Innlent

Rannsókn beinist að hugsanlegu manndrápi

Margrét Björk Jónsdóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa
Maðurinn var leiddur fyrir dómara hjá Héraðsdómi Suðurlands fyrir stundu þar sem gæsluvarðhald yfir honum var framlengt til 19. maí. 
Maðurinn var leiddur fyrir dómara hjá Héraðsdómi Suðurlands fyrir stundu þar sem gæsluvarðhald yfir honum var framlengt til 19. maí.  Vísir

Rannsókn lögreglu á andláti ungrar konu á Selfossi í síðustu viku beinist nú að hugsanlegu manndrápi til samræmis við bráðabirgðaniðurstöður krufningar. Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald til 19. maí yfir öðrum af tveimur mönnum sem handteknir voru í tengslum við málið. Maðurinn var leiddur fyrir dómara nú fyrir stundu. 

Maðurinn er á þrítugsaldri og var handtekinn í heimahúsi á Selfossi þar sem hin 28 ára gamla Sofia Sarmite Kolesnikova fannst látin síðdegis þann 27. apríl síðastliðinn.

Maðurinn er á þrítugsaldri.Vísir

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að rannsókn málsins beinist nú að hugsanlegu manndrápi til samræmis við bráðabirgðaniðurstöður krufningar. Rannsókn málsins sé á viðkvæmu stigi og meðal annars er beðið gagna erlendis frá.

Lögreglan fundaði með aðstandendum Sofiu í dag og upplýsti þau um stöðu rannsóknarinnar. Lögreglan telur sig vera með nokkuð skýra mynd af atburðarrásinni sem leiddi til andláts Sofiu.

Hinum manninum var sleppt úr haldi í gær.

Fréttin hefur verið uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×