„Það hefur svo sem alveg skeð að við höfum fengið Eurovision lömb og Eurovision dýr. Hún er ekki eina Eurovision stjarnan okkar,“ segir Unnur Sigurþórsdóttir, deildarstjóri fræðslu í Húsdýra-og fjölskyldugarðinum. Rætt var við hana í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.
„Það gerðist hérna árið 2008 að Simla kom í heiminn sem er hreinkýr og fékk nafnið Regína af því að þá tók Regína Ósk þátt í Eurovision. Hefði það verið tarfur þá hefði það verið Friðrik Ómar.“
Hún segir starfsfólk hafa velt nafngiftum mjög fyrir sér undanfarna daga. Fyrsta lamb vorsins sé drottningin.
„Því hún er fyrsta lamb þessa vors. Hinir eru hrútar og eru þá kóngar. Kalli og Charles komu til greina. Líka Power og Kraftur en það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun.“