Vopnvæðum öryggi? Björn Leví Gunnarsson skrifar 17. maí 2023 08:00 Á undanförnum 4 árum hefur lögreglan keypt varnarbúnað fyrir 230 milljónir króna samkvæmt opnirreikningar.is. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur 112 milljónum verið varið í varnarbúnað. Þetta hljómar kannski ekki eins og mjög há upphæð í heildar samhenginu en rifjum upp að þær tvö hundruð og fimmtíu hríðskotabyssur sem Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjóri fengu frá Noregi (en urðu að skila) áttu að kosta um tíu milljónir króna. Fjárhæð ársins dugar þá fyrir um 2.800 álíka hríðskotabyssum. En auðvitað er ekki bara verið að kaupa hríðskotabyssur. Það er líka verið að kaupa rafbyssur. Eða afsakið, rafvarnarvopn. Svona eins og hríðskotabyssa heitir í rauninni hríðskotavarnarvopn. Fleiri og sýnilegri vopn. Vopnvæðing lögreglunnar hefur hægt og rólega aukist á undanförnum áratugum. Sérsveitin var stofnuð árið 1982 og skaut í fyrsta skipti mann árið 2013. Á árunum 2003 - 2017 fjölgaði vopnuðum útköllum sérsveitarinnar frá 52 upp í 298 samkvæmt svari ráðherra við fyrirspurn Smára McCarthy. Ástæðan fyrir fjölgun vopnaðra útkalla er sögð vera fjölgun tilkynninga um vopnaða einstaklinga sem þá kalli á vopnaða lögreglu til að sinna þeim verkefnum. Árið 2017 voru nefnilega sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur á meðan fjölskylduhátíðinn Color Run fór fram. Það þurfti að tryggja skjót viðbrögð til að vernda almenning nefnilega. Núverandi forsætisráðherra gagnrýndi þá fyrirkomulagið á þann hátt að það hefði átt að upplýsa almenning um aukinn viðbúnað. Síðan þá hefur vopnum lögreglunnar fjölgað og rafbyssum verið bætt í vopnabúrið. Ég meina rafvarnarvopnum, afsakið. Af hverju? Lögreglan hefur smám saman verið vopnvædd. Í litlum skrefum sem hvert um sig hefur ekki valdið nægilega mikilli andstöðu til þess að koma í veg fyrir breytingarnar. En safnast þegar saman kemur og núverandi staða með tilkomu rafbyssa (þetta rafvarnarvopnaorðaskrípi má eiga sig) er risastór breyting. Til hvers þurfum við eiginlega að vopnavæða lögregluna? Í alvörunni, af hverju? Fyrrverandi lögreglumaður sagði mér að hann fyndi fyrir meira öryggi að sjá vopnaða lögreglumenn. Rannsóknir sýna einnig að lögreglumenn upplifi sig öruggari þegar þeir eru vopnaðir og geti þannig betur varið almenning og eigið öryggi. En er það satt? Gögnin benda ekki til þess. Ein helsta ástæðan fyrir því er að þó að einhverjum eins og fyrrverandi lögreglumönnum og vel meinandi borgurum landsins líði betur að vita af því að það er vopnuð lögregla þarna til þess að verja þau, þá upplifa einmitt mjög margir aðrir ógn af vopnaðri lögreglu. Almennt séð er hægt að skipta þessu upp í valdhafa, sem líður vel bak við vopnaða lögreglu, og alla hina sem lögreglan hefur horfir á. Einfölduð mynd, vissulega, en nægilega nákvæm samt. Hræðusluáróður og falskt öryggi Á sama tíma og dómsmálaráðherra segist ekki beita hræðsluáróðri í vopnvæðingu lögreglunnar með því að segjast bara verið að segja sannleikann og draga upp staðreyndir - beitir dómsmálaráðherra einmitt hræðsluáróðri. Sem dæmi úr viðtali í Sprengisandi: “Ábendingar hafi borist frá erlendum lögregluyfirvöldum um að hingað til lands liggi straumur fólks sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi”. Hér getur vissulega verið um staðreynd að ræða en það kemur ekki í veg fyrir að um áróður sé að ræða. Hér er ýjað að því að það sé einhver gríðarlegur fjöldi fólks með tengingu í skipulagða glæpastarfsemi að flæða inn í landið. Að það þurfi svo að stíga fast til jarðar. Það vakna svo margar spurningar út af þessum fullyrðingum ráðherra og mögulegum aðgerðum að það hálfa væri nóg. Í fyrsta lagi hvort þessi “staðreynd” leiði nauðsynlega til þess að lögreglan þurfi að vopnvæðast? Eða er það bara það fyrsta sem ríkisstjórninni dettur í hug að gera? Það eru að koma vondir útlendingar, við þurfum að vopnast til að … Til að hvað? Í fúlustu alvöru og einskærri einlægni? Til þess að gera hvað? Hverju mun byssa, rafknúin eða ekki, breyta til hins betra? Í stóra samhenginu, miðað við fjöldan allan af rannsóknum virðist aukin vopnvæðing hafa þveröfug áhrif. Það ætti svo sem ekki að koma á óvart því átök milli aðila með byssur eru líklegri til þess að leiða til þess að byssur verði notaðar. En hvernig stendur þá á því, þrátt fyrir allar rannsóknirnar að hér eru stigin fleiri skref í áttina að meiri vopnvæðingu? Jú, það er erfitt að útskýra fyrir fólki sem finnur fyrir öryggistilfinningu vegna vopnanna að það sé fölsk tilfinning. Að það sé bara tálsýn um öryggi. Það er erfitt af því að tilfinningin um öryggi er til staðar og það gerist yfirleitt ekkert fyrir fólk til þess að sýna þeim að sú tilfinning leiðir til meira óöryggis. Það læðist nefnilega upp að okkur og býr til ákveðinn vítahring. Hvert vopnað atvik styrkir okkur í þeirri skoðun að þarna hefði nú verið gott að vera með vopnaða lögreglu til þess að takast á við glæpamennina. En það gerir vopn hversdagslegri. Hvað þá? Það eru engar töfralausnir við jafn þessum fjölþætta vanda og margir bera hér ábyrgð. Þetta er heilbrigðisvandamál, félagslegt vandamál, lagalegt vandamál, … Við eigum ekki að siga lögreglunni á veikt fólk, hvað þá vopnaðri lögreglu, eða skerða réttindi þeirra sem minnst mega sín. Ég veit vel að lögreglunni finnst hún ekki vera ógnandi gagnvart fólki og ég veit að lögreglunni finnst hún almennt vera mjög hjálpsöm. Yfirleitt er það líka hárrétt. En það eru jaðartilfellin sem skipta máli. Það eru málin þar sem 12 ára barn er lagt í jörðina og höndum haldið fyrir aftan bak sem mega ekki gerast. Það eru málin þar sem traustið er brotið sem mega ekki gerast. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Lögreglan Öryggis- og varnarmál Skotvopn Alþingi Píratar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum 4 árum hefur lögreglan keypt varnarbúnað fyrir 230 milljónir króna samkvæmt opnirreikningar.is. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur 112 milljónum verið varið í varnarbúnað. Þetta hljómar kannski ekki eins og mjög há upphæð í heildar samhenginu en rifjum upp að þær tvö hundruð og fimmtíu hríðskotabyssur sem Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjóri fengu frá Noregi (en urðu að skila) áttu að kosta um tíu milljónir króna. Fjárhæð ársins dugar þá fyrir um 2.800 álíka hríðskotabyssum. En auðvitað er ekki bara verið að kaupa hríðskotabyssur. Það er líka verið að kaupa rafbyssur. Eða afsakið, rafvarnarvopn. Svona eins og hríðskotabyssa heitir í rauninni hríðskotavarnarvopn. Fleiri og sýnilegri vopn. Vopnvæðing lögreglunnar hefur hægt og rólega aukist á undanförnum áratugum. Sérsveitin var stofnuð árið 1982 og skaut í fyrsta skipti mann árið 2013. Á árunum 2003 - 2017 fjölgaði vopnuðum útköllum sérsveitarinnar frá 52 upp í 298 samkvæmt svari ráðherra við fyrirspurn Smára McCarthy. Ástæðan fyrir fjölgun vopnaðra útkalla er sögð vera fjölgun tilkynninga um vopnaða einstaklinga sem þá kalli á vopnaða lögreglu til að sinna þeim verkefnum. Árið 2017 voru nefnilega sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur á meðan fjölskylduhátíðinn Color Run fór fram. Það þurfti að tryggja skjót viðbrögð til að vernda almenning nefnilega. Núverandi forsætisráðherra gagnrýndi þá fyrirkomulagið á þann hátt að það hefði átt að upplýsa almenning um aukinn viðbúnað. Síðan þá hefur vopnum lögreglunnar fjölgað og rafbyssum verið bætt í vopnabúrið. Ég meina rafvarnarvopnum, afsakið. Af hverju? Lögreglan hefur smám saman verið vopnvædd. Í litlum skrefum sem hvert um sig hefur ekki valdið nægilega mikilli andstöðu til þess að koma í veg fyrir breytingarnar. En safnast þegar saman kemur og núverandi staða með tilkomu rafbyssa (þetta rafvarnarvopnaorðaskrípi má eiga sig) er risastór breyting. Til hvers þurfum við eiginlega að vopnavæða lögregluna? Í alvörunni, af hverju? Fyrrverandi lögreglumaður sagði mér að hann fyndi fyrir meira öryggi að sjá vopnaða lögreglumenn. Rannsóknir sýna einnig að lögreglumenn upplifi sig öruggari þegar þeir eru vopnaðir og geti þannig betur varið almenning og eigið öryggi. En er það satt? Gögnin benda ekki til þess. Ein helsta ástæðan fyrir því er að þó að einhverjum eins og fyrrverandi lögreglumönnum og vel meinandi borgurum landsins líði betur að vita af því að það er vopnuð lögregla þarna til þess að verja þau, þá upplifa einmitt mjög margir aðrir ógn af vopnaðri lögreglu. Almennt séð er hægt að skipta þessu upp í valdhafa, sem líður vel bak við vopnaða lögreglu, og alla hina sem lögreglan hefur horfir á. Einfölduð mynd, vissulega, en nægilega nákvæm samt. Hræðusluáróður og falskt öryggi Á sama tíma og dómsmálaráðherra segist ekki beita hræðsluáróðri í vopnvæðingu lögreglunnar með því að segjast bara verið að segja sannleikann og draga upp staðreyndir - beitir dómsmálaráðherra einmitt hræðsluáróðri. Sem dæmi úr viðtali í Sprengisandi: “Ábendingar hafi borist frá erlendum lögregluyfirvöldum um að hingað til lands liggi straumur fólks sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi”. Hér getur vissulega verið um staðreynd að ræða en það kemur ekki í veg fyrir að um áróður sé að ræða. Hér er ýjað að því að það sé einhver gríðarlegur fjöldi fólks með tengingu í skipulagða glæpastarfsemi að flæða inn í landið. Að það þurfi svo að stíga fast til jarðar. Það vakna svo margar spurningar út af þessum fullyrðingum ráðherra og mögulegum aðgerðum að það hálfa væri nóg. Í fyrsta lagi hvort þessi “staðreynd” leiði nauðsynlega til þess að lögreglan þurfi að vopnvæðast? Eða er það bara það fyrsta sem ríkisstjórninni dettur í hug að gera? Það eru að koma vondir útlendingar, við þurfum að vopnast til að … Til að hvað? Í fúlustu alvöru og einskærri einlægni? Til þess að gera hvað? Hverju mun byssa, rafknúin eða ekki, breyta til hins betra? Í stóra samhenginu, miðað við fjöldan allan af rannsóknum virðist aukin vopnvæðing hafa þveröfug áhrif. Það ætti svo sem ekki að koma á óvart því átök milli aðila með byssur eru líklegri til þess að leiða til þess að byssur verði notaðar. En hvernig stendur þá á því, þrátt fyrir allar rannsóknirnar að hér eru stigin fleiri skref í áttina að meiri vopnvæðingu? Jú, það er erfitt að útskýra fyrir fólki sem finnur fyrir öryggistilfinningu vegna vopnanna að það sé fölsk tilfinning. Að það sé bara tálsýn um öryggi. Það er erfitt af því að tilfinningin um öryggi er til staðar og það gerist yfirleitt ekkert fyrir fólk til þess að sýna þeim að sú tilfinning leiðir til meira óöryggis. Það læðist nefnilega upp að okkur og býr til ákveðinn vítahring. Hvert vopnað atvik styrkir okkur í þeirri skoðun að þarna hefði nú verið gott að vera með vopnaða lögreglu til þess að takast á við glæpamennina. En það gerir vopn hversdagslegri. Hvað þá? Það eru engar töfralausnir við jafn þessum fjölþætta vanda og margir bera hér ábyrgð. Þetta er heilbrigðisvandamál, félagslegt vandamál, lagalegt vandamál, … Við eigum ekki að siga lögreglunni á veikt fólk, hvað þá vopnaðri lögreglu, eða skerða réttindi þeirra sem minnst mega sín. Ég veit vel að lögreglunni finnst hún ekki vera ógnandi gagnvart fólki og ég veit að lögreglunni finnst hún almennt vera mjög hjálpsöm. Yfirleitt er það líka hárrétt. En það eru jaðartilfellin sem skipta máli. Það eru málin þar sem 12 ára barn er lagt í jörðina og höndum haldið fyrir aftan bak sem mega ekki gerast. Það eru málin þar sem traustið er brotið sem mega ekki gerast. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar