Alveg ljóst að kennt verði í MS í haust Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 10. maí 2023 20:01 Kennarar í skólanum voru ósáttir við að heyra af mögulegum lokunum í fjölmiðlum. Vísir/Vilhelm Byggingar Menntaskólans við Sund þarfnast mikils viðhalds og loka gæti þurft skólanum í þrjú ár á framkvæmdatímanum. Formaður kennarafélags MS segir þó alveg ljóst að kennt verði við skólann í haust. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra var gestur á fundi fjárlaganefndar í morgun þar sem menntamál voru til umræðu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd, upplýsti að fram hefði komið að loka þyrfti byggingum skólans í þrjú ár. Björn sagði í samtali við fréttastofu í dag að kostnaðurinn við lagfæringarnar gæti verið á bilinu þrír til fimm milljarðar króna og vísaði til fundarins með ráðherra. Björn setti inn þessa stöðuuppfærslu í dag. Menntaskólinn við Sund hefur verið töluvert á milli tannana á fólki að undanförnu. Greint var frá því í febrúar að skólinn hafi orðið fyrir rakaskemmdum og að loka þurfi hluta af húsnæðinu vegna þeirra. Þá hefur möguleg sameining skólans við Kvennaskólann í Reykjavík vakið athygli. Björn Leví sagði við fréttastofu að það væri mikilvægt að upplýsingar um langa lokun lægju fyrir ef þær væru notaðar sem rök í umdeildum sameiningaráformum. Solveig Þórðardóttir, formaður Kennarafélags skólans segir fréttirnar hafa komið flatt upp á starfsfólk skólans. Á heimasíðu MS var birt tilkynning nú síðdegis þar sem tekinn er af allur vafi um að kennt verði í skólanum á næsta skólaári. „Við höfum allavega ekki fengið upplýsingarnar sem eru í þessari frétt. Við erum mjög ósátt. Við vitum öll að það þarf að fara í framkvæmdir á húsnæðinu. Það er enginn felurleikur með það. Það hefur komið fram og við höfum vitað það lengi. Það var farið í framkvæmdir síðasta sumar og það verður farið í framkvæmdir núna í sumar.“ Það fari fram kennsla í haust. Það liggi alveg fyrir. „Það verður svo sannarlega skólaár hér í MS og við viljum fá sem flesta til að sækja um líka.“ Mygla Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra var gestur á fundi fjárlaganefndar í morgun þar sem menntamál voru til umræðu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd, upplýsti að fram hefði komið að loka þyrfti byggingum skólans í þrjú ár. Björn sagði í samtali við fréttastofu í dag að kostnaðurinn við lagfæringarnar gæti verið á bilinu þrír til fimm milljarðar króna og vísaði til fundarins með ráðherra. Björn setti inn þessa stöðuuppfærslu í dag. Menntaskólinn við Sund hefur verið töluvert á milli tannana á fólki að undanförnu. Greint var frá því í febrúar að skólinn hafi orðið fyrir rakaskemmdum og að loka þurfi hluta af húsnæðinu vegna þeirra. Þá hefur möguleg sameining skólans við Kvennaskólann í Reykjavík vakið athygli. Björn Leví sagði við fréttastofu að það væri mikilvægt að upplýsingar um langa lokun lægju fyrir ef þær væru notaðar sem rök í umdeildum sameiningaráformum. Solveig Þórðardóttir, formaður Kennarafélags skólans segir fréttirnar hafa komið flatt upp á starfsfólk skólans. Á heimasíðu MS var birt tilkynning nú síðdegis þar sem tekinn er af allur vafi um að kennt verði í skólanum á næsta skólaári. „Við höfum allavega ekki fengið upplýsingarnar sem eru í þessari frétt. Við erum mjög ósátt. Við vitum öll að það þarf að fara í framkvæmdir á húsnæðinu. Það er enginn felurleikur með það. Það hefur komið fram og við höfum vitað það lengi. Það var farið í framkvæmdir síðasta sumar og það verður farið í framkvæmdir núna í sumar.“ Það fari fram kennsla í haust. Það liggi alveg fyrir. „Það verður svo sannarlega skólaár hér í MS og við viljum fá sem flesta til að sækja um líka.“
Mygla Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira