Viðskipti innlent

For­stjórarnir héldu báðir titlum sínum við sam­runann

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Guðný Helga og Haraldur stýra hinu sameinaða fyrirtæki.
Guðný Helga og Haraldur stýra hinu sameinaða fyrirtæki.

Guðný Helga Herbertsdóttir og Haraldur Þórðarson verða bæði áfram forstjórar eftir sameiningu Vátryggingafélags Íslands (VÍS) og Fossa.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar í dag kom fram að VÍS hefði keypt allt hlutafé í fjárfestingarbankanum Fossum. Hluthafar Fossa munu fá 245 milljón nýja hluti í VÍS sem endurgjald, það er 12,62 prósent í tryggingafélaginu. Nýtt hlutafé er háð sölubanni seljenda í þrjú ár frá uppgjöri.

Samruninn er háður vissum skilyrðum, það er samþykki eftirlitsstofnana og hluthafafundar VÍS.

„Nái viðskiptin fram að ganga verður sameinað félag öflugt fyrirtæki á fjármálamarkaði með víðtækar starfsheimildir til fjármálaþjónustu og í ákjósanlegri stöðu til sóknar,“ segir í tilkynningunni.

Athygli vekur að báðir forstjórar halda titlum sínum. Það er Guðný Helga Herbertsdóttir hjá VÍS verður áfram yfir tryggingastarfsemi samstæðunnar. En hún tók við stöðunni í lok febrúar. Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa, mun stýra þróun fjármálastarfsemi.


Tengdar fréttir

Guðný nýr forstjóri VÍS

Guðný Helga Herbertsdóttir hefur verið ráðin forstjóri tryggingafélagsins VÍS. Hún hefur verið starfandi forstjóri síðan í janúar á þessu ári. 

VÍS og Fossar hefja sam­runa­við­ræður

Vátryggingafélag Íslands og hluthafar Fossa fjárfestingarbanka hafa ákveðið að hefja viðræður um kaup VÍS á öllu hlutafé í Fossum fjárfestingarbanka á grundvelli viljayfirlýsingar um sameiningu félaganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×