Eyjólfur Árni endurkjörinn formaður með 99 prósent atkvæða Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2023 14:46 Eyjólfur Árni Rafnsson verður áfram formaður Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Eyjólfur Árni Rafnsson var endurkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins á aðalfundi samtakanna í dag. Á vef SA segir að Eyjólfur Árni hafi verið endurkjörinn með 98,95 prósent greiddra atkvæða í rafrænni kosningu sem fór fram í aðdraganda fundarins. Í þrjátíu ár hefur Eyjólfur sinnt stjórnunarstörfum í íslensku atvinnulífi en hann er byggingarverkfræðingur að mennt. Hann var forstjóri Mannvits hf. og forvera þess félags í tólf ár til ársloka 2015. Hann hefur verið í stjórn SA frá 2014 og í framkvæmdastjórn frá 2016. Þá hefur hann verið formaður síðan árið 2017. Ný inn í stjórn samtakanna koma Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Páll Erland, forstjóri HS veitna, og Þorsteinn Víglundsson, forstjóri B. M. Vallár ehf. Í ávarpi Eyjólfur Árni sagði hann að samkeppnishæfni skipti öllu máli fyrir fyrirtækin og möguleika þeirra til að standa undir hækkandi launum, sköttum og skyldum. „Stjórnvöldum ber að tryggja að efnahagsumhverfið og regluverk sé svipað og jafnvel hagstæðara en í samkeppnislöndunum. Útflutnings- og samkeppnisgreinarnar skipta öllu við gjaldeyrisöflun þjóðarinnar og ráða miklu um hvernig tekst að búa almenningi góð og sífellt betri lífsskilyrði,“ er haft eftir Eyjólfi Árna á vef SA. Vinnumarkaður Vistaskipti Tengdar fréttir Leitin að arftaka Halldórs Benjamíns: „Það er ekkert stress í gangi“ „Þetta er í ferli og gengur vel. Það er ekkert stress í gangi.“ Þetta segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, um stöðuna á ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra samtakanna. 11. maí 2023 10:47 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Á vef SA segir að Eyjólfur Árni hafi verið endurkjörinn með 98,95 prósent greiddra atkvæða í rafrænni kosningu sem fór fram í aðdraganda fundarins. Í þrjátíu ár hefur Eyjólfur sinnt stjórnunarstörfum í íslensku atvinnulífi en hann er byggingarverkfræðingur að mennt. Hann var forstjóri Mannvits hf. og forvera þess félags í tólf ár til ársloka 2015. Hann hefur verið í stjórn SA frá 2014 og í framkvæmdastjórn frá 2016. Þá hefur hann verið formaður síðan árið 2017. Ný inn í stjórn samtakanna koma Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Páll Erland, forstjóri HS veitna, og Þorsteinn Víglundsson, forstjóri B. M. Vallár ehf. Í ávarpi Eyjólfur Árni sagði hann að samkeppnishæfni skipti öllu máli fyrir fyrirtækin og möguleika þeirra til að standa undir hækkandi launum, sköttum og skyldum. „Stjórnvöldum ber að tryggja að efnahagsumhverfið og regluverk sé svipað og jafnvel hagstæðara en í samkeppnislöndunum. Útflutnings- og samkeppnisgreinarnar skipta öllu við gjaldeyrisöflun þjóðarinnar og ráða miklu um hvernig tekst að búa almenningi góð og sífellt betri lífsskilyrði,“ er haft eftir Eyjólfi Árna á vef SA.
Vinnumarkaður Vistaskipti Tengdar fréttir Leitin að arftaka Halldórs Benjamíns: „Það er ekkert stress í gangi“ „Þetta er í ferli og gengur vel. Það er ekkert stress í gangi.“ Þetta segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, um stöðuna á ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra samtakanna. 11. maí 2023 10:47 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Leitin að arftaka Halldórs Benjamíns: „Það er ekkert stress í gangi“ „Þetta er í ferli og gengur vel. Það er ekkert stress í gangi.“ Þetta segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, um stöðuna á ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra samtakanna. 11. maí 2023 10:47