Vilja kaupa 1.700 íbúðir og leigja út á kostnaðarverði Máni Snær Þorláksson skrifar 17. maí 2023 13:35 Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda. Vísir/Vilhelm Samtök leigjenda hafa óskað eftir viðræðum við stjórn Heimstaden um kaup á 1.700 íbúðum félagsins. Hugmynd samtakanna er að nýtt samvinnufélag kaupi íbúðirnar og að þær verði leigðar út á kostnaðarverði. Samvinnufélagið myndi tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Í tilkynningu frá samtökum leigjenda kemur fram að þau vilji kaupa íbúðirnar svo þær „geti áfram verið í útleigu og leigjendur þeirra endi ekki á götunni.“ Samtökin vilja jafnframt fá viðræður við fjármálaráðuneytið, stjórn ÍL-sjóðs og stærstu lífeyrissjóði um fjármögnun kaupanna. Þá óska samtökin eftir aðkomu innviðaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis um „nauðsynlegar lagabreytingar er snúa að stofnun og rekstri samvinnufélags leigjenda.“ Þar sem samtökin vilja kaupa allar íbúðir félagsins telja þau að hægt verði að fá magnafslátt á umsömdu kaupverði. Þau telja það vera mögulegt sökum þess að Heimstaden myndi spara sér langt söluferli á íbúðunum með því. Þá reikna samtökin með því að fá góð lánskjör. „Enda vart hægt að finna betra veð fyrir langtímaláni en í 1700 íbúðum sem allar eru í útleigu.“ Vilja leigja út íbúðirnar á kostnaðarverði Samtökin eru með þá hugmynd að nýtt samvinnufélag leigjenda verði kaupandi og eigandi íbúðanna. Félagið eigi að hafa það markmið að leigja út á kostnaðarverði og tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Þá eigi leigjendur sjálfir að vera í stjórn rekstrarfélagsins og móta stefnu þess og markmið. „Þannig megi stuðla að lækkun húsaleigu og auknu húsnæðisöryggi fyrir leigjendur.“ Samtökin telja að stjórnvöld geti mætt þem fjölskyldum sem nú leigja íbúðirnar sem Heimstaden hefur í hyggju að selja. „Skaðinn af því að allar þessar fjölskyldur missi húsnæði sitt yrði hryllilegur,“ segir í tilkynningunni. „Sala Heimstaden á þessum íbúðum út af leigumarkaði mun einnig valda kreppu á leigumarkaði sem mun skrúfa upp leiguverð og grafa undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna.“ Því segja samtökin að neyðarástand sé yfirvofandi og að bregðast verði við því af ábyrgð. Tilboð þeirra kalli eftir slíkri ábyrgð hjá Heimstaden, ráðherrum og lífeyrissjóðunum. „Það þarf að koma í veg fyrir áfallið. Hugmyndir Leigjendasamtakanna eru tilboð um það.“ Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Leigjendasamtökin óska eftir viðræðum við stjórn Heimstaden um kaup á 1700 íbúðum félagsins svo þau geti áfram verið í útleigu og leigjendur þeirra endi ekki á götunni. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við fjármálaráðuneytið og stjórn ÍL-sjóðs um fjármögnun kaupanna. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við stærstu lífeyrissjóði um fjármögnun. Einnig óska samtökin eftir aðkomu innviðaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis um nauðsynlegar lagabreytingar er snúa að stofnun og rekstri samvinnufélags leigjenda. Leigjendasamtökin telja að nokkur magnafsláttur verði á umsömdu kaupverði þar sem Heimstaden spari sér langt söluferli á 1700 íbúðum. Samtökin reikna með góðum lánskjörum, enda vart hægt að finna betra veð fyrir langtímaláni en í 1700 íbúðum sem allar eru í útleigu. Hugmynd Leigjendasamtakanna er að nýtt samvinnufélag leigjenda verði kaupandi og eigandi, félag sem hefur það markmið að leigja út á kostnaðarverði og tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Einnig að leigjendur sjálfir séu í stjórn rekstrarfélagsins og móti stefnu þess og markmið. Þannig megi stuðla að lækkun húsaleigu og auknu húsnæðisöryggi fyrir leigjendur. Leigjendasamtökin telja að stjórnvöld geti mætt þessum 1700 fjölskyldum og öðrum leigjendum með því að fjármagna þessi kaup. Skaðinn af því að allar þessar fjölskyldur missi húsnæði sitt yrði hryllilegur. Sala Heimstaden á þessum íbúðum út af leigumarkaði mun einnig valda kreppu á leigumarkaði sem mun skrúfa upp leiguverð og grafa undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna. Hér er því yfirvofandi neyðarástand sem bregðast verður við af ábyrgð. Tilboð Leigjendasamtakanna kallar eftir þeirri ábyrgð hjá eigendum og stjórn Heimstaden, hjá ráðherrum ríkisstjórnar og stjórnum lífeyrissjóðanna. Það þarf að koma í veg fyrir áfallið. Hugmyndir Leigjendasamtakanna eru tilboð um það. Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Í tilkynningu frá samtökum leigjenda kemur fram að þau vilji kaupa íbúðirnar svo þær „geti áfram verið í útleigu og leigjendur þeirra endi ekki á götunni.“ Samtökin vilja jafnframt fá viðræður við fjármálaráðuneytið, stjórn ÍL-sjóðs og stærstu lífeyrissjóði um fjármögnun kaupanna. Þá óska samtökin eftir aðkomu innviðaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis um „nauðsynlegar lagabreytingar er snúa að stofnun og rekstri samvinnufélags leigjenda.“ Þar sem samtökin vilja kaupa allar íbúðir félagsins telja þau að hægt verði að fá magnafslátt á umsömdu kaupverði. Þau telja það vera mögulegt sökum þess að Heimstaden myndi spara sér langt söluferli á íbúðunum með því. Þá reikna samtökin með því að fá góð lánskjör. „Enda vart hægt að finna betra veð fyrir langtímaláni en í 1700 íbúðum sem allar eru í útleigu.“ Vilja leigja út íbúðirnar á kostnaðarverði Samtökin eru með þá hugmynd að nýtt samvinnufélag leigjenda verði kaupandi og eigandi íbúðanna. Félagið eigi að hafa það markmið að leigja út á kostnaðarverði og tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Þá eigi leigjendur sjálfir að vera í stjórn rekstrarfélagsins og móta stefnu þess og markmið. „Þannig megi stuðla að lækkun húsaleigu og auknu húsnæðisöryggi fyrir leigjendur.“ Samtökin telja að stjórnvöld geti mætt þem fjölskyldum sem nú leigja íbúðirnar sem Heimstaden hefur í hyggju að selja. „Skaðinn af því að allar þessar fjölskyldur missi húsnæði sitt yrði hryllilegur,“ segir í tilkynningunni. „Sala Heimstaden á þessum íbúðum út af leigumarkaði mun einnig valda kreppu á leigumarkaði sem mun skrúfa upp leiguverð og grafa undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna.“ Því segja samtökin að neyðarástand sé yfirvofandi og að bregðast verði við því af ábyrgð. Tilboð þeirra kalli eftir slíkri ábyrgð hjá Heimstaden, ráðherrum og lífeyrissjóðunum. „Það þarf að koma í veg fyrir áfallið. Hugmyndir Leigjendasamtakanna eru tilboð um það.“ Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Leigjendasamtökin óska eftir viðræðum við stjórn Heimstaden um kaup á 1700 íbúðum félagsins svo þau geti áfram verið í útleigu og leigjendur þeirra endi ekki á götunni. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við fjármálaráðuneytið og stjórn ÍL-sjóðs um fjármögnun kaupanna. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við stærstu lífeyrissjóði um fjármögnun. Einnig óska samtökin eftir aðkomu innviðaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis um nauðsynlegar lagabreytingar er snúa að stofnun og rekstri samvinnufélags leigjenda. Leigjendasamtökin telja að nokkur magnafsláttur verði á umsömdu kaupverði þar sem Heimstaden spari sér langt söluferli á 1700 íbúðum. Samtökin reikna með góðum lánskjörum, enda vart hægt að finna betra veð fyrir langtímaláni en í 1700 íbúðum sem allar eru í útleigu. Hugmynd Leigjendasamtakanna er að nýtt samvinnufélag leigjenda verði kaupandi og eigandi, félag sem hefur það markmið að leigja út á kostnaðarverði og tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Einnig að leigjendur sjálfir séu í stjórn rekstrarfélagsins og móti stefnu þess og markmið. Þannig megi stuðla að lækkun húsaleigu og auknu húsnæðisöryggi fyrir leigjendur. Leigjendasamtökin telja að stjórnvöld geti mætt þessum 1700 fjölskyldum og öðrum leigjendum með því að fjármagna þessi kaup. Skaðinn af því að allar þessar fjölskyldur missi húsnæði sitt yrði hryllilegur. Sala Heimstaden á þessum íbúðum út af leigumarkaði mun einnig valda kreppu á leigumarkaði sem mun skrúfa upp leiguverð og grafa undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna. Hér er því yfirvofandi neyðarástand sem bregðast verður við af ábyrgð. Tilboð Leigjendasamtakanna kallar eftir þeirri ábyrgð hjá eigendum og stjórn Heimstaden, hjá ráðherrum ríkisstjórnar og stjórnum lífeyrissjóðanna. Það þarf að koma í veg fyrir áfallið. Hugmyndir Leigjendasamtakanna eru tilboð um það.
Leigjendasamtökin óska eftir viðræðum við stjórn Heimstaden um kaup á 1700 íbúðum félagsins svo þau geti áfram verið í útleigu og leigjendur þeirra endi ekki á götunni. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við fjármálaráðuneytið og stjórn ÍL-sjóðs um fjármögnun kaupanna. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við stærstu lífeyrissjóði um fjármögnun. Einnig óska samtökin eftir aðkomu innviðaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis um nauðsynlegar lagabreytingar er snúa að stofnun og rekstri samvinnufélags leigjenda. Leigjendasamtökin telja að nokkur magnafsláttur verði á umsömdu kaupverði þar sem Heimstaden spari sér langt söluferli á 1700 íbúðum. Samtökin reikna með góðum lánskjörum, enda vart hægt að finna betra veð fyrir langtímaláni en í 1700 íbúðum sem allar eru í útleigu. Hugmynd Leigjendasamtakanna er að nýtt samvinnufélag leigjenda verði kaupandi og eigandi, félag sem hefur það markmið að leigja út á kostnaðarverði og tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Einnig að leigjendur sjálfir séu í stjórn rekstrarfélagsins og móti stefnu þess og markmið. Þannig megi stuðla að lækkun húsaleigu og auknu húsnæðisöryggi fyrir leigjendur. Leigjendasamtökin telja að stjórnvöld geti mætt þessum 1700 fjölskyldum og öðrum leigjendum með því að fjármagna þessi kaup. Skaðinn af því að allar þessar fjölskyldur missi húsnæði sitt yrði hryllilegur. Sala Heimstaden á þessum íbúðum út af leigumarkaði mun einnig valda kreppu á leigumarkaði sem mun skrúfa upp leiguverð og grafa undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna. Hér er því yfirvofandi neyðarástand sem bregðast verður við af ábyrgð. Tilboð Leigjendasamtakanna kallar eftir þeirri ábyrgð hjá eigendum og stjórn Heimstaden, hjá ráðherrum ríkisstjórnar og stjórnum lífeyrissjóðanna. Það þarf að koma í veg fyrir áfallið. Hugmyndir Leigjendasamtakanna eru tilboð um það.
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira