Enginn friður án kvenna, ekkert kvenfrelsi án fjölbreytni Tatjana Latinovic skrifar 12. maí 2023 11:01 Árið 2000 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar ályktun nr. 1325 sem viðurkenndi í fyrsta sinn sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags kvenna til friðar. Í ályktuninni er lögð áhersla á aðkomu kvenna að öllum ákvarðanatökum til að koma á friði. Konur skulu taka þátt í friðarviðræðum, konur skulu taka þátt í uppbyggingu eftir átök, og konur skulu sinna friðargæslu og mannúðarstarfi. Grundvallarhugmyndin á bak við ályktun 1325 og friðarstarf á þessari öld er einmitt sú að jafnrétti kynjanna sé nauðsynlegt til að styðja við frið og tryggja öryggi kvenna. Nú geisar stríð í Evrópu í fyrsta sinn á þessari öld. Án aðkomu kvenna og allra kynja að friðaruppbyggingu, er erfitt að sjá fram á að takist að koma á friði í Úkraínu og byggja upp sterkt og lýðræðislegt samfélag sem byggir á jafnréttisgrundvelli. Úkraínskir femínistar í heimsókn á Íslandi Þessa dagana er sendinefnd kvenna frá Úkraínu hér á Íslandi til að fræðast um íslenskar lausnir í jafnréttismálum og til að deila reynslu frá heimalandi sínu til okkar hér á landi. Heimsóknin er skipulögð af Kvenréttindafélagi Íslands og systursamtökum okkar í Úkraínu, Ukranian Women‘s Congress (UWC) og Mannréttindaskrifstofu ÖSE. Meðal góðra gesta eru Olena Kondratiuk varaformaður úkraínska þjóðþingsins og einn stofnenda UWC, Natalia Chermoshentseva stofnandi mannúðarsamtakanna Dignity sem styðja konur á fyrrverandi hernumdum svæðum, Anzhelika Bielova stofnandi almannaheillasamtaka Voice of Romni sem starfar með konum sem búa við fjölþætta mismunun og Natalia Gergeliuk sem veitir stuðning við fyrirtæki sem eru í eigu kvenna. Þessar konur og fleiri munu deila reynslu sinni og læra af okkur á Kynjaþingi á morgun laugardag. Ukranian Women’s Congress stendur fyrir tveimur viðburðum á þinginu, einn sem hverfist um þátttöku kvenna í ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins og hinn um leiðir til að byggja upp kynjameðvitað samfélag. Fjölbreytni er grundvöllur kvenfrelsis Við í Kvenréttindafélaginu erum stolt að hafa skipulagt heimsókn þessara góðu gesta til Íslands og við teljum skyldu okkar að hlusta á þær, læra af þeim og gera það sem við getum til að styðja þær og kvenréttindabaráttu í Úkraínu. Það er viðeigandi að þær sæki okkur heim til að taka þátt í Kynjaþingi, en grundvallarhugsjónin á bak við þetta árlega þing er að efla lýðræðislega umræðu og styrkja femíníska fjölbreytni. Það er okkur öllum ljóst að staða kvenna á stríðshrjáðum svæðum er sérstaklega viðkvæm og svo er einnig í Úkraínu. En einhvern tímann mun stríðinu ljúka og þá hefst enduruppbygging. Í samfélögum þar sem jafnrétti er gildandi býr fólk við betri heilsu og stöndugra þjóðarbú en ella. Við verðum að tryggja konum og öllum kynjum sæti við borðið þegar nýtt samfélag er byggt á stríðsrústunum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tatjana Latinovic Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Árið 2000 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar ályktun nr. 1325 sem viðurkenndi í fyrsta sinn sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags kvenna til friðar. Í ályktuninni er lögð áhersla á aðkomu kvenna að öllum ákvarðanatökum til að koma á friði. Konur skulu taka þátt í friðarviðræðum, konur skulu taka þátt í uppbyggingu eftir átök, og konur skulu sinna friðargæslu og mannúðarstarfi. Grundvallarhugmyndin á bak við ályktun 1325 og friðarstarf á þessari öld er einmitt sú að jafnrétti kynjanna sé nauðsynlegt til að styðja við frið og tryggja öryggi kvenna. Nú geisar stríð í Evrópu í fyrsta sinn á þessari öld. Án aðkomu kvenna og allra kynja að friðaruppbyggingu, er erfitt að sjá fram á að takist að koma á friði í Úkraínu og byggja upp sterkt og lýðræðislegt samfélag sem byggir á jafnréttisgrundvelli. Úkraínskir femínistar í heimsókn á Íslandi Þessa dagana er sendinefnd kvenna frá Úkraínu hér á Íslandi til að fræðast um íslenskar lausnir í jafnréttismálum og til að deila reynslu frá heimalandi sínu til okkar hér á landi. Heimsóknin er skipulögð af Kvenréttindafélagi Íslands og systursamtökum okkar í Úkraínu, Ukranian Women‘s Congress (UWC) og Mannréttindaskrifstofu ÖSE. Meðal góðra gesta eru Olena Kondratiuk varaformaður úkraínska þjóðþingsins og einn stofnenda UWC, Natalia Chermoshentseva stofnandi mannúðarsamtakanna Dignity sem styðja konur á fyrrverandi hernumdum svæðum, Anzhelika Bielova stofnandi almannaheillasamtaka Voice of Romni sem starfar með konum sem búa við fjölþætta mismunun og Natalia Gergeliuk sem veitir stuðning við fyrirtæki sem eru í eigu kvenna. Þessar konur og fleiri munu deila reynslu sinni og læra af okkur á Kynjaþingi á morgun laugardag. Ukranian Women’s Congress stendur fyrir tveimur viðburðum á þinginu, einn sem hverfist um þátttöku kvenna í ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins og hinn um leiðir til að byggja upp kynjameðvitað samfélag. Fjölbreytni er grundvöllur kvenfrelsis Við í Kvenréttindafélaginu erum stolt að hafa skipulagt heimsókn þessara góðu gesta til Íslands og við teljum skyldu okkar að hlusta á þær, læra af þeim og gera það sem við getum til að styðja þær og kvenréttindabaráttu í Úkraínu. Það er viðeigandi að þær sæki okkur heim til að taka þátt í Kynjaþingi, en grundvallarhugsjónin á bak við þetta árlega þing er að efla lýðræðislega umræðu og styrkja femíníska fjölbreytni. Það er okkur öllum ljóst að staða kvenna á stríðshrjáðum svæðum er sérstaklega viðkvæm og svo er einnig í Úkraínu. En einhvern tímann mun stríðinu ljúka og þá hefst enduruppbygging. Í samfélögum þar sem jafnrétti er gildandi býr fólk við betri heilsu og stöndugra þjóðarbú en ella. Við verðum að tryggja konum og öllum kynjum sæti við borðið þegar nýtt samfélag er byggt á stríðsrústunum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun