Dæmdir hryðjuverkamenn í framboði í kosningum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 21. maí 2023 15:00 Arnaldo Otegi, leiðtogi EH Bildu, á blaðamannafundi eftir að sjö dæmdir hryðjuverkamenn ETA drógu framboð sín tilbaka. Nöfn þeirra verða engu að síður á kjörseðlum nk. sunnudag, 28. maí. Europa Press 44 dæmdir hryðjuverkamenn eru á framboðslistum í sveitarstjórnarkosningunum á Spáni sem fram fara eftir slétta viku. Sjö þeirra, sem öll hafa afplánað dóma fyrir morð, hafa lýst því yfir að þau taki ekki sæti nái þau kjöri. Kosningabaráttan fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Spáni sem fram fara þann 28. maí hófst formlega um síðustu helgi. Þá voru allir framboðslistar opinberaðir. Aðskilnaðarsinnar Baska bjóða fram dæmda hryðjuverkamenn Mönnum brá illilega í brún þegar listar aðskilnaðarsinna í Baskalandi á Norður-Spáni voru kynntir. Flokkurinn sem heitir Euskal Herria Bildu er af mörgum sakaður um að vera arftaki hryðjuverkasamtakanna ETA sem um áratugaskeið framdi skæð hryðjuverk á Spáni í baráttu sinni fyrir sjálfstæði Baskalands. Alls myrtu liðsmenn samtakanna 854 einstaklinga, mest lögreglu- og hermenn en líka almenna borgara. Hryðjuverkasamtökin tilheyra fortíðinni Samtökin létu af illvirkjum sínum fyrir 12 árum og voru svo formlega leyst upp fyrir fimm árum. Síðan þá hafa flestir hinna dæmdu beðist afsökunar á gjörðum sínum og reynt hefur verið að græða sárin sem gjörðir samtakanna skildu eftir sig í Baskalandi. Það kom hins vegar illa við kaunin á samtökum aðstandenda hinna myrtu að sjá 44 dæmda hryðjuverkamenn á framboðslistum flokksins um síðustu helgi. Þau ráku upp ramakvein og sama má segja um alla stjórnmálaflokka landsins frá vinstri til hægri. Í kjölfarið lýstu þau 7 sem afplánað hafa dóma fyrir morð því yfir að þau taki ekki sæti í sveitastjórnum nái þau kjöri. Hin 37 voru dæmd fyrir minniháttar þátttöku í hryðjuverkasamtökunum en þess hefur engu að síður verið krafist að þau víki einnig sæti. Eldfimt efni í kosningabaráttunni Málið hefur orðið að miklu bitbeini á milli leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðu, en Bildu er stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar. Feijóo, leiðtogi hægri manna í stjórnarandstöðu sakaði Sanchez forsætisráðherra um að koma fram af meiri virðingu við böðlana en fórnarlömb þeirra, en Sanchéz sakaði Feijóo á móti um lýðskrum í þágu kosningabaráttunnar. Þegar ETA væri ekki lengur til reyndu hægri flokkarnir að blása upp vægi þeirra til þess að fiska atkvæði almennings. Spánn Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Kosningabaráttan fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Spáni sem fram fara þann 28. maí hófst formlega um síðustu helgi. Þá voru allir framboðslistar opinberaðir. Aðskilnaðarsinnar Baska bjóða fram dæmda hryðjuverkamenn Mönnum brá illilega í brún þegar listar aðskilnaðarsinna í Baskalandi á Norður-Spáni voru kynntir. Flokkurinn sem heitir Euskal Herria Bildu er af mörgum sakaður um að vera arftaki hryðjuverkasamtakanna ETA sem um áratugaskeið framdi skæð hryðjuverk á Spáni í baráttu sinni fyrir sjálfstæði Baskalands. Alls myrtu liðsmenn samtakanna 854 einstaklinga, mest lögreglu- og hermenn en líka almenna borgara. Hryðjuverkasamtökin tilheyra fortíðinni Samtökin létu af illvirkjum sínum fyrir 12 árum og voru svo formlega leyst upp fyrir fimm árum. Síðan þá hafa flestir hinna dæmdu beðist afsökunar á gjörðum sínum og reynt hefur verið að græða sárin sem gjörðir samtakanna skildu eftir sig í Baskalandi. Það kom hins vegar illa við kaunin á samtökum aðstandenda hinna myrtu að sjá 44 dæmda hryðjuverkamenn á framboðslistum flokksins um síðustu helgi. Þau ráku upp ramakvein og sama má segja um alla stjórnmálaflokka landsins frá vinstri til hægri. Í kjölfarið lýstu þau 7 sem afplánað hafa dóma fyrir morð því yfir að þau taki ekki sæti í sveitastjórnum nái þau kjöri. Hin 37 voru dæmd fyrir minniháttar þátttöku í hryðjuverkasamtökunum en þess hefur engu að síður verið krafist að þau víki einnig sæti. Eldfimt efni í kosningabaráttunni Málið hefur orðið að miklu bitbeini á milli leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðu, en Bildu er stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar. Feijóo, leiðtogi hægri manna í stjórnarandstöðu sakaði Sanchez forsætisráðherra um að koma fram af meiri virðingu við böðlana en fórnarlömb þeirra, en Sanchéz sakaði Feijóo á móti um lýðskrum í þágu kosningabaráttunnar. Þegar ETA væri ekki lengur til reyndu hægri flokkarnir að blása upp vægi þeirra til þess að fiska atkvæði almennings.
Spánn Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira