Starfslok í háskólanum en ekki í lífinu Máni Snær Þorláksson og Heimir Már Pétursson skrifa 12. maí 2023 22:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að ekki sé um að ræða starfslok í lífinu. Vísir/Vilhelm Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálaheimspeki, var kvaddur með alþjóðlegri ráðstefnu í Háskóla Íslands í dag. Hannes varð sjötugur í febrúar síðastliðnum og sem opinber starfsmaður þarf hann að láta af störfum við þann aldur. Hann segir að ekki sé um að ræða starfslok í lífinu þó starfi hans í háskólanum sé lokið. „Ég kunni nú alltaf vel við mig hér í vinnu og hafði gaman að því að kenna. En ég hafði enn meira gaman að því að stunda rannsóknir, skrifa og grúska. Það er það sem ég ætla að snúa mér að af enn meiri krafti í framtíðinni því þó þetta séu starfslok í háskólanum þá eru þetta ekki starfslok í lífinu,“ segir Hannes í samtali við fréttastofu. Klippa: Ekki starfslok í lífinu Hannes er þá spurður hvernig hann meti árin sín í háskólanum, hvað hann sé að skilja eftir sig þar. „Ég er náttúrulega búinn að skrifa nokkrar bækur og kenna mjög mörgum nemendum,“ segir hann. „Þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími og mér hefur bara samið ágætlega við menn hérna á þessum vinnustað. Ég fer héðan með hlýjar minningar. Auðvitað getur vel verið að ég lumi á einhverjum gamansögum en þá eiga þær bara erindi í sjálfsævisöguna.“ Hannes vonar að honum hafi tekist að fá stjórnmálafræðinema til að víkka sjóndeildarhringinn með kennslunni. „Sannleikurinn er sá að þessi ráðstefna, sem var nú mjög fjölmenn og vel heppnuð, hún sýndi dálítinn fjölbreytileika. Þarna var verið að ræða allt milli himins og jarðar, sagnfræði, heimspeki, veraldarmálin, Úkraínu, Georgíu og svo framvegis. Það er þannig sem þetta þarf að vera, þetta þarf að vera fjöltóna - ekki einradda.“ Það var margt um manninn á ráðstefnunni í dag.Vísir/Vilhelm Nú þegar Hannes er hættur að kenna ætlar hann að halda áfram í rannsóknarvinnu sinni. Hann segist til að mynda hafa verið beðinn um að halda áfram rannsóknum sínum á Snorra Sturlusyni og því sem kalla mætti „frjálshyggjuarfi Norðurlanda.“ „Því það kemur í ljós þegar málið er skoðað að velgengni Norðurlanda er aðallega vegna trausts réttarríkis, frjálsra alþjóðaviðskipta og sterkrar samkenndar og ekki vegna einhverrar jafnaðarstefnu á tuttugustu öldinni.“ Fengu bara einn af þremur forsætisráðherrum Fjöldi stjórnmálamanna og fræðimanna héldu erindi á ráðstefnunni í dag um ýmis málefni. Athygli vakti þó að hvorki Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, né Geir H. Haarde mættu á ráðstefnuna. Báðir voru þeir á mælendaskrá og áttu að halda erindi á ráðstefnunni. Engar skýringar voru gefnar á fjarveru þeirra á ráðstefnunni sjálfri. „Okkur var lofað þremur forsætisráðherrum en fengum bara einn,“ sagði Eiríkur Bergmann prófessor í samtali við Vísi. Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, var eini þessara þriggja sem mættu. Hélt hann ræðu um það hvernig Ísland náði sér aftur á strik eftir hrunið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni í dag.Vísir/Vilhelm Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir sem ljósmyndari Vísis tók á ráðstefnunni í dag. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Háskólar Tímamót Skóla - og menntamál Samkvæmislífið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
„Ég kunni nú alltaf vel við mig hér í vinnu og hafði gaman að því að kenna. En ég hafði enn meira gaman að því að stunda rannsóknir, skrifa og grúska. Það er það sem ég ætla að snúa mér að af enn meiri krafti í framtíðinni því þó þetta séu starfslok í háskólanum þá eru þetta ekki starfslok í lífinu,“ segir Hannes í samtali við fréttastofu. Klippa: Ekki starfslok í lífinu Hannes er þá spurður hvernig hann meti árin sín í háskólanum, hvað hann sé að skilja eftir sig þar. „Ég er náttúrulega búinn að skrifa nokkrar bækur og kenna mjög mörgum nemendum,“ segir hann. „Þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími og mér hefur bara samið ágætlega við menn hérna á þessum vinnustað. Ég fer héðan með hlýjar minningar. Auðvitað getur vel verið að ég lumi á einhverjum gamansögum en þá eiga þær bara erindi í sjálfsævisöguna.“ Hannes vonar að honum hafi tekist að fá stjórnmálafræðinema til að víkka sjóndeildarhringinn með kennslunni. „Sannleikurinn er sá að þessi ráðstefna, sem var nú mjög fjölmenn og vel heppnuð, hún sýndi dálítinn fjölbreytileika. Þarna var verið að ræða allt milli himins og jarðar, sagnfræði, heimspeki, veraldarmálin, Úkraínu, Georgíu og svo framvegis. Það er þannig sem þetta þarf að vera, þetta þarf að vera fjöltóna - ekki einradda.“ Það var margt um manninn á ráðstefnunni í dag.Vísir/Vilhelm Nú þegar Hannes er hættur að kenna ætlar hann að halda áfram í rannsóknarvinnu sinni. Hann segist til að mynda hafa verið beðinn um að halda áfram rannsóknum sínum á Snorra Sturlusyni og því sem kalla mætti „frjálshyggjuarfi Norðurlanda.“ „Því það kemur í ljós þegar málið er skoðað að velgengni Norðurlanda er aðallega vegna trausts réttarríkis, frjálsra alþjóðaviðskipta og sterkrar samkenndar og ekki vegna einhverrar jafnaðarstefnu á tuttugustu öldinni.“ Fengu bara einn af þremur forsætisráðherrum Fjöldi stjórnmálamanna og fræðimanna héldu erindi á ráðstefnunni í dag um ýmis málefni. Athygli vakti þó að hvorki Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, né Geir H. Haarde mættu á ráðstefnuna. Báðir voru þeir á mælendaskrá og áttu að halda erindi á ráðstefnunni. Engar skýringar voru gefnar á fjarveru þeirra á ráðstefnunni sjálfri. „Okkur var lofað þremur forsætisráðherrum en fengum bara einn,“ sagði Eiríkur Bergmann prófessor í samtali við Vísi. Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, var eini þessara þriggja sem mættu. Hélt hann ræðu um það hvernig Ísland náði sér aftur á strik eftir hrunið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni í dag.Vísir/Vilhelm Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir sem ljósmyndari Vísis tók á ráðstefnunni í dag. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Háskólar Tímamót Skóla - og menntamál Samkvæmislífið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira