Mikið um meiðsli í Keflavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 19:00 Sigurður Ragnar nær ekki að stilla upp sínu sterkasta liði vegna meiðsla. Vísir/Diego Ekki nóg með að Keflavík hafi tapað 0-2 gegn HK á „heimavelli“ heldur yfirgaf spænski varnarmaðurinn Nacho Heras völlinn í skjúkrabíl ásamt því að fyrirliði liðsins, Magnús Þór Magnússon, og Dagur Ingi Valsson gátu ekki klárað leikinn vegna meiðsla og eymsla. Keflavík hefur ekki byrjað vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Liðið hefur ekki enn leikið á aðalvelli sínum þar sem hann, líkt og aðrir grasvellir landsins, er einfaldlega ekki tilbúinn. Í 7. umferð tapaði liðið heima gegn nýliðum HK ásamt því að missa lykilmanninn Nacho í meiðsli. „Ég hef bara áhyggjur af honum að þetta sé mjög slæmt. Hann fann eins og eitthvað hafi farið í hnénu og fór í sjúkrabíl. Þannig við vonum bara það besta fyrir hans hönd. Ég held að þetta sé alvarlegt,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leik. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Ragnar í dag um standið á leikmannahópi Keflavíkur. Þar kom fram að Magnús Þór fyrirliði hafi verið tekinn af velli þegar klukkustund var liðin af leiknum gegn HK vegna meiðsla. „Hann var farinn að haltra og spilaði hálf meiddur af því það eru mikil meiðsli á varnarmönnum okkar. Vitum ekki hvað hann verður lengi frá,“ sagði Sigurður Ragnar við Fótbolti.net. Einnig sagði Sigurður Ragnar að Dagur Ingi hefði komið af velli vegna meiðsla. Ásgeir Páll Magnússon hefur einnig verið að glíma við meiðsli en það styttist í hann. Þá hafa Ásgeir Orri Magnússon og Guðjón Pétur Stefánsson einnig verið að glíma við meiðsli ofan á að Gunnlaugur Fannar Guðmundsson var í leikbanni gegn HK. Til að toppa þetta er Sami Kamel einnig að glíma við meiðsli en hann er einn af þeim fjölmörgu leikmönnum sem Keflavík sótti í vetur. Það er ljóst að Keflavík má ekki við því að vera án allra þessa leikmanna og það verður erfitt fyrir liðið að fylla skarð Nacho Heras verði hann frá keppni út tímabilið. Þá verða leikirnir ekkert auðveldari en næstu tveir leikir eru gegn Val og Íslandsmeisturum Breiðabliks. Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Keflavík hefur ekki byrjað vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Liðið hefur ekki enn leikið á aðalvelli sínum þar sem hann, líkt og aðrir grasvellir landsins, er einfaldlega ekki tilbúinn. Í 7. umferð tapaði liðið heima gegn nýliðum HK ásamt því að missa lykilmanninn Nacho í meiðsli. „Ég hef bara áhyggjur af honum að þetta sé mjög slæmt. Hann fann eins og eitthvað hafi farið í hnénu og fór í sjúkrabíl. Þannig við vonum bara það besta fyrir hans hönd. Ég held að þetta sé alvarlegt,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leik. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Ragnar í dag um standið á leikmannahópi Keflavíkur. Þar kom fram að Magnús Þór fyrirliði hafi verið tekinn af velli þegar klukkustund var liðin af leiknum gegn HK vegna meiðsla. „Hann var farinn að haltra og spilaði hálf meiddur af því það eru mikil meiðsli á varnarmönnum okkar. Vitum ekki hvað hann verður lengi frá,“ sagði Sigurður Ragnar við Fótbolti.net. Einnig sagði Sigurður Ragnar að Dagur Ingi hefði komið af velli vegna meiðsla. Ásgeir Páll Magnússon hefur einnig verið að glíma við meiðsli en það styttist í hann. Þá hafa Ásgeir Orri Magnússon og Guðjón Pétur Stefánsson einnig verið að glíma við meiðsli ofan á að Gunnlaugur Fannar Guðmundsson var í leikbanni gegn HK. Til að toppa þetta er Sami Kamel einnig að glíma við meiðsli en hann er einn af þeim fjölmörgu leikmönnum sem Keflavík sótti í vetur. Það er ljóst að Keflavík má ekki við því að vera án allra þessa leikmanna og það verður erfitt fyrir liðið að fylla skarð Nacho Heras verði hann frá keppni út tímabilið. Þá verða leikirnir ekkert auðveldari en næstu tveir leikir eru gegn Val og Íslandsmeisturum Breiðabliks.
Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira