Telja nauðsynlegt að efla viðbúnað vegna netárása, njósna og skemmdarverka Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. maí 2023 21:04 Greiningardeild Ríkislögreglustjóra telur nauðsynlegt að efla viðbúnað, fælingarmátt og viðnámsþrótt íslensks samfélags auk alþjóðlegrar samvinnu til þess að fyrirbyggja eða draga úr þeim skaða sem fjölþáttaárásir kunna að valda. Samsett/Vísir/Skjáskot Fjölþáttahernaður gegn Íslandi á átakatímum gæti haft mikil áhrif og einsýnt sé að efla verði viðbúnað, fælingarmátt og viðnámsþrótt íslensks samfélags auk alþjóðlegrar samvinnu til þess að fyrirbyggja eða draga sem mest úr þeim skaða sem slíkar árásir kunna að valda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um fjölþáttaógnir. Þar kemur fram að hugtakið fjölþáttaógnir vísi til „samhæfðra og samstilltra aðgerða óvinveittra ríkja eða aðila tengdum ríkjum sem beita fjölbreyttum aðferðum, á skipulagðan hátt, til að nýta sér kerfislæga veikleika ríkja og/eða stofnana þeirra.“ Í skýrslunni segir að ógnir fjölþáttahernaðar gegn Íslandi myndu beinast gegn borgaralegum stofnunum og mikilvægum innviðum. Varnir þjóðarinnar geti verið ófullnægjandi á einhverjum sviðum og veikleikar því talsverðir. Netárásir, njósnir og skemmdarverk séu þar líklegustu birtingarmyndir fjölþáttaógna sem óvinveitt ríki myndi beita gegn Íslandi. Rússar hafi nýtt sér skipulagða glæpahópa til njósna og netárása Enn fremur segir að vitað sé að stjórnvöld í Rússlandi hafi nýtt skipulagða glæpahópa og sérfróða aðila til njósna, skemmdarverka, tölvu- og netárása og undirróðursstarfsemi af ýmsu tagi. Rússar séu sérstaklega taldir beina ólöglegri upplýsingaöflun og stafrænum árásum gegn ríkjum sem styðja Úkraínu. Þá sé hópur netþrjóta sem tengjast Rússlandi talin ábyrgur fyrir netárásum og tilraunum til ólöglegrar upplýsingaöflunar á Íslandi. Á árinu 2022 voru umfangsmiklar netárásir gerðar á vef lögreglunnar og tilraunir til að brjótast inn í tölvukerfi lögreglu og netaðgang starfsmanna. Á vettvangi NATO sé gengið út frá því að mjög miklar líkur séu á að rússnesk og kínversk stjórnvöld haldi uppi njósnum í aðildarríkjunum. Erlendar samstarfsstofnanir embættis ríkislögreglustjóra hafa upplýst að gera beri ráð fyrir að erlend ríki haldi uppi ólöglegum njósnum hér á landi. Einnig telja skýrsluhöfundar líklegt að Rússar muni beita stafrænum njósnum í meira mæli. Enn fremur að þeir séu reiðubúnir að notast við áhættusamari aðferðir við öflun upplýsinga og jafnvel að beita til þess ríkisborgurum annarra landa. Netárásir og undirróðursstarfsemi fyrstu merkin Í skýrslunni er talið að komi til þess að Rússar telji ástæðu til að ráðast gegn Íslandi með fjölþáttahernaði kynnu fyrstu merki um þau áform að birtast í tilraunum til að veikja samfélagið og auka í því úlfúð til lengri tíma. Fyrstu stig slíkra aðgerða gætu falist í undirróðursherferðum gegn tilteknum stjórnmálaflokkum, stjórnmálamönnum og stofnunum. Jafnframt kynnu Rússar að freista þess að dýpka átakalínur á borð við NATO-aðild og þátttöku Íslendinga í Evrópusamvinnu. Einnig er sérstaklega minnst á tortryggni í garð kínverskra tæknifyrirtækja í skýrslunni sökum kínverskrar löggjafar þar sem þarlend stjórnvöld geti krafist aðstoðar við upplýsingaöflun frá kínverskum stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum. Kínverskur tækja- og hugbúnaður væri því til þess fallinn að draga úr stafrænu öryggi, sérstaklega ef hann tengist viðkvæmum upplýsingum stjórnvalda eða innviðum. Skýrsluhöfundar telja að fjölþáttahernaður gegn Íslandi á hættu- eða átakatímum gæti haft mikil áhrif og að einsýnt sé að efla verður viðbúnað, fælingarmátt og viðnámsþrótt íslensks samfélags auk alþjóðlegrar samvinnu til þess að fyrirbyggja og/eða draga sem mest úr þeim skaða sem slíkar fjölþáttaárásir kunna að valda. Að lokum segir að forsenda Íslendinga sem herlausrar þjóðar í baráttunni gegn fjölþáttaógnum og -hernaði sé aðildin að NATO, varnarsamstarfið við Bandaríkin og aukið samstarf við Norðurlöndin á sviði varnar- og öryggismála. NATO Rússland Kína Öryggis- og varnarmál Lögreglumál Netöryggi Tölvuárásir Tengdar fréttir Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Gögnum um tölvuárásir Rússa lekið til fjölmiðla Rússneska netöryggisfyrirtækið Vulkan hefur hjálpað herafla og leyniþjónustum Rússlands náið við netárásir og gagnaöflun. Auk þess hafa starfsmenn fyrirtækisins þjálfað starfsmenn leyniþjónusta Rússlands og tekið þátt í að dreifa falsfregnum og ýta undir upplýsingaóreiðu. 30. mars 2023 19:00 Forsætisráðherra birtir ítarlega skýrslu um horfur í þjóðaröryggismálum Forsætisráðherra hefur skilað skýrslu um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Skýrslan er löng og yfirgripsmikil og ljóst að verkefnin framundan eru mörg, ekki síst í ljósi stöðu öryggismála í Evrópu. 7. desember 2022 08:04 Rússar grunaðir um netárás á vefsíðu Evrópuþingsins Netárás var gerð á vefsíðu Evrópuþingsins fyrr í dag. Árásin var gerð mjög skömmu eftir að þingmenn samþykktu þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Rússneskur hópur hefur lýst yfir ábyrgð. 23. nóvember 2022 17:36 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um fjölþáttaógnir. Þar kemur fram að hugtakið fjölþáttaógnir vísi til „samhæfðra og samstilltra aðgerða óvinveittra ríkja eða aðila tengdum ríkjum sem beita fjölbreyttum aðferðum, á skipulagðan hátt, til að nýta sér kerfislæga veikleika ríkja og/eða stofnana þeirra.“ Í skýrslunni segir að ógnir fjölþáttahernaðar gegn Íslandi myndu beinast gegn borgaralegum stofnunum og mikilvægum innviðum. Varnir þjóðarinnar geti verið ófullnægjandi á einhverjum sviðum og veikleikar því talsverðir. Netárásir, njósnir og skemmdarverk séu þar líklegustu birtingarmyndir fjölþáttaógna sem óvinveitt ríki myndi beita gegn Íslandi. Rússar hafi nýtt sér skipulagða glæpahópa til njósna og netárása Enn fremur segir að vitað sé að stjórnvöld í Rússlandi hafi nýtt skipulagða glæpahópa og sérfróða aðila til njósna, skemmdarverka, tölvu- og netárása og undirróðursstarfsemi af ýmsu tagi. Rússar séu sérstaklega taldir beina ólöglegri upplýsingaöflun og stafrænum árásum gegn ríkjum sem styðja Úkraínu. Þá sé hópur netþrjóta sem tengjast Rússlandi talin ábyrgur fyrir netárásum og tilraunum til ólöglegrar upplýsingaöflunar á Íslandi. Á árinu 2022 voru umfangsmiklar netárásir gerðar á vef lögreglunnar og tilraunir til að brjótast inn í tölvukerfi lögreglu og netaðgang starfsmanna. Á vettvangi NATO sé gengið út frá því að mjög miklar líkur séu á að rússnesk og kínversk stjórnvöld haldi uppi njósnum í aðildarríkjunum. Erlendar samstarfsstofnanir embættis ríkislögreglustjóra hafa upplýst að gera beri ráð fyrir að erlend ríki haldi uppi ólöglegum njósnum hér á landi. Einnig telja skýrsluhöfundar líklegt að Rússar muni beita stafrænum njósnum í meira mæli. Enn fremur að þeir séu reiðubúnir að notast við áhættusamari aðferðir við öflun upplýsinga og jafnvel að beita til þess ríkisborgurum annarra landa. Netárásir og undirróðursstarfsemi fyrstu merkin Í skýrslunni er talið að komi til þess að Rússar telji ástæðu til að ráðast gegn Íslandi með fjölþáttahernaði kynnu fyrstu merki um þau áform að birtast í tilraunum til að veikja samfélagið og auka í því úlfúð til lengri tíma. Fyrstu stig slíkra aðgerða gætu falist í undirróðursherferðum gegn tilteknum stjórnmálaflokkum, stjórnmálamönnum og stofnunum. Jafnframt kynnu Rússar að freista þess að dýpka átakalínur á borð við NATO-aðild og þátttöku Íslendinga í Evrópusamvinnu. Einnig er sérstaklega minnst á tortryggni í garð kínverskra tæknifyrirtækja í skýrslunni sökum kínverskrar löggjafar þar sem þarlend stjórnvöld geti krafist aðstoðar við upplýsingaöflun frá kínverskum stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum. Kínverskur tækja- og hugbúnaður væri því til þess fallinn að draga úr stafrænu öryggi, sérstaklega ef hann tengist viðkvæmum upplýsingum stjórnvalda eða innviðum. Skýrsluhöfundar telja að fjölþáttahernaður gegn Íslandi á hættu- eða átakatímum gæti haft mikil áhrif og að einsýnt sé að efla verður viðbúnað, fælingarmátt og viðnámsþrótt íslensks samfélags auk alþjóðlegrar samvinnu til þess að fyrirbyggja og/eða draga sem mest úr þeim skaða sem slíkar fjölþáttaárásir kunna að valda. Að lokum segir að forsenda Íslendinga sem herlausrar þjóðar í baráttunni gegn fjölþáttaógnum og -hernaði sé aðildin að NATO, varnarsamstarfið við Bandaríkin og aukið samstarf við Norðurlöndin á sviði varnar- og öryggismála.
NATO Rússland Kína Öryggis- og varnarmál Lögreglumál Netöryggi Tölvuárásir Tengdar fréttir Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Gögnum um tölvuárásir Rússa lekið til fjölmiðla Rússneska netöryggisfyrirtækið Vulkan hefur hjálpað herafla og leyniþjónustum Rússlands náið við netárásir og gagnaöflun. Auk þess hafa starfsmenn fyrirtækisins þjálfað starfsmenn leyniþjónusta Rússlands og tekið þátt í að dreifa falsfregnum og ýta undir upplýsingaóreiðu. 30. mars 2023 19:00 Forsætisráðherra birtir ítarlega skýrslu um horfur í þjóðaröryggismálum Forsætisráðherra hefur skilað skýrslu um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Skýrslan er löng og yfirgripsmikil og ljóst að verkefnin framundan eru mörg, ekki síst í ljósi stöðu öryggismála í Evrópu. 7. desember 2022 08:04 Rússar grunaðir um netárás á vefsíðu Evrópuþingsins Netárás var gerð á vefsíðu Evrópuþingsins fyrr í dag. Árásin var gerð mjög skömmu eftir að þingmenn samþykktu þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Rússneskur hópur hefur lýst yfir ábyrgð. 23. nóvember 2022 17:36 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10
Gögnum um tölvuárásir Rússa lekið til fjölmiðla Rússneska netöryggisfyrirtækið Vulkan hefur hjálpað herafla og leyniþjónustum Rússlands náið við netárásir og gagnaöflun. Auk þess hafa starfsmenn fyrirtækisins þjálfað starfsmenn leyniþjónusta Rússlands og tekið þátt í að dreifa falsfregnum og ýta undir upplýsingaóreiðu. 30. mars 2023 19:00
Forsætisráðherra birtir ítarlega skýrslu um horfur í þjóðaröryggismálum Forsætisráðherra hefur skilað skýrslu um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Skýrslan er löng og yfirgripsmikil og ljóst að verkefnin framundan eru mörg, ekki síst í ljósi stöðu öryggismála í Evrópu. 7. desember 2022 08:04
Rússar grunaðir um netárás á vefsíðu Evrópuþingsins Netárás var gerð á vefsíðu Evrópuþingsins fyrr í dag. Árásin var gerð mjög skömmu eftir að þingmenn samþykktu þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Rússneskur hópur hefur lýst yfir ábyrgð. 23. nóvember 2022 17:36