Umfjöllun og myndir: Stjarnan - Valur 20-27 | Valskonur í úrslit í fimmta sinn í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2023 19:00 Valskonur fagna sigrinum í Garðabænum. vísir/hulda margrét Valur er kominn í úrslit Olís-deildar kvenna í handbolta í fimmta sinn í röð eftir sigur á Stjörnunni í Garðabænum í kvöld, 20-27. Valskonur unnu einvígið, 3-1, eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli. Valur mætir annað hvort ÍBV eða Haukum í úrslitum. Eftir þrjá mikla spennuleiki í einvíginu var ekki mikil spurning hvorum megin sigurinn í þessum leik myndi enda. Valskonur voru alltaf með undirtökin og stungu svo af um miðjan seinni hálfleik. Markvarslan hjá Val hafði verið misjöfn í einvíginu en hún var frábær í dag. Sara Sif Helgadóttir varði átján skot, eða 49 prósent þeirra skota sem hún fékk á sig. Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði tíu mörk úr tólf skotum.vísir/hulda margrét Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í liði Vals með tíu mörk. Thea Imani Sturludóttir skoraði fimm mörk en tíu leikmenn Vals komust á blað í dag. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna og Lena Margrét Valdimarsdóttir sex. Darija Zecevic varði þrettán skot (33 prósent). Eins og svo oft áður í einvíginu byrjaði Valur betur og komst mest fjórum mörkum yfir. Sóknarleikur Stjörnunnar var mjög stirður, mest mæddi á Helenu en hún fékk litla hjálp frá samherjum sínum í útilínunni og boltinn barst sjaldan inn á línu og aldrei út í horn. Þá skoruðu Garðbæingar aðeins eitt mark eftir hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Elísabet Gunnarsdóttir reynir skot.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir allt þetta og fjörutíu prósent markvörslu Söru náðu Valskonur aldrei að slíta sig frá Stjörnukonum og munurinn í hálfleik var aðeins þrjú mörk, 9-12. Þórey Anna var atkvæðamest í Valssókninni með fimm mörk en sjö leikmenn skiptu með sér hinum sjö mörkunum. Stjarnan var áfram í sömu sóknarvandræðunum í upphafi seinni hálfleiks. Þær náðu hins vegar að höggva á hnútinn og eftir þrjú mörk í röð var staðan allt í einu 15-16. Þá tók Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, leikhlé sem gaf heldur betur góða raun. Valskonur skoruðu fjögur mörk í röð og komust fimm mörkum yfir, 15-20. Sá hjalli reyndist óyfirstíganlegur fyrir Stjörnuna. Thea Imani Sturludóttir skoraði fimm mörk, þar af fjögur í seinni hálfleik.vísir/hulda margrét Garðbæingar reyndu hvað þeir gátu og fjölguðu meðal annars í sókninni en ekkert gekk. Sara varði allt hvað af tók og munurinn jókst bara og jókst. Síðustu tíu mínúturnar var svo aðeins spurning hversu stór sigurinn yrði. Á endanum munaði sjö mörkum á liðunum, 20-27, og Valur því kominn í úrslit, enn eitt árið. Olís-deild kvenna Stjarnan Valur
Valur er kominn í úrslit Olís-deildar kvenna í handbolta í fimmta sinn í röð eftir sigur á Stjörnunni í Garðabænum í kvöld, 20-27. Valskonur unnu einvígið, 3-1, eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli. Valur mætir annað hvort ÍBV eða Haukum í úrslitum. Eftir þrjá mikla spennuleiki í einvíginu var ekki mikil spurning hvorum megin sigurinn í þessum leik myndi enda. Valskonur voru alltaf með undirtökin og stungu svo af um miðjan seinni hálfleik. Markvarslan hjá Val hafði verið misjöfn í einvíginu en hún var frábær í dag. Sara Sif Helgadóttir varði átján skot, eða 49 prósent þeirra skota sem hún fékk á sig. Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði tíu mörk úr tólf skotum.vísir/hulda margrét Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í liði Vals með tíu mörk. Thea Imani Sturludóttir skoraði fimm mörk en tíu leikmenn Vals komust á blað í dag. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna og Lena Margrét Valdimarsdóttir sex. Darija Zecevic varði þrettán skot (33 prósent). Eins og svo oft áður í einvíginu byrjaði Valur betur og komst mest fjórum mörkum yfir. Sóknarleikur Stjörnunnar var mjög stirður, mest mæddi á Helenu en hún fékk litla hjálp frá samherjum sínum í útilínunni og boltinn barst sjaldan inn á línu og aldrei út í horn. Þá skoruðu Garðbæingar aðeins eitt mark eftir hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Elísabet Gunnarsdóttir reynir skot.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir allt þetta og fjörutíu prósent markvörslu Söru náðu Valskonur aldrei að slíta sig frá Stjörnukonum og munurinn í hálfleik var aðeins þrjú mörk, 9-12. Þórey Anna var atkvæðamest í Valssókninni með fimm mörk en sjö leikmenn skiptu með sér hinum sjö mörkunum. Stjarnan var áfram í sömu sóknarvandræðunum í upphafi seinni hálfleiks. Þær náðu hins vegar að höggva á hnútinn og eftir þrjú mörk í röð var staðan allt í einu 15-16. Þá tók Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, leikhlé sem gaf heldur betur góða raun. Valskonur skoruðu fjögur mörk í röð og komust fimm mörkum yfir, 15-20. Sá hjalli reyndist óyfirstíganlegur fyrir Stjörnuna. Thea Imani Sturludóttir skoraði fimm mörk, þar af fjögur í seinni hálfleik.vísir/hulda margrét Garðbæingar reyndu hvað þeir gátu og fjölguðu meðal annars í sókninni en ekkert gekk. Sara varði allt hvað af tók og munurinn jókst bara og jókst. Síðustu tíu mínúturnar var svo aðeins spurning hversu stór sigurinn yrði. Á endanum munaði sjö mörkum á liðunum, 20-27, og Valur því kominn í úrslit, enn eitt árið.