HIV og réttindabarátta hinsegin fólks Sævar Þór Jónsson skrifar 21. maí 2023 18:01 Réttindabarátta hinsegin fólks hefur náð miklum árangri þó einhver bakslög hafa komið. Við getum litið til baka og minnst þess hversu langt við höfum náð. Sumir hafa meira að segja verið heiðraðir fyrir framlag sitt til þeirrar baráttu, þótt deila megi um hversu vel einstaka aðilar hafi verið að þeirri viðurkenningu komnir. Það er brýnt að minnast þeirra sem ruddu brautina fyrir hinsegin fólk á Íslandi - þeirra sem sjaldan og jafnvel aldrei er minnst á. Það eru þeir sem féllu fyrir Alnæmi á upphafsárum þess skelfilega sjúkdóms í byrjun níunda áratugarins. Samhengi hlutanna kemur betur í ljós þegar litið er til baka og réttindabarátta hinsegin fólks var skammt á veg kominn í upphaf níunda áratugarins þegar þessi illvígi sjúkdómur fór að herja á samkynhneigða karlmenn hér landi. Sjúkdómurinn ýtti undir fordóma í garð samkynhneigðra, sem áttu þá þegar undir högg að sækja í baráttunni fyrir tilverurétti sínum. Áhrifin voru skelfileg og gjá myndaðist í samfélaginu á milli þess annars vegar að sinna þessum fárveiku einstaklingum og hins vegar að vilja ekkert með þá hafa. Stjórnvöld bæði hér heima og erlendis voru treg til að viðurkenna að um einhvers konar faraldur væri að ræða og því var ekki grípið til forvarna eða forvirkra aðgerða í upphafi. Það dylst engum sem skoða söguna að á þessum tíma grasseraði hér á landi kerfislæg andstaða við samkynhneigð sem hafði áhrif á hvernig tekið var á þessum málum. Þeir sem veiktust og aðstandendur þeirra þurftu oftar en ekki að fela veikindi sín vegna fordóma innan samfélagsins og jafnvel innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Hinir veiku fengu oft gloppótta þjónustu innan heilbrigðiskerfisins, þjónustu sem við teljum í dag sjálfsagða, og henni fylgdi oft smánun og jafnvel fyrirlitning. Það er furðulegt í því samfélagi sem við lifum í dag, með reynsluna eftir Covid-19 faraldurinn, að hugsa til þrautagöngu þeirra sem smituðust af HIV á sínum tíma og aðstandenda þeirra. Hefði samfélagið og kerfið tekið á málum með skynsemi og röggsemi, líkt og við gerðum í Covid-19 faraldrinum, þá hefði sagan og afleiðingarnar orðið aðrar en raun ber vitni. Það er auðvelt að vera vitur eftir á þegar horft er til baka á liðna atburði með gleraugum nútímans en þrátt fyrir það þá stendur upp úr sú staðreynd að fordómar og fáfræði höfðu alltof mikil áhrif. Það var ekki fyrr en að aðstandendur sjálfir, samfélag samkynhneigðra og einstaka heilbrigðisstarfsmenn fóru að taka málin í sínar eigin hendur að stjórnvöld tóku loks á sig rögg. Það rann upp fyrir yfirvöldum að til þess að geta tekið á faraldrinum þá þurfti að viðurkenna tilverurétt og réttindi þessa samfélagshóps. Því miður var það nokkrum árum of seint og skaðinn orðinn mikill þegar horft er á þau mannslíf sem glötuðust, fyrir utan þau fjölmörgu mannréttindabrot sem þessi hópur þurfti að þola. Þegar sögur þessara manna og fjölskyldna þeirra eru skoðaðar er deginum ljósara hversu þungt fórnir þeirra vega á framþróun réttinda samkynhneigðra. Það var áralöng barátta þessa fólks við heilbrigðiskerfið og samfélagið sem að lokum skilaði því að stjórnvöld fóru að sjá hlutina í réttu ljósi. Og um leið og sjúkdómurinn fór að vera meðhöndlaður af skynsemi þá rann upp fyrir fólki hve augljós réttindabarátta samkynhneigðra væri. Þessi saga líkt og aðrar sögur fær sinn dóm hjá seinni tíma kynslóðum. Það er löngu orðið tímabært að hún fái sitt réttmæta uppgjör, líkt og gert hefur verið á öðrum sviðum þar sem stjórnvöld hafa brugðist þeim sem þurftu á aðstoð og stuðningi að halda. Þessa sögu verður að skoða í réttum ljósi og við sem samfélag og hið opinbera að viðurkenna mistökin sem voru gerð en um leið sýna þeim sem fórnuðu öllu, þar á meðal lífi sínu, þá mannlegu virðingu sem samtíminn neitaði þeim um en þeir áttu svo sannarlega skilið. Ríkisstjórnin ætti að biðja þetta fólk afsökunar á þeirri vanvirðandi meðferð sem það fékk af hendi heilbrigðiskerfisins. Samfélagið, sér í lagi hinsegin samfélagið, á að minnast þessara einstaklinga og sýna þeim og þjáningum þeirra virðingu. Það er mín ósk að þeim yrði veittur verðskuldaður heiðurs, jafnvel reistur minnisvarði eða önnur opinber viðurkenning. Án þeirra er ekki sjálfgefið að við stæðum í þeim sporum sem við gerum í dag. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Hinsegin Sævar Þór Jónsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Réttindabarátta hinsegin fólks hefur náð miklum árangri þó einhver bakslög hafa komið. Við getum litið til baka og minnst þess hversu langt við höfum náð. Sumir hafa meira að segja verið heiðraðir fyrir framlag sitt til þeirrar baráttu, þótt deila megi um hversu vel einstaka aðilar hafi verið að þeirri viðurkenningu komnir. Það er brýnt að minnast þeirra sem ruddu brautina fyrir hinsegin fólk á Íslandi - þeirra sem sjaldan og jafnvel aldrei er minnst á. Það eru þeir sem féllu fyrir Alnæmi á upphafsárum þess skelfilega sjúkdóms í byrjun níunda áratugarins. Samhengi hlutanna kemur betur í ljós þegar litið er til baka og réttindabarátta hinsegin fólks var skammt á veg kominn í upphaf níunda áratugarins þegar þessi illvígi sjúkdómur fór að herja á samkynhneigða karlmenn hér landi. Sjúkdómurinn ýtti undir fordóma í garð samkynhneigðra, sem áttu þá þegar undir högg að sækja í baráttunni fyrir tilverurétti sínum. Áhrifin voru skelfileg og gjá myndaðist í samfélaginu á milli þess annars vegar að sinna þessum fárveiku einstaklingum og hins vegar að vilja ekkert með þá hafa. Stjórnvöld bæði hér heima og erlendis voru treg til að viðurkenna að um einhvers konar faraldur væri að ræða og því var ekki grípið til forvarna eða forvirkra aðgerða í upphafi. Það dylst engum sem skoða söguna að á þessum tíma grasseraði hér á landi kerfislæg andstaða við samkynhneigð sem hafði áhrif á hvernig tekið var á þessum málum. Þeir sem veiktust og aðstandendur þeirra þurftu oftar en ekki að fela veikindi sín vegna fordóma innan samfélagsins og jafnvel innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Hinir veiku fengu oft gloppótta þjónustu innan heilbrigðiskerfisins, þjónustu sem við teljum í dag sjálfsagða, og henni fylgdi oft smánun og jafnvel fyrirlitning. Það er furðulegt í því samfélagi sem við lifum í dag, með reynsluna eftir Covid-19 faraldurinn, að hugsa til þrautagöngu þeirra sem smituðust af HIV á sínum tíma og aðstandenda þeirra. Hefði samfélagið og kerfið tekið á málum með skynsemi og röggsemi, líkt og við gerðum í Covid-19 faraldrinum, þá hefði sagan og afleiðingarnar orðið aðrar en raun ber vitni. Það er auðvelt að vera vitur eftir á þegar horft er til baka á liðna atburði með gleraugum nútímans en þrátt fyrir það þá stendur upp úr sú staðreynd að fordómar og fáfræði höfðu alltof mikil áhrif. Það var ekki fyrr en að aðstandendur sjálfir, samfélag samkynhneigðra og einstaka heilbrigðisstarfsmenn fóru að taka málin í sínar eigin hendur að stjórnvöld tóku loks á sig rögg. Það rann upp fyrir yfirvöldum að til þess að geta tekið á faraldrinum þá þurfti að viðurkenna tilverurétt og réttindi þessa samfélagshóps. Því miður var það nokkrum árum of seint og skaðinn orðinn mikill þegar horft er á þau mannslíf sem glötuðust, fyrir utan þau fjölmörgu mannréttindabrot sem þessi hópur þurfti að þola. Þegar sögur þessara manna og fjölskyldna þeirra eru skoðaðar er deginum ljósara hversu þungt fórnir þeirra vega á framþróun réttinda samkynhneigðra. Það var áralöng barátta þessa fólks við heilbrigðiskerfið og samfélagið sem að lokum skilaði því að stjórnvöld fóru að sjá hlutina í réttu ljósi. Og um leið og sjúkdómurinn fór að vera meðhöndlaður af skynsemi þá rann upp fyrir fólki hve augljós réttindabarátta samkynhneigðra væri. Þessi saga líkt og aðrar sögur fær sinn dóm hjá seinni tíma kynslóðum. Það er löngu orðið tímabært að hún fái sitt réttmæta uppgjör, líkt og gert hefur verið á öðrum sviðum þar sem stjórnvöld hafa brugðist þeim sem þurftu á aðstoð og stuðningi að halda. Þessa sögu verður að skoða í réttum ljósi og við sem samfélag og hið opinbera að viðurkenna mistökin sem voru gerð en um leið sýna þeim sem fórnuðu öllu, þar á meðal lífi sínu, þá mannlegu virðingu sem samtíminn neitaði þeim um en þeir áttu svo sannarlega skilið. Ríkisstjórnin ætti að biðja þetta fólk afsökunar á þeirri vanvirðandi meðferð sem það fékk af hendi heilbrigðiskerfisins. Samfélagið, sér í lagi hinsegin samfélagið, á að minnast þessara einstaklinga og sýna þeim og þjáningum þeirra virðingu. Það er mín ósk að þeim yrði veittur verðskuldaður heiðurs, jafnvel reistur minnisvarði eða önnur opinber viðurkenning. Án þeirra er ekki sjálfgefið að við stæðum í þeim sporum sem við gerum í dag. Höfundur er lögmaður.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun