Eyjólfur Árni endurkjörinn formaður með 99 prósent atkvæða Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2023 14:46 Eyjólfur Árni Rafnsson verður áfram formaður Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Eyjólfur Árni Rafnsson var endurkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins á aðalfundi samtakanna í dag. Á vef SA segir að Eyjólfur Árni hafi verið endurkjörinn með 98,95 prósent greiddra atkvæða í rafrænni kosningu sem fór fram í aðdraganda fundarins. Í þrjátíu ár hefur Eyjólfur sinnt stjórnunarstörfum í íslensku atvinnulífi en hann er byggingarverkfræðingur að mennt. Hann var forstjóri Mannvits hf. og forvera þess félags í tólf ár til ársloka 2015. Hann hefur verið í stjórn SA frá 2014 og í framkvæmdastjórn frá 2016. Þá hefur hann verið formaður síðan árið 2017. Ný inn í stjórn samtakanna koma Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Páll Erland, forstjóri HS veitna, og Þorsteinn Víglundsson, forstjóri B. M. Vallár ehf. Í ávarpi Eyjólfur Árni sagði hann að samkeppnishæfni skipti öllu máli fyrir fyrirtækin og möguleika þeirra til að standa undir hækkandi launum, sköttum og skyldum. „Stjórnvöldum ber að tryggja að efnahagsumhverfið og regluverk sé svipað og jafnvel hagstæðara en í samkeppnislöndunum. Útflutnings- og samkeppnisgreinarnar skipta öllu við gjaldeyrisöflun þjóðarinnar og ráða miklu um hvernig tekst að búa almenningi góð og sífellt betri lífsskilyrði,“ er haft eftir Eyjólfi Árna á vef SA. Vinnumarkaður Vistaskipti Tengdar fréttir Leitin að arftaka Halldórs Benjamíns: „Það er ekkert stress í gangi“ „Þetta er í ferli og gengur vel. Það er ekkert stress í gangi.“ Þetta segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, um stöðuna á ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra samtakanna. 11. maí 2023 10:47 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Á vef SA segir að Eyjólfur Árni hafi verið endurkjörinn með 98,95 prósent greiddra atkvæða í rafrænni kosningu sem fór fram í aðdraganda fundarins. Í þrjátíu ár hefur Eyjólfur sinnt stjórnunarstörfum í íslensku atvinnulífi en hann er byggingarverkfræðingur að mennt. Hann var forstjóri Mannvits hf. og forvera þess félags í tólf ár til ársloka 2015. Hann hefur verið í stjórn SA frá 2014 og í framkvæmdastjórn frá 2016. Þá hefur hann verið formaður síðan árið 2017. Ný inn í stjórn samtakanna koma Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Páll Erland, forstjóri HS veitna, og Þorsteinn Víglundsson, forstjóri B. M. Vallár ehf. Í ávarpi Eyjólfur Árni sagði hann að samkeppnishæfni skipti öllu máli fyrir fyrirtækin og möguleika þeirra til að standa undir hækkandi launum, sköttum og skyldum. „Stjórnvöldum ber að tryggja að efnahagsumhverfið og regluverk sé svipað og jafnvel hagstæðara en í samkeppnislöndunum. Útflutnings- og samkeppnisgreinarnar skipta öllu við gjaldeyrisöflun þjóðarinnar og ráða miklu um hvernig tekst að búa almenningi góð og sífellt betri lífsskilyrði,“ er haft eftir Eyjólfi Árna á vef SA.
Vinnumarkaður Vistaskipti Tengdar fréttir Leitin að arftaka Halldórs Benjamíns: „Það er ekkert stress í gangi“ „Þetta er í ferli og gengur vel. Það er ekkert stress í gangi.“ Þetta segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, um stöðuna á ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra samtakanna. 11. maí 2023 10:47 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Leitin að arftaka Halldórs Benjamíns: „Það er ekkert stress í gangi“ „Þetta er í ferli og gengur vel. Það er ekkert stress í gangi.“ Þetta segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, um stöðuna á ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra samtakanna. 11. maí 2023 10:47