það væri óskandi að hann myndi fara að raða inn fyrir okkur. Þetta var bara góð innkoma hjá honum og einnig Benna (Benedikt Daríus). Pétur er bara öflugur leikmaður og við þurfum á öllum að halda, það er mikið af meiðslum hjá okkur núna og skiptir öllu máli að við getum nýtt hópinn okkar,“ sagði þjálfarinn um Rúnar Pál. Fylkir hefur enn ekki unnið útileik á tímabilinu, þó fáir hafi þeir verið enn sem komið er. Þeir voru nálægt því í dag. „Við höfum bara spilað ansi fáa útileiki, held þeir séu bara tveir eða eitthvað svo við höfum það alveg á hreinu. Við þurfum bara að halda áfram, þetta er ekkert flókið þetta sport sko. Þú þarft bara að verja markið þitt og skora mörk. Það er kraftur, dugnaður og góður andi í okkar liði. Ef við höldum áfram að skila svona frammistöðum þá hræðist ég ekkert. Það er vaxandi progression í þessu finnst mér. Við erum alltaf að lenda í áföllum en það koma bara menn í manna stað. Nú er bara recovery og svo mætum við ÍBV á sunnudaginn,“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira