Innlent

Banda­ríkin vilja koma að tjóna­skrá Evrópu­ráðsins

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu Þjóðunum mun sitja leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík fyrir hönd Bandaríkjanna.
Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu Þjóðunum mun sitja leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík fyrir hönd Bandaríkjanna. Michael M. Santiago/Getty Images

Banda­ríkin hafa lýst því yfir að þau séu reiðu­búin til þess að taka þátt í því að koma á sér­stakri tjóna­skrá sem kynnt verður á leið­toga­fundi Evrópu­ráðsins í Reykja­vík í vikunni. Þetta kemur fram í til­kynningu frá banda­rískum yfir­völdum.

Um er að ræða al­þjóð­lega tjóna­skrá Evrópu­ráðsins þar sem gögnum verður safnað saman yfir það tjón sem Rússar hafa valdið í Úkraínu með inn­rás sinni svo hægt verði að fá það bætt síðar meir. Leið­toga­fundur Evrópu­ráðsins hefst í Hörpu á morgun.

Segir í til­kynningu Banda­ríkjanna að þau hafi lýst yfir á­huga á að vera stofn­aðili að tjóna­skránni. Linda Thomas Green­fi­eld, sendi­herra landsins hjá Sam­einuðu þjóðunum, muni verða á­heyrnar­full­trúi landsins á fundinum í Hörpu og lýsa þar vilja Banda­ríkjanna í málinu.

„Eins og Biden for­seti hefur lýst yfir eru Banda­ríkin stað­föst í að draga Rúss­land til á­byrgðar fyrir inn­rásar­stríð þess í Úkraínu,“ er haft eftir Lindu í yfir­lýsingu banda­rískra stjórn­valda.

Segir hún að skref sem stígin verði í átt að því að stofna slíka tjóna­skrá séu krítísk til þess að tryggja megi að Rúss­land verði dregið til á­byrgðar. Banda­ríkin standi auk Evrópu­ráðsins með Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×