Málið snýr að andláti Sofiu Sarmite Kolesnikova sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi þann 27. apríl. Maðurinn var handtekinn í húsinu, ásamt öðrum sem hefur verið sleppt úr haldi.
Í frétt Ríkisútvarpsins frá því í gærkvöldi segir að Lögreglan á Suðurlandi hafi krafist þess þá um morguninn að Héraðsdómur Suðurlands framlengdi gæsluvarðhald mannsins um tvær vikur. Það var samþykkt.
Rúv segir einnig að úrskurður héraðsdóms hafi verið kærður til Landsréttar.
Lögregluþjónar telja sig með nokkuð skýra mynd af því sem gerðist þann 27. apríl og hefur lögreglan sömuleiðis sagt að verið sé að bíða eftir gögnum erlendis frá. Þar er um að ræða lífsýni frá Svíþjóð.