Var mjög dramatískur og mjög spennandi leikur Kári Mímisson skrifar 22. maí 2023 22:01 Nik, þjálfari Þróttar. Vísir/Vilhelm Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var að vonum ánægður með dramatískan sigur á Þór/KA í Bestu-deild kvenna í fótbolta. Dramatískt mark Freyju Karínar Þorvarðsdóttur á loka mínútu leiksins var það sem skildi liðin að í lokin. „Þetta var mjög dramatískur og mjög spennandi leikur. Ég held að þegar við lítum á heildar leikinn þá áttum við skilið að vinna leikinn. Það er gott að fá þessi þrjú stig hér í dag. Við vildum ekki hafa annan leik eins og á móti Stjörnunni þar sem ég held að við höfum átt skilið að fá þrjú stig en uppskárum bara eitt. Við héldum áfram alveg fram til loka mínútunnar og uppskárum sætan sigur.“ Aðspurður taldi Nik að það gæfi liðinu ekkert aukalega að vinna leikinn svona en neitaði því þó ekki að það væri sætt að klára þetta svona. „Þrjú stig eru þrjú stig. Augljóslega verða allir ánægðari þegar þetta gerist svona. Ég held samt að þetta þýði ekki neitt meira. Það gefur okkur ekki meira sjálfstraust að vinna leikinn svona frekar en að vinna hann 1-0 eins og mér finnst að við hefðum átt að gera. Alltaf gaman samt að ná að skora sigurmark á loka andartökum leiksins og bætir miklu drama í leikinn.“ Þróttur varðist mjög vel í leiknum og áttu norðanstúlkur í miklum erfiðleikum með að skapa sér tækifæri. Kimberley Dóra náði þó að brjóta ísinn með góðu langskoti. Nik sagðist þó vera ánægður með varnarleikinn í dag þó svo að markið hafi auðvitað verið vonbrigði. „Það voru vonbrigði hvernig við fengum þetta mark á okkur. Mér fannst við sjá vel um Söndru og Huldu í þeirra fremstu línu allan leikinn. Þær áttu engin opin marktækifæri. Mér fannst við verjast mjög vel sem heild í öftustu línu. Það var því mjög mikil vonbrigði hvernig markið kom til en á sama tíma viljum við frekar gefa frá okkur svona mörk og vinna leiki frekar en að fá ekki á okkur svona mörk og tapa stigum.“ Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fagnaði stórafmæli hér í kvöld. Hún var mjög ógnandi framan af og kom sér í hvert færið á fætur öðru en inn vildi boltinn ekki. Nik tók Ólöfu út af eftir um klukkustundar leik þrátt fyrir að hún hafi verið mjög líkleg. Var það ekkert erfitt að taka hana út af? „Við þurftum að hugsa þetta vel og vandlega. Hún á enn eftir að ná sér að fullu. Hún er að komast í góð færi og mun á endanum skora, það er alveg á hreinu. Hún gaf allt í þetta í 60 mínútur og það er það eina sem ég bið um,“ sagði Nik að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Sjá meira
„Þetta var mjög dramatískur og mjög spennandi leikur. Ég held að þegar við lítum á heildar leikinn þá áttum við skilið að vinna leikinn. Það er gott að fá þessi þrjú stig hér í dag. Við vildum ekki hafa annan leik eins og á móti Stjörnunni þar sem ég held að við höfum átt skilið að fá þrjú stig en uppskárum bara eitt. Við héldum áfram alveg fram til loka mínútunnar og uppskárum sætan sigur.“ Aðspurður taldi Nik að það gæfi liðinu ekkert aukalega að vinna leikinn svona en neitaði því þó ekki að það væri sætt að klára þetta svona. „Þrjú stig eru þrjú stig. Augljóslega verða allir ánægðari þegar þetta gerist svona. Ég held samt að þetta þýði ekki neitt meira. Það gefur okkur ekki meira sjálfstraust að vinna leikinn svona frekar en að vinna hann 1-0 eins og mér finnst að við hefðum átt að gera. Alltaf gaman samt að ná að skora sigurmark á loka andartökum leiksins og bætir miklu drama í leikinn.“ Þróttur varðist mjög vel í leiknum og áttu norðanstúlkur í miklum erfiðleikum með að skapa sér tækifæri. Kimberley Dóra náði þó að brjóta ísinn með góðu langskoti. Nik sagðist þó vera ánægður með varnarleikinn í dag þó svo að markið hafi auðvitað verið vonbrigði. „Það voru vonbrigði hvernig við fengum þetta mark á okkur. Mér fannst við sjá vel um Söndru og Huldu í þeirra fremstu línu allan leikinn. Þær áttu engin opin marktækifæri. Mér fannst við verjast mjög vel sem heild í öftustu línu. Það var því mjög mikil vonbrigði hvernig markið kom til en á sama tíma viljum við frekar gefa frá okkur svona mörk og vinna leiki frekar en að fá ekki á okkur svona mörk og tapa stigum.“ Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fagnaði stórafmæli hér í kvöld. Hún var mjög ógnandi framan af og kom sér í hvert færið á fætur öðru en inn vildi boltinn ekki. Nik tók Ólöfu út af eftir um klukkustundar leik þrátt fyrir að hún hafi verið mjög líkleg. Var það ekkert erfitt að taka hana út af? „Við þurftum að hugsa þetta vel og vandlega. Hún á enn eftir að ná sér að fullu. Hún er að komast í góð færi og mun á endanum skora, það er alveg á hreinu. Hún gaf allt í þetta í 60 mínútur og það er það eina sem ég bið um,“ sagði Nik að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Sjá meira