Eignasöluferli Heimstaden gæti tekið fimm ár Bjarki Sigurðsson skrifar 11. maí 2023 17:27 Egill Lúðvíksson tekur við sem framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi um næstu mánaðamót. Aðsend Leigufélagið Heimstaden er ekki á leiðinni af íslenskum fasteignamarkaði strax heldur er félagið einungis að skoða hvernig það eigi að minnka við sig. Að sögn tilvonandi framkvæmdastjóra félagsins á Íslandi er það eina sem hægt er að staðfesta að félagið muni ekki stækka við sig hér á landi. Í gær var greint frá því að ekkert yrði að kaupum íslenskra lífeyrissjóða á hlut í leigufélaginu Heimstaden. Var þar sagt að þar með væri ekki hægt að halda uppi viðskiptamódeli félagsins sem gengur út á að lífeyrissjóðir og aðrir stórir fjárfestar eigi meirihluta félagsins á móti Heimstaden. Í kjölfar þess birtust fréttir um að leigufélagið ætlaði að selja allar sínar íbúðir á Íslandi. Egill Lúðvíksson, sem tekur við sem framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi um næstu mánaðamót, segir þó að svo sé ekki raunin. Félagið sé eins og er einungis að minnka umsvif sín á markaði og mun það taka nokkur ár að selja allar eignir þess. „Ferlið að skala niður eignasafnið gæti hæglega tekið 4-5 ár. Við munum leitast við að nálgast þetta af varfærni og reyna að takmarka neikvæð áhrif á leigumarkaðinn eins og unnt er,“ segir Egill í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu. Hraði ferlisins mun fara eftir markaðsaðstæðum og hvort einhver vilji stíga inn í reksturinn, taka yfir eignir og halda þeim í leigu. „Við munum leitast við að finna kaupendur sem eru tilbúnir að bjóða eignir til áframhaldandi langtímaleigu og lágmarka rask fyrir okkar viðskiptavini. Við munum skoða þá möguleika á næstunni. En líklega fara einnig eignir í sölu á almennum markaði,“ segir Egill. Í tilfellum þar sem selja á stakar íbúðir með leigusamningum til staðar þá verður leigjendum boðinn forkaupsréttur á þeim. „Við gerum okkur grein fyrir því að margir af okkar leigjendum munu ekki hafa tök á slíku, en munum samt reyna að hjálpa þeim við slíkt,“ segir Egill. Leigumarkaður Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Í gær var greint frá því að ekkert yrði að kaupum íslenskra lífeyrissjóða á hlut í leigufélaginu Heimstaden. Var þar sagt að þar með væri ekki hægt að halda uppi viðskiptamódeli félagsins sem gengur út á að lífeyrissjóðir og aðrir stórir fjárfestar eigi meirihluta félagsins á móti Heimstaden. Í kjölfar þess birtust fréttir um að leigufélagið ætlaði að selja allar sínar íbúðir á Íslandi. Egill Lúðvíksson, sem tekur við sem framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi um næstu mánaðamót, segir þó að svo sé ekki raunin. Félagið sé eins og er einungis að minnka umsvif sín á markaði og mun það taka nokkur ár að selja allar eignir þess. „Ferlið að skala niður eignasafnið gæti hæglega tekið 4-5 ár. Við munum leitast við að nálgast þetta af varfærni og reyna að takmarka neikvæð áhrif á leigumarkaðinn eins og unnt er,“ segir Egill í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu. Hraði ferlisins mun fara eftir markaðsaðstæðum og hvort einhver vilji stíga inn í reksturinn, taka yfir eignir og halda þeim í leigu. „Við munum leitast við að finna kaupendur sem eru tilbúnir að bjóða eignir til áframhaldandi langtímaleigu og lágmarka rask fyrir okkar viðskiptavini. Við munum skoða þá möguleika á næstunni. En líklega fara einnig eignir í sölu á almennum markaði,“ segir Egill. Í tilfellum þar sem selja á stakar íbúðir með leigusamningum til staðar þá verður leigjendum boðinn forkaupsréttur á þeim. „Við gerum okkur grein fyrir því að margir af okkar leigjendum munu ekki hafa tök á slíku, en munum samt reyna að hjálpa þeim við slíkt,“ segir Egill.
Leigumarkaður Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira