Sögulega lág fæðingartíðni geti haft efnahagslegar afleiðingar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. maí 2023 19:00 Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Prófessor í hagfræði segir að ef fram heldur sem horfir geti efnahagslegar afleiðingar orðið talsverðar. Árið 2022 fæddist 4.391 barn sem er mikil fækkun frá árinu 2021 þegar 4.879 börn komu í heiminn. Þetta er mesta fækkun á lifandi fæddum börnum sem hefur átt sér stað milli ára frá 1838 eða fækkun upp á 488 börn. Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Það getur haft margvísleg áhrif.grafík/sara Ýmislegt getur skýrt lækkandi fæðingartíðni, en í rannsókn sem hópur fræðafólks við Háskóla Íslands vann að kemur fram að ungar konur upplifi foreldrahlutverkið kvíðavaldandi og sjá ekki hvernig þær eigi að uppfylla þær vaxandi kröfur sem gerðar eru til þeirra í samfélagi lífsgæðakapphlaups. Minna til skiptanna fyrir hvern og einn Prófessor í hagfræði segir langtíma þróun á fæðingartíðni hafa talsverð áhrif á samfélagsgerðina. Fyrirsjáanlega verði færri í hverri kynslóð sem þýði að á endanum verði fáir á vinnufærum aldri og hlutfallslega margir á eftirlaunum. Ef fram heldur sem horfir geti slíkt haft margvísleg efnahagsleg- og félagsleg áhrif. „Það verða fáir að vinna miðað við þá sem búa á landinu og nota vörur og þjónustu þannig það verður minna til skiptanna fyrir hvern og einn. Svo er þetta líka álag fyrir lífeyriskerfi, jafnvel þó þau séu með sjóðssöfnun eins og það íslenska, að þá er það töluvert átak að framfleyta kynslóðum þegar þær eru svona mis stórar,“ segir Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði. Hagstofan birti í morgun upplýsingar um fæðingartíðni árið 2022.grafík/sara Lækkandi fæðingartíðni er einnig áberandi í nágrannalöndum þar sem fæðingartíðni er víða lægri en hér. Hún er þó lægst í fjarlægari löndum á borð við Japan og Suður-Kóreu. „Og þar hefur þetta haft bara veruleg áhrif á hagkerfið og er svona til dæmis hluti af skýringunni á því að Japan telst ekki lengur það efnahags stórveldi sem það var fyrir nokkrum áratugum.“ Ýmislegt geti breytt myndinni, til dæmis flutningur fólks til landsins en ungt fólk á þrítugsaldri er áberandi í hópi þeirra fjölmörgu sem flytja til landsins, sem hafi yngt aldursdreifingu íbúa. „Það eru bara einfaldlega mun fleiri á vinnufærum aldri á Íslandi. Bæði absalút og hlutfallslega heldur en væri ef þessi flutningur hefði ekki verið til landsins.“ Efnahagsmál Börn og uppeldi Félagsmál Frjósemi Mannfjöldi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Árið 2022 fæddist 4.391 barn sem er mikil fækkun frá árinu 2021 þegar 4.879 börn komu í heiminn. Þetta er mesta fækkun á lifandi fæddum börnum sem hefur átt sér stað milli ára frá 1838 eða fækkun upp á 488 börn. Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Það getur haft margvísleg áhrif.grafík/sara Ýmislegt getur skýrt lækkandi fæðingartíðni, en í rannsókn sem hópur fræðafólks við Háskóla Íslands vann að kemur fram að ungar konur upplifi foreldrahlutverkið kvíðavaldandi og sjá ekki hvernig þær eigi að uppfylla þær vaxandi kröfur sem gerðar eru til þeirra í samfélagi lífsgæðakapphlaups. Minna til skiptanna fyrir hvern og einn Prófessor í hagfræði segir langtíma þróun á fæðingartíðni hafa talsverð áhrif á samfélagsgerðina. Fyrirsjáanlega verði færri í hverri kynslóð sem þýði að á endanum verði fáir á vinnufærum aldri og hlutfallslega margir á eftirlaunum. Ef fram heldur sem horfir geti slíkt haft margvísleg efnahagsleg- og félagsleg áhrif. „Það verða fáir að vinna miðað við þá sem búa á landinu og nota vörur og þjónustu þannig það verður minna til skiptanna fyrir hvern og einn. Svo er þetta líka álag fyrir lífeyriskerfi, jafnvel þó þau séu með sjóðssöfnun eins og það íslenska, að þá er það töluvert átak að framfleyta kynslóðum þegar þær eru svona mis stórar,“ segir Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði. Hagstofan birti í morgun upplýsingar um fæðingartíðni árið 2022.grafík/sara Lækkandi fæðingartíðni er einnig áberandi í nágrannalöndum þar sem fæðingartíðni er víða lægri en hér. Hún er þó lægst í fjarlægari löndum á borð við Japan og Suður-Kóreu. „Og þar hefur þetta haft bara veruleg áhrif á hagkerfið og er svona til dæmis hluti af skýringunni á því að Japan telst ekki lengur það efnahags stórveldi sem það var fyrir nokkrum áratugum.“ Ýmislegt geti breytt myndinni, til dæmis flutningur fólks til landsins en ungt fólk á þrítugsaldri er áberandi í hópi þeirra fjölmörgu sem flytja til landsins, sem hafi yngt aldursdreifingu íbúa. „Það eru bara einfaldlega mun fleiri á vinnufærum aldri á Íslandi. Bæði absalút og hlutfallslega heldur en væri ef þessi flutningur hefði ekki verið til landsins.“
Efnahagsmál Börn og uppeldi Félagsmál Frjósemi Mannfjöldi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira