Katla: Erum með góðan og breiðan hóp Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. maí 2023 22:19 Katla María og Íris Una Þórðardætur sömdu við Selfoss fyrir seinasta tímabil. Selfoss Katla María Þórðardóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Selfoss á Tindastól. Leikurinn var hluti af fjórðu umferð Bestu deildar kvenna og fór fram fyrr í kvöld á JÁVERK-vellinum á Selfossi. Þetta var fyrsti sigur Selfoss það sem af er tímabils. „Bara geggjuð tilfinning að ná inn þremur stigum, geggjað á heimavelli og bara já, geggjað.“ Selfoss byrjaði leikinn illa og voru lentar marki undir eftir aðeins þrettán mínútna leik. Markið skoraði Melissa Alison Garcia í liði Tindastóls eftir hornspyrnu Laufeyjar Hörpu Halldórsdóttur. „Bara léleg dekkning inni í teig, það gerist en óþarfi að fá á sig þetta mark.“ En Selfyssingar voru fljótir að snúa leiknum sér í hag og fóru með verðskuldaða forystu til búningsherbergja í hálfleik. Katla María setti fyrra markið af tveimur í fyrri hálfleik. Þar virtist hún reyna fyrirgjöf en boltinn skoppaði framhjá öllum sóknar- og varnarmönnum inni í teignum og lak í netið á fjærstönginni. Eva Lind Elíasdóttir stækkaði forystu heimakvenna áður en Katla gekk endanlega frá þeim í byrjun seinni háfleiks. Seinna mark Kötlu kom eftir að dómari leiksins dæmdi óbeina aukaspyrnu fyrir Selfoss inni í markteig Tindastóls. Dómurinn var mikið vafaatriði en það skipti Kötlu engu máli sem skoraði af öryggi eftir sendingu frá Barbáru Sól. „Fyrsta markið var nátturulega bara algjörlega fyrirgjöf sko. Heppinn að liggja inni. En já, svo fáum við þessa óbeinu aukaspyrnu og ég bara set hann þar. Ekkert flóknara en það“ Selfoss heimsækir Keflavík næsta mánudag áður en þær mæta Tindastól aftur í Mjólkurbikarnum. „Við erum með mjög góðan og breiðan hóp þannig að ég hef engar áhyggjur af því.“ Besta deild kvenna UMF Selfoss Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Tindastóll 3-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga Selfoss vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið tók á móti nýliðum Tindastóls í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld, 3-1. 16. maí 2023 21:56 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
„Bara geggjuð tilfinning að ná inn þremur stigum, geggjað á heimavelli og bara já, geggjað.“ Selfoss byrjaði leikinn illa og voru lentar marki undir eftir aðeins þrettán mínútna leik. Markið skoraði Melissa Alison Garcia í liði Tindastóls eftir hornspyrnu Laufeyjar Hörpu Halldórsdóttur. „Bara léleg dekkning inni í teig, það gerist en óþarfi að fá á sig þetta mark.“ En Selfyssingar voru fljótir að snúa leiknum sér í hag og fóru með verðskuldaða forystu til búningsherbergja í hálfleik. Katla María setti fyrra markið af tveimur í fyrri hálfleik. Þar virtist hún reyna fyrirgjöf en boltinn skoppaði framhjá öllum sóknar- og varnarmönnum inni í teignum og lak í netið á fjærstönginni. Eva Lind Elíasdóttir stækkaði forystu heimakvenna áður en Katla gekk endanlega frá þeim í byrjun seinni háfleiks. Seinna mark Kötlu kom eftir að dómari leiksins dæmdi óbeina aukaspyrnu fyrir Selfoss inni í markteig Tindastóls. Dómurinn var mikið vafaatriði en það skipti Kötlu engu máli sem skoraði af öryggi eftir sendingu frá Barbáru Sól. „Fyrsta markið var nátturulega bara algjörlega fyrirgjöf sko. Heppinn að liggja inni. En já, svo fáum við þessa óbeinu aukaspyrnu og ég bara set hann þar. Ekkert flóknara en það“ Selfoss heimsækir Keflavík næsta mánudag áður en þær mæta Tindastól aftur í Mjólkurbikarnum. „Við erum með mjög góðan og breiðan hóp þannig að ég hef engar áhyggjur af því.“
Besta deild kvenna UMF Selfoss Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Tindastóll 3-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga Selfoss vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið tók á móti nýliðum Tindastóls í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld, 3-1. 16. maí 2023 21:56 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Tindastóll 3-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga Selfoss vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið tók á móti nýliðum Tindastóls í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld, 3-1. 16. maí 2023 21:56