Leituðu að hring en fundu bíl Máni Snær Þorláksson skrifar 9. maí 2023 14:49 Leitin að hringnum sem um ræðir bar ekki árangur. Hins vegar fannst annar hringur, Matchbox bíll og fleira í tjörninni Vísir/Björgunarsveitin Suðurnes Hringur sem maður á þrítugsaldri týndi á dögunum í Reykjavíkurtjörn fannst ekki við nánari leit í dag. Hins vegar fannst fullt annað, þar á meðal annar hringur. Ákveðið hefur verið að ljúka leitinni í bili. Leit að hringnum sem maðurinn týndi hófst í gær. Um er að ræða hring sem hafði mikið tilfinningalegt gildi fyrir manninn þar sem frænka hans, sem nú er látin, hafði gefið honum hann á sínum tíma. Maðurinn hafði týnt hringnum í tjörninni er hann var að gefa öndunum þar að borða. Fjölskylda mannsins hafði samband við björgunarsveitina Suðurnes sem ákvað að hjálpa til við leitina. Björgunarsveitin sendi kafara í Reykjavíkurtjörn í gær sem leituðu eftir botninum að hringnum en án árangurs. Fundu fullt af dóti í drullunni Haraldur Haraldsson, formaður björgunarsveitarinnar, segir í samtali við fréttastofu að í dag hafi leitinni að hringnum verið haldið áfram en án árangurs. „Nú erum við búnir að vera að leita í allan morgun. Við vorum að leita með málmleitartækjum og alls konar búnaði,“ segir Haraldur. „Við verðum eiginlega að hætta núna. Við erum búin að gefa þessu tvo góða daga og ætlum að segja þetta gott í bili.“ Þrátt fyrir að hringurinn hafi ekki fundist þá kom nóg af hlutum í ljós í tjörninni. „Við fundum fullt af alls konar málmi og dóti í drullunni. Við fundum hring, bara ekki rétta hringinn,“ segir Haraldur. Á meðal þess sem fannst einnig í leitinni var bíll. „Við fundum bíl í tjörninni, reyndar bara Matchbox bíl, svona lítinn krakkabíl,“ segir Haraldur. Þá hafi einnig fundist barmmerki frá Vinstri grænum og heill þúsundkall. Áhugaverðir hlutir sem fundust í leitinni.Björgunarsveitin Suðurnes Haraldur segir að þó svo að um óvenjulegt útkall hafi verið að ræða þá hafi leitin verið góð æfing fyrir björgunarsveitina. „Þetta var rosalega lítið mál fyrir okkur. Við erum tveir hérna sem erum í vaktavinnu og vorum í fríi, þannig það var ekkert mál að græja þetta.“ Reykjavík Björgunarsveitir Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Leit að hringnum sem maðurinn týndi hófst í gær. Um er að ræða hring sem hafði mikið tilfinningalegt gildi fyrir manninn þar sem frænka hans, sem nú er látin, hafði gefið honum hann á sínum tíma. Maðurinn hafði týnt hringnum í tjörninni er hann var að gefa öndunum þar að borða. Fjölskylda mannsins hafði samband við björgunarsveitina Suðurnes sem ákvað að hjálpa til við leitina. Björgunarsveitin sendi kafara í Reykjavíkurtjörn í gær sem leituðu eftir botninum að hringnum en án árangurs. Fundu fullt af dóti í drullunni Haraldur Haraldsson, formaður björgunarsveitarinnar, segir í samtali við fréttastofu að í dag hafi leitinni að hringnum verið haldið áfram en án árangurs. „Nú erum við búnir að vera að leita í allan morgun. Við vorum að leita með málmleitartækjum og alls konar búnaði,“ segir Haraldur. „Við verðum eiginlega að hætta núna. Við erum búin að gefa þessu tvo góða daga og ætlum að segja þetta gott í bili.“ Þrátt fyrir að hringurinn hafi ekki fundist þá kom nóg af hlutum í ljós í tjörninni. „Við fundum fullt af alls konar málmi og dóti í drullunni. Við fundum hring, bara ekki rétta hringinn,“ segir Haraldur. Á meðal þess sem fannst einnig í leitinni var bíll. „Við fundum bíl í tjörninni, reyndar bara Matchbox bíl, svona lítinn krakkabíl,“ segir Haraldur. Þá hafi einnig fundist barmmerki frá Vinstri grænum og heill þúsundkall. Áhugaverðir hlutir sem fundust í leitinni.Björgunarsveitin Suðurnes Haraldur segir að þó svo að um óvenjulegt útkall hafi verið að ræða þá hafi leitin verið góð æfing fyrir björgunarsveitina. „Þetta var rosalega lítið mál fyrir okkur. Við erum tveir hérna sem erum í vaktavinnu og vorum í fríi, þannig það var ekkert mál að græja þetta.“
Reykjavík Björgunarsveitir Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira