Vilja kaupa 1.700 íbúðir og leigja út á kostnaðarverði Máni Snær Þorláksson skrifar 17. maí 2023 13:35 Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda. Vísir/Vilhelm Samtök leigjenda hafa óskað eftir viðræðum við stjórn Heimstaden um kaup á 1.700 íbúðum félagsins. Hugmynd samtakanna er að nýtt samvinnufélag kaupi íbúðirnar og að þær verði leigðar út á kostnaðarverði. Samvinnufélagið myndi tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Í tilkynningu frá samtökum leigjenda kemur fram að þau vilji kaupa íbúðirnar svo þær „geti áfram verið í útleigu og leigjendur þeirra endi ekki á götunni.“ Samtökin vilja jafnframt fá viðræður við fjármálaráðuneytið, stjórn ÍL-sjóðs og stærstu lífeyrissjóði um fjármögnun kaupanna. Þá óska samtökin eftir aðkomu innviðaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis um „nauðsynlegar lagabreytingar er snúa að stofnun og rekstri samvinnufélags leigjenda.“ Þar sem samtökin vilja kaupa allar íbúðir félagsins telja þau að hægt verði að fá magnafslátt á umsömdu kaupverði. Þau telja það vera mögulegt sökum þess að Heimstaden myndi spara sér langt söluferli á íbúðunum með því. Þá reikna samtökin með því að fá góð lánskjör. „Enda vart hægt að finna betra veð fyrir langtímaláni en í 1700 íbúðum sem allar eru í útleigu.“ Vilja leigja út íbúðirnar á kostnaðarverði Samtökin eru með þá hugmynd að nýtt samvinnufélag leigjenda verði kaupandi og eigandi íbúðanna. Félagið eigi að hafa það markmið að leigja út á kostnaðarverði og tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Þá eigi leigjendur sjálfir að vera í stjórn rekstrarfélagsins og móta stefnu þess og markmið. „Þannig megi stuðla að lækkun húsaleigu og auknu húsnæðisöryggi fyrir leigjendur.“ Samtökin telja að stjórnvöld geti mætt þem fjölskyldum sem nú leigja íbúðirnar sem Heimstaden hefur í hyggju að selja. „Skaðinn af því að allar þessar fjölskyldur missi húsnæði sitt yrði hryllilegur,“ segir í tilkynningunni. „Sala Heimstaden á þessum íbúðum út af leigumarkaði mun einnig valda kreppu á leigumarkaði sem mun skrúfa upp leiguverð og grafa undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna.“ Því segja samtökin að neyðarástand sé yfirvofandi og að bregðast verði við því af ábyrgð. Tilboð þeirra kalli eftir slíkri ábyrgð hjá Heimstaden, ráðherrum og lífeyrissjóðunum. „Það þarf að koma í veg fyrir áfallið. Hugmyndir Leigjendasamtakanna eru tilboð um það.“ Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Leigjendasamtökin óska eftir viðræðum við stjórn Heimstaden um kaup á 1700 íbúðum félagsins svo þau geti áfram verið í útleigu og leigjendur þeirra endi ekki á götunni. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við fjármálaráðuneytið og stjórn ÍL-sjóðs um fjármögnun kaupanna. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við stærstu lífeyrissjóði um fjármögnun. Einnig óska samtökin eftir aðkomu innviðaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis um nauðsynlegar lagabreytingar er snúa að stofnun og rekstri samvinnufélags leigjenda. Leigjendasamtökin telja að nokkur magnafsláttur verði á umsömdu kaupverði þar sem Heimstaden spari sér langt söluferli á 1700 íbúðum. Samtökin reikna með góðum lánskjörum, enda vart hægt að finna betra veð fyrir langtímaláni en í 1700 íbúðum sem allar eru í útleigu. Hugmynd Leigjendasamtakanna er að nýtt samvinnufélag leigjenda verði kaupandi og eigandi, félag sem hefur það markmið að leigja út á kostnaðarverði og tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Einnig að leigjendur sjálfir séu í stjórn rekstrarfélagsins og móti stefnu þess og markmið. Þannig megi stuðla að lækkun húsaleigu og auknu húsnæðisöryggi fyrir leigjendur. Leigjendasamtökin telja að stjórnvöld geti mætt þessum 1700 fjölskyldum og öðrum leigjendum með því að fjármagna þessi kaup. Skaðinn af því að allar þessar fjölskyldur missi húsnæði sitt yrði hryllilegur. Sala Heimstaden á þessum íbúðum út af leigumarkaði mun einnig valda kreppu á leigumarkaði sem mun skrúfa upp leiguverð og grafa undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna. Hér er því yfirvofandi neyðarástand sem bregðast verður við af ábyrgð. Tilboð Leigjendasamtakanna kallar eftir þeirri ábyrgð hjá eigendum og stjórn Heimstaden, hjá ráðherrum ríkisstjórnar og stjórnum lífeyrissjóðanna. Það þarf að koma í veg fyrir áfallið. Hugmyndir Leigjendasamtakanna eru tilboð um það. Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Í tilkynningu frá samtökum leigjenda kemur fram að þau vilji kaupa íbúðirnar svo þær „geti áfram verið í útleigu og leigjendur þeirra endi ekki á götunni.“ Samtökin vilja jafnframt fá viðræður við fjármálaráðuneytið, stjórn ÍL-sjóðs og stærstu lífeyrissjóði um fjármögnun kaupanna. Þá óska samtökin eftir aðkomu innviðaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis um „nauðsynlegar lagabreytingar er snúa að stofnun og rekstri samvinnufélags leigjenda.“ Þar sem samtökin vilja kaupa allar íbúðir félagsins telja þau að hægt verði að fá magnafslátt á umsömdu kaupverði. Þau telja það vera mögulegt sökum þess að Heimstaden myndi spara sér langt söluferli á íbúðunum með því. Þá reikna samtökin með því að fá góð lánskjör. „Enda vart hægt að finna betra veð fyrir langtímaláni en í 1700 íbúðum sem allar eru í útleigu.“ Vilja leigja út íbúðirnar á kostnaðarverði Samtökin eru með þá hugmynd að nýtt samvinnufélag leigjenda verði kaupandi og eigandi íbúðanna. Félagið eigi að hafa það markmið að leigja út á kostnaðarverði og tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Þá eigi leigjendur sjálfir að vera í stjórn rekstrarfélagsins og móta stefnu þess og markmið. „Þannig megi stuðla að lækkun húsaleigu og auknu húsnæðisöryggi fyrir leigjendur.“ Samtökin telja að stjórnvöld geti mætt þem fjölskyldum sem nú leigja íbúðirnar sem Heimstaden hefur í hyggju að selja. „Skaðinn af því að allar þessar fjölskyldur missi húsnæði sitt yrði hryllilegur,“ segir í tilkynningunni. „Sala Heimstaden á þessum íbúðum út af leigumarkaði mun einnig valda kreppu á leigumarkaði sem mun skrúfa upp leiguverð og grafa undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna.“ Því segja samtökin að neyðarástand sé yfirvofandi og að bregðast verði við því af ábyrgð. Tilboð þeirra kalli eftir slíkri ábyrgð hjá Heimstaden, ráðherrum og lífeyrissjóðunum. „Það þarf að koma í veg fyrir áfallið. Hugmyndir Leigjendasamtakanna eru tilboð um það.“ Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Leigjendasamtökin óska eftir viðræðum við stjórn Heimstaden um kaup á 1700 íbúðum félagsins svo þau geti áfram verið í útleigu og leigjendur þeirra endi ekki á götunni. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við fjármálaráðuneytið og stjórn ÍL-sjóðs um fjármögnun kaupanna. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við stærstu lífeyrissjóði um fjármögnun. Einnig óska samtökin eftir aðkomu innviðaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis um nauðsynlegar lagabreytingar er snúa að stofnun og rekstri samvinnufélags leigjenda. Leigjendasamtökin telja að nokkur magnafsláttur verði á umsömdu kaupverði þar sem Heimstaden spari sér langt söluferli á 1700 íbúðum. Samtökin reikna með góðum lánskjörum, enda vart hægt að finna betra veð fyrir langtímaláni en í 1700 íbúðum sem allar eru í útleigu. Hugmynd Leigjendasamtakanna er að nýtt samvinnufélag leigjenda verði kaupandi og eigandi, félag sem hefur það markmið að leigja út á kostnaðarverði og tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Einnig að leigjendur sjálfir séu í stjórn rekstrarfélagsins og móti stefnu þess og markmið. Þannig megi stuðla að lækkun húsaleigu og auknu húsnæðisöryggi fyrir leigjendur. Leigjendasamtökin telja að stjórnvöld geti mætt þessum 1700 fjölskyldum og öðrum leigjendum með því að fjármagna þessi kaup. Skaðinn af því að allar þessar fjölskyldur missi húsnæði sitt yrði hryllilegur. Sala Heimstaden á þessum íbúðum út af leigumarkaði mun einnig valda kreppu á leigumarkaði sem mun skrúfa upp leiguverð og grafa undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna. Hér er því yfirvofandi neyðarástand sem bregðast verður við af ábyrgð. Tilboð Leigjendasamtakanna kallar eftir þeirri ábyrgð hjá eigendum og stjórn Heimstaden, hjá ráðherrum ríkisstjórnar og stjórnum lífeyrissjóðanna. Það þarf að koma í veg fyrir áfallið. Hugmyndir Leigjendasamtakanna eru tilboð um það.
Leigjendasamtökin óska eftir viðræðum við stjórn Heimstaden um kaup á 1700 íbúðum félagsins svo þau geti áfram verið í útleigu og leigjendur þeirra endi ekki á götunni. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við fjármálaráðuneytið og stjórn ÍL-sjóðs um fjármögnun kaupanna. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við stærstu lífeyrissjóði um fjármögnun. Einnig óska samtökin eftir aðkomu innviðaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis um nauðsynlegar lagabreytingar er snúa að stofnun og rekstri samvinnufélags leigjenda. Leigjendasamtökin telja að nokkur magnafsláttur verði á umsömdu kaupverði þar sem Heimstaden spari sér langt söluferli á 1700 íbúðum. Samtökin reikna með góðum lánskjörum, enda vart hægt að finna betra veð fyrir langtímaláni en í 1700 íbúðum sem allar eru í útleigu. Hugmynd Leigjendasamtakanna er að nýtt samvinnufélag leigjenda verði kaupandi og eigandi, félag sem hefur það markmið að leigja út á kostnaðarverði og tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Einnig að leigjendur sjálfir séu í stjórn rekstrarfélagsins og móti stefnu þess og markmið. Þannig megi stuðla að lækkun húsaleigu og auknu húsnæðisöryggi fyrir leigjendur. Leigjendasamtökin telja að stjórnvöld geti mætt þessum 1700 fjölskyldum og öðrum leigjendum með því að fjármagna þessi kaup. Skaðinn af því að allar þessar fjölskyldur missi húsnæði sitt yrði hryllilegur. Sala Heimstaden á þessum íbúðum út af leigumarkaði mun einnig valda kreppu á leigumarkaði sem mun skrúfa upp leiguverð og grafa undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna. Hér er því yfirvofandi neyðarástand sem bregðast verður við af ábyrgð. Tilboð Leigjendasamtakanna kallar eftir þeirri ábyrgð hjá eigendum og stjórn Heimstaden, hjá ráðherrum ríkisstjórnar og stjórnum lífeyrissjóðanna. Það þarf að koma í veg fyrir áfallið. Hugmyndir Leigjendasamtakanna eru tilboð um það.
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira