Vopnvæðum öryggi? Björn Leví Gunnarsson skrifar 17. maí 2023 08:00 Á undanförnum 4 árum hefur lögreglan keypt varnarbúnað fyrir 230 milljónir króna samkvæmt opnirreikningar.is. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur 112 milljónum verið varið í varnarbúnað. Þetta hljómar kannski ekki eins og mjög há upphæð í heildar samhenginu en rifjum upp að þær tvö hundruð og fimmtíu hríðskotabyssur sem Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjóri fengu frá Noregi (en urðu að skila) áttu að kosta um tíu milljónir króna. Fjárhæð ársins dugar þá fyrir um 2.800 álíka hríðskotabyssum. En auðvitað er ekki bara verið að kaupa hríðskotabyssur. Það er líka verið að kaupa rafbyssur. Eða afsakið, rafvarnarvopn. Svona eins og hríðskotabyssa heitir í rauninni hríðskotavarnarvopn. Fleiri og sýnilegri vopn. Vopnvæðing lögreglunnar hefur hægt og rólega aukist á undanförnum áratugum. Sérsveitin var stofnuð árið 1982 og skaut í fyrsta skipti mann árið 2013. Á árunum 2003 - 2017 fjölgaði vopnuðum útköllum sérsveitarinnar frá 52 upp í 298 samkvæmt svari ráðherra við fyrirspurn Smára McCarthy. Ástæðan fyrir fjölgun vopnaðra útkalla er sögð vera fjölgun tilkynninga um vopnaða einstaklinga sem þá kalli á vopnaða lögreglu til að sinna þeim verkefnum. Árið 2017 voru nefnilega sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur á meðan fjölskylduhátíðinn Color Run fór fram. Það þurfti að tryggja skjót viðbrögð til að vernda almenning nefnilega. Núverandi forsætisráðherra gagnrýndi þá fyrirkomulagið á þann hátt að það hefði átt að upplýsa almenning um aukinn viðbúnað. Síðan þá hefur vopnum lögreglunnar fjölgað og rafbyssum verið bætt í vopnabúrið. Ég meina rafvarnarvopnum, afsakið. Af hverju? Lögreglan hefur smám saman verið vopnvædd. Í litlum skrefum sem hvert um sig hefur ekki valdið nægilega mikilli andstöðu til þess að koma í veg fyrir breytingarnar. En safnast þegar saman kemur og núverandi staða með tilkomu rafbyssa (þetta rafvarnarvopnaorðaskrípi má eiga sig) er risastór breyting. Til hvers þurfum við eiginlega að vopnavæða lögregluna? Í alvörunni, af hverju? Fyrrverandi lögreglumaður sagði mér að hann fyndi fyrir meira öryggi að sjá vopnaða lögreglumenn. Rannsóknir sýna einnig að lögreglumenn upplifi sig öruggari þegar þeir eru vopnaðir og geti þannig betur varið almenning og eigið öryggi. En er það satt? Gögnin benda ekki til þess. Ein helsta ástæðan fyrir því er að þó að einhverjum eins og fyrrverandi lögreglumönnum og vel meinandi borgurum landsins líði betur að vita af því að það er vopnuð lögregla þarna til þess að verja þau, þá upplifa einmitt mjög margir aðrir ógn af vopnaðri lögreglu. Almennt séð er hægt að skipta þessu upp í valdhafa, sem líður vel bak við vopnaða lögreglu, og alla hina sem lögreglan hefur horfir á. Einfölduð mynd, vissulega, en nægilega nákvæm samt. Hræðusluáróður og falskt öryggi Á sama tíma og dómsmálaráðherra segist ekki beita hræðsluáróðri í vopnvæðingu lögreglunnar með því að segjast bara verið að segja sannleikann og draga upp staðreyndir - beitir dómsmálaráðherra einmitt hræðsluáróðri. Sem dæmi úr viðtali í Sprengisandi: “Ábendingar hafi borist frá erlendum lögregluyfirvöldum um að hingað til lands liggi straumur fólks sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi”. Hér getur vissulega verið um staðreynd að ræða en það kemur ekki í veg fyrir að um áróður sé að ræða. Hér er ýjað að því að það sé einhver gríðarlegur fjöldi fólks með tengingu í skipulagða glæpastarfsemi að flæða inn í landið. Að það þurfi svo að stíga fast til jarðar. Það vakna svo margar spurningar út af þessum fullyrðingum ráðherra og mögulegum aðgerðum að það hálfa væri nóg. Í fyrsta lagi hvort þessi “staðreynd” leiði nauðsynlega til þess að lögreglan þurfi að vopnvæðast? Eða er það bara það fyrsta sem ríkisstjórninni dettur í hug að gera? Það eru að koma vondir útlendingar, við þurfum að vopnast til að … Til að hvað? Í fúlustu alvöru og einskærri einlægni? Til þess að gera hvað? Hverju mun byssa, rafknúin eða ekki, breyta til hins betra? Í stóra samhenginu, miðað við fjöldan allan af rannsóknum virðist aukin vopnvæðing hafa þveröfug áhrif. Það ætti svo sem ekki að koma á óvart því átök milli aðila með byssur eru líklegri til þess að leiða til þess að byssur verði notaðar. En hvernig stendur þá á því, þrátt fyrir allar rannsóknirnar að hér eru stigin fleiri skref í áttina að meiri vopnvæðingu? Jú, það er erfitt að útskýra fyrir fólki sem finnur fyrir öryggistilfinningu vegna vopnanna að það sé fölsk tilfinning. Að það sé bara tálsýn um öryggi. Það er erfitt af því að tilfinningin um öryggi er til staðar og það gerist yfirleitt ekkert fyrir fólk til þess að sýna þeim að sú tilfinning leiðir til meira óöryggis. Það læðist nefnilega upp að okkur og býr til ákveðinn vítahring. Hvert vopnað atvik styrkir okkur í þeirri skoðun að þarna hefði nú verið gott að vera með vopnaða lögreglu til þess að takast á við glæpamennina. En það gerir vopn hversdagslegri. Hvað þá? Það eru engar töfralausnir við jafn þessum fjölþætta vanda og margir bera hér ábyrgð. Þetta er heilbrigðisvandamál, félagslegt vandamál, lagalegt vandamál, … Við eigum ekki að siga lögreglunni á veikt fólk, hvað þá vopnaðri lögreglu, eða skerða réttindi þeirra sem minnst mega sín. Ég veit vel að lögreglunni finnst hún ekki vera ógnandi gagnvart fólki og ég veit að lögreglunni finnst hún almennt vera mjög hjálpsöm. Yfirleitt er það líka hárrétt. En það eru jaðartilfellin sem skipta máli. Það eru málin þar sem 12 ára barn er lagt í jörðina og höndum haldið fyrir aftan bak sem mega ekki gerast. Það eru málin þar sem traustið er brotið sem mega ekki gerast. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Lögreglan Öryggis- og varnarmál Skotvopn Alþingi Píratar Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á undanförnum 4 árum hefur lögreglan keypt varnarbúnað fyrir 230 milljónir króna samkvæmt opnirreikningar.is. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur 112 milljónum verið varið í varnarbúnað. Þetta hljómar kannski ekki eins og mjög há upphæð í heildar samhenginu en rifjum upp að þær tvö hundruð og fimmtíu hríðskotabyssur sem Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjóri fengu frá Noregi (en urðu að skila) áttu að kosta um tíu milljónir króna. Fjárhæð ársins dugar þá fyrir um 2.800 álíka hríðskotabyssum. En auðvitað er ekki bara verið að kaupa hríðskotabyssur. Það er líka verið að kaupa rafbyssur. Eða afsakið, rafvarnarvopn. Svona eins og hríðskotabyssa heitir í rauninni hríðskotavarnarvopn. Fleiri og sýnilegri vopn. Vopnvæðing lögreglunnar hefur hægt og rólega aukist á undanförnum áratugum. Sérsveitin var stofnuð árið 1982 og skaut í fyrsta skipti mann árið 2013. Á árunum 2003 - 2017 fjölgaði vopnuðum útköllum sérsveitarinnar frá 52 upp í 298 samkvæmt svari ráðherra við fyrirspurn Smára McCarthy. Ástæðan fyrir fjölgun vopnaðra útkalla er sögð vera fjölgun tilkynninga um vopnaða einstaklinga sem þá kalli á vopnaða lögreglu til að sinna þeim verkefnum. Árið 2017 voru nefnilega sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur á meðan fjölskylduhátíðinn Color Run fór fram. Það þurfti að tryggja skjót viðbrögð til að vernda almenning nefnilega. Núverandi forsætisráðherra gagnrýndi þá fyrirkomulagið á þann hátt að það hefði átt að upplýsa almenning um aukinn viðbúnað. Síðan þá hefur vopnum lögreglunnar fjölgað og rafbyssum verið bætt í vopnabúrið. Ég meina rafvarnarvopnum, afsakið. Af hverju? Lögreglan hefur smám saman verið vopnvædd. Í litlum skrefum sem hvert um sig hefur ekki valdið nægilega mikilli andstöðu til þess að koma í veg fyrir breytingarnar. En safnast þegar saman kemur og núverandi staða með tilkomu rafbyssa (þetta rafvarnarvopnaorðaskrípi má eiga sig) er risastór breyting. Til hvers þurfum við eiginlega að vopnavæða lögregluna? Í alvörunni, af hverju? Fyrrverandi lögreglumaður sagði mér að hann fyndi fyrir meira öryggi að sjá vopnaða lögreglumenn. Rannsóknir sýna einnig að lögreglumenn upplifi sig öruggari þegar þeir eru vopnaðir og geti þannig betur varið almenning og eigið öryggi. En er það satt? Gögnin benda ekki til þess. Ein helsta ástæðan fyrir því er að þó að einhverjum eins og fyrrverandi lögreglumönnum og vel meinandi borgurum landsins líði betur að vita af því að það er vopnuð lögregla þarna til þess að verja þau, þá upplifa einmitt mjög margir aðrir ógn af vopnaðri lögreglu. Almennt séð er hægt að skipta þessu upp í valdhafa, sem líður vel bak við vopnaða lögreglu, og alla hina sem lögreglan hefur horfir á. Einfölduð mynd, vissulega, en nægilega nákvæm samt. Hræðusluáróður og falskt öryggi Á sama tíma og dómsmálaráðherra segist ekki beita hræðsluáróðri í vopnvæðingu lögreglunnar með því að segjast bara verið að segja sannleikann og draga upp staðreyndir - beitir dómsmálaráðherra einmitt hræðsluáróðri. Sem dæmi úr viðtali í Sprengisandi: “Ábendingar hafi borist frá erlendum lögregluyfirvöldum um að hingað til lands liggi straumur fólks sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi”. Hér getur vissulega verið um staðreynd að ræða en það kemur ekki í veg fyrir að um áróður sé að ræða. Hér er ýjað að því að það sé einhver gríðarlegur fjöldi fólks með tengingu í skipulagða glæpastarfsemi að flæða inn í landið. Að það þurfi svo að stíga fast til jarðar. Það vakna svo margar spurningar út af þessum fullyrðingum ráðherra og mögulegum aðgerðum að það hálfa væri nóg. Í fyrsta lagi hvort þessi “staðreynd” leiði nauðsynlega til þess að lögreglan þurfi að vopnvæðast? Eða er það bara það fyrsta sem ríkisstjórninni dettur í hug að gera? Það eru að koma vondir útlendingar, við þurfum að vopnast til að … Til að hvað? Í fúlustu alvöru og einskærri einlægni? Til þess að gera hvað? Hverju mun byssa, rafknúin eða ekki, breyta til hins betra? Í stóra samhenginu, miðað við fjöldan allan af rannsóknum virðist aukin vopnvæðing hafa þveröfug áhrif. Það ætti svo sem ekki að koma á óvart því átök milli aðila með byssur eru líklegri til þess að leiða til þess að byssur verði notaðar. En hvernig stendur þá á því, þrátt fyrir allar rannsóknirnar að hér eru stigin fleiri skref í áttina að meiri vopnvæðingu? Jú, það er erfitt að útskýra fyrir fólki sem finnur fyrir öryggistilfinningu vegna vopnanna að það sé fölsk tilfinning. Að það sé bara tálsýn um öryggi. Það er erfitt af því að tilfinningin um öryggi er til staðar og það gerist yfirleitt ekkert fyrir fólk til þess að sýna þeim að sú tilfinning leiðir til meira óöryggis. Það læðist nefnilega upp að okkur og býr til ákveðinn vítahring. Hvert vopnað atvik styrkir okkur í þeirri skoðun að þarna hefði nú verið gott að vera með vopnaða lögreglu til þess að takast á við glæpamennina. En það gerir vopn hversdagslegri. Hvað þá? Það eru engar töfralausnir við jafn þessum fjölþætta vanda og margir bera hér ábyrgð. Þetta er heilbrigðisvandamál, félagslegt vandamál, lagalegt vandamál, … Við eigum ekki að siga lögreglunni á veikt fólk, hvað þá vopnaðri lögreglu, eða skerða réttindi þeirra sem minnst mega sín. Ég veit vel að lögreglunni finnst hún ekki vera ógnandi gagnvart fólki og ég veit að lögreglunni finnst hún almennt vera mjög hjálpsöm. Yfirleitt er það líka hárrétt. En það eru jaðartilfellin sem skipta máli. Það eru málin þar sem 12 ára barn er lagt í jörðina og höndum haldið fyrir aftan bak sem mega ekki gerast. Það eru málin þar sem traustið er brotið sem mega ekki gerast. Höfundur er þingmaður Pírata.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun