Rúnar Páll: Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið Sverrir Mar Smárason skrifar 22. maí 2023 22:10 Rúnar Páll, þjálfari Fylkis. Vísir/Diego Stjarnan og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli í 8. umferð Bestu deildar karla í Garðabænum í kvöld. Eftir að Fylkir hafði komist í 1-2 jöfnuðu Stjörnumenn með marki undir lokin. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var súr í leikslok. „Eins og þú segir þá er bara helvíti fúlt að fá þetta mark á sig í lokin eftir að við jöfnum og komumst yfir af þvílíku harðfylgi og dugnaði í drengjunum. Það var sárt að fá þetta mark á sig,“ sagði Rúnar Páll. Leikurinn var daufur framan af og í upphafi síðari hálfleiks tóku Stjörnumenn völdin áður en þeir komust yfir í leiknum. Fylkir náði að snúa leiknum sér í hag. „Þetta var bara mikil stöðubarátta hérna í fyrri hálfleik og ágætlega spilað varnarlega hjá okkur. Þeir fengu nú engin færi í fyrri hálfleiknum. Við þurftum að fara framar á þá og gerðum það vel. Vorum bara aggressívir og vildum þetta mikið. Ég var að vonast til þess að við myndum klára þetta með þremur stigum. Við höfum lent undir áður og komið til baka. Hrikalega stoltur af strákunum að komast yfir og vera nánast að landa þessu. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið,“ sagði Rúnar Páll. Pétur Bjarnason kom inná sem varamaður í fyrri hálfleik þegar Ólafur Karl varð að víkja vegna meiðsla. Hann bæði skoraði og lagði upp í dag. „Það væri óskandi að hann myndi fara að raða inn fyrir okkur. Þetta var bara góð innkoma hjá honum og einnig Benna (Benedikt Daríus). Pétur er bara öflugur leikmaður og við þurfum á öllum að halda, það er mikið af meiðslum hjá okkur núna og skiptir öllu máli að við getum nýtt hópinn okkar,“ sagði þjálfarinn um Rúnar Pál. Fylkir hefur enn ekki unnið útileik á tímabilinu, þó fáir hafi þeir verið enn sem komið er. Þeir voru nálægt því í dag. „Við höfum bara spilað ansi fáa útileiki, held þeir séu bara tveir eða eitthvað svo við höfum það alveg á hreinu. Við þurfum bara að halda áfram, þetta er ekkert flókið þetta sport sko. Þú þarft bara að verja markið þitt og skora mörk. Það er kraftur, dugnaður og góður andi í okkar liði. Ef við höldum áfram að skila svona frammistöðum þá hræðist ég ekkert. Það er vaxandi progression í þessu finnst mér. Við erum alltaf að lenda í áföllum en það koma bara menn í manna stað. Nú er bara recovery og svo mætum við ÍBV á sunnudaginn,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
„Eins og þú segir þá er bara helvíti fúlt að fá þetta mark á sig í lokin eftir að við jöfnum og komumst yfir af þvílíku harðfylgi og dugnaði í drengjunum. Það var sárt að fá þetta mark á sig,“ sagði Rúnar Páll. Leikurinn var daufur framan af og í upphafi síðari hálfleiks tóku Stjörnumenn völdin áður en þeir komust yfir í leiknum. Fylkir náði að snúa leiknum sér í hag. „Þetta var bara mikil stöðubarátta hérna í fyrri hálfleik og ágætlega spilað varnarlega hjá okkur. Þeir fengu nú engin færi í fyrri hálfleiknum. Við þurftum að fara framar á þá og gerðum það vel. Vorum bara aggressívir og vildum þetta mikið. Ég var að vonast til þess að við myndum klára þetta með þremur stigum. Við höfum lent undir áður og komið til baka. Hrikalega stoltur af strákunum að komast yfir og vera nánast að landa þessu. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið,“ sagði Rúnar Páll. Pétur Bjarnason kom inná sem varamaður í fyrri hálfleik þegar Ólafur Karl varð að víkja vegna meiðsla. Hann bæði skoraði og lagði upp í dag. „Það væri óskandi að hann myndi fara að raða inn fyrir okkur. Þetta var bara góð innkoma hjá honum og einnig Benna (Benedikt Daríus). Pétur er bara öflugur leikmaður og við þurfum á öllum að halda, það er mikið af meiðslum hjá okkur núna og skiptir öllu máli að við getum nýtt hópinn okkar,“ sagði þjálfarinn um Rúnar Pál. Fylkir hefur enn ekki unnið útileik á tímabilinu, þó fáir hafi þeir verið enn sem komið er. Þeir voru nálægt því í dag. „Við höfum bara spilað ansi fáa útileiki, held þeir séu bara tveir eða eitthvað svo við höfum það alveg á hreinu. Við þurfum bara að halda áfram, þetta er ekkert flókið þetta sport sko. Þú þarft bara að verja markið þitt og skora mörk. Það er kraftur, dugnaður og góður andi í okkar liði. Ef við höldum áfram að skila svona frammistöðum þá hræðist ég ekkert. Það er vaxandi progression í þessu finnst mér. Við erum alltaf að lenda í áföllum en það koma bara menn í manna stað. Nú er bara recovery og svo mætum við ÍBV á sunnudaginn,“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann