Sorglegt að fórna eigi skólastarfinu í hagræðingarskyni Máni Snær Þorláksson skrifar 5. maí 2023 13:12 Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja niður skólann í núverandi mynd. Vísir/Vilhelm Félag kennara í Menntaskólanum við Sund er algjörlega á móti því að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Hugmyndir um að sameina skólann við Kvennaskólann í Reykjavík í húsnæði í Stakkahlíð hafa fallið í vægast sagt grýttan jarðveg. „Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja eigi skólann niður í núverandi mynd,“ segir í upphafi ályktunar sem Kennarafélag Menntaskólans við Sund sendi frá sér í dag. Í ályktunni er bent á að á síðasta áratug hafi skólinn farið í gegnum miklar kerfisbreytingar. Þessar breytingar hafi mælst vel fyrir meðal nemenda og foreldra. Þá hafi skólinn verið meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins á undanförnum árum. Brottfall sé með minnsta móti og útskriftarhlutfall hátt. Í ályktuninni kemur fram að skólinn hafi ákveðna sérstöðu sem felist í þriggja anna námskerfi með áherslu á verkefnamiðað nám. „Við skólann hefur farið fram mjög öflug starfsþróun kennara, leiðsagnarnám hefur verið innleitt í miklum mæli og starfendarannsóknir unnar af öflugum hópi starfsfólks,“ segir í henni. Þá er farið yfir að umræddar breytingar hafi verið gerðar með farsæld nemenda að leiðarljósi. Skólinn sé lifandi samfélag þar sem nemendum sé boðið jákvætt og metnaðarfullt umhverfi til náms og þroska. Sérstaklega er bent á að skólinn leggi áherslu á að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda, til dæmis með því að styðja sérstaklega við tvítyngda nemendur og nýnema. Þá hafi verið sett starfsbraut á laggirnar við skólann síðasta sumar. Breytingar eigi að fara fram í samráði við þau sem þær snerta Einnig er tekið fram að staðsetning skólans hafi þótt afar heppileg sökum mikillar uppbyggingar í nærumhverfi hans. Skólinn þjóni stórum hluta austanverðs höfuðborgarsvæðisins. „Áformaðar samgöngubætur, Borgarlína og Sundabraut, munu stuðla enn frekar að umhverfislegu mikilvægi þess að hafa jafn sterkan framhaldsskóla í alfaraleið. Teljum við því að lokun skólans yrði mikill missir fyrir nærliggjandi hverfi.“ Undir lokin segir félagið á að skólinn eigi sér áralanga sögu og að hann sé hluti af menningararfleifð landsins. „Því væri afar sorglegt ef það metnaðarfulla skólastarf sem þar er unnið væri fórnað í hagræðingarskyni sem þjónar ekki velferð og farsæld unga fólksins okkar. Að lokum köllum við eftir því að breytingar á framhaldskólakerfinu fari fram í samráði og samtali við alla þá sem þær munu snerta.“ Hægt er að lesa ályktunina í heild sinni hér fyrir neðan. Ályktun Kennarafélags Menntaskólans við Sund Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja eigi skólann niður í núverandi mynd. Skólinn hefur á síðasta áratug farið í gegnum miklar kerfisbreytingar sem mælst hafa vel fyrir meðal nemenda og foreldra. Undanfarin ár hefur skólinn verið meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins. Brottfall er með minnsta móti og útskriftarhlutfall skólans hátt. Sérstaða skólans felst í þriggja anna námskerfi með áherslu á verkefnamiðað nám. Við skólann hefur farið fram mjög öflug starfsþróun kennara, leiðsagnarnám hefur verið innleitt í miklum mæli og starfendarannsóknir unnar af öflugum hópi starfsfólks. Allar þessar breytingar og þróun hafa verið unnar með farsæld nemenda að leiðarljósi. Að auki hefur verið byggð upp öflug nemendaþjónusta sem veitir öllum nemendum víðtækan stuðning. Skólinn er lifandi samfélag þar sem nemendum er búið jákvætt og metnaðarfullt umhverfi til náms og þroska, þar sem ólíkum einstaklingum er gefið tækifæri til að blómstra. Skólinn leggur áherslu á að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda, m.a. með því að styðja sérstaklega við tvítyngda nemendur og nýnema, ásamt því að við skólann var sett á laggirnar starfsbraut síðasta sumar. Staðsetning skólans hefur þótt afar heppileg þar sem mikil uppbygging á sér stað í nærumhverfi hans (í Vogabyggð og Ártúnshöfða) og þjónar skólinn stórum hluta austanverðs höfuðborgarsvæðisins. Áformaðar samgöngubætur, Borgarlína og Sundabraut, munu stuðla enn frekar að umhverfislegu mikilvægi þess að hafa jafn sterkan framhaldsskóla í alfaraleið. Teljum við því að lokun skólans yrði mikill missir fyrir nærliggjandi hverfi. Menntaskólinn við Sund á sér áralanga sögu og er hluti af menningararfleifð landsins. Því væri afar sorglegt ef það metnaðarfulla skólastarf sem þar er unnið væri fórnað í hagræðingarskyni sem þjónar ekki velferð og farsæld unga fólksins okkar. Að lokum köllum við eftir því að breytingar á framhaldskólakerfinu fari fram í samráði og samtali við alla þá sem þær munu snerta. Virðingarfyllst, Kennarafélag Menntaskólans við Sund Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja eigi skólann niður í núverandi mynd,“ segir í upphafi ályktunar sem Kennarafélag Menntaskólans við Sund sendi frá sér í dag. Í ályktunni er bent á að á síðasta áratug hafi skólinn farið í gegnum miklar kerfisbreytingar. Þessar breytingar hafi mælst vel fyrir meðal nemenda og foreldra. Þá hafi skólinn verið meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins á undanförnum árum. Brottfall sé með minnsta móti og útskriftarhlutfall hátt. Í ályktuninni kemur fram að skólinn hafi ákveðna sérstöðu sem felist í þriggja anna námskerfi með áherslu á verkefnamiðað nám. „Við skólann hefur farið fram mjög öflug starfsþróun kennara, leiðsagnarnám hefur verið innleitt í miklum mæli og starfendarannsóknir unnar af öflugum hópi starfsfólks,“ segir í henni. Þá er farið yfir að umræddar breytingar hafi verið gerðar með farsæld nemenda að leiðarljósi. Skólinn sé lifandi samfélag þar sem nemendum sé boðið jákvætt og metnaðarfullt umhverfi til náms og þroska. Sérstaklega er bent á að skólinn leggi áherslu á að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda, til dæmis með því að styðja sérstaklega við tvítyngda nemendur og nýnema. Þá hafi verið sett starfsbraut á laggirnar við skólann síðasta sumar. Breytingar eigi að fara fram í samráði við þau sem þær snerta Einnig er tekið fram að staðsetning skólans hafi þótt afar heppileg sökum mikillar uppbyggingar í nærumhverfi hans. Skólinn þjóni stórum hluta austanverðs höfuðborgarsvæðisins. „Áformaðar samgöngubætur, Borgarlína og Sundabraut, munu stuðla enn frekar að umhverfislegu mikilvægi þess að hafa jafn sterkan framhaldsskóla í alfaraleið. Teljum við því að lokun skólans yrði mikill missir fyrir nærliggjandi hverfi.“ Undir lokin segir félagið á að skólinn eigi sér áralanga sögu og að hann sé hluti af menningararfleifð landsins. „Því væri afar sorglegt ef það metnaðarfulla skólastarf sem þar er unnið væri fórnað í hagræðingarskyni sem þjónar ekki velferð og farsæld unga fólksins okkar. Að lokum köllum við eftir því að breytingar á framhaldskólakerfinu fari fram í samráði og samtali við alla þá sem þær munu snerta.“ Hægt er að lesa ályktunina í heild sinni hér fyrir neðan. Ályktun Kennarafélags Menntaskólans við Sund Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja eigi skólann niður í núverandi mynd. Skólinn hefur á síðasta áratug farið í gegnum miklar kerfisbreytingar sem mælst hafa vel fyrir meðal nemenda og foreldra. Undanfarin ár hefur skólinn verið meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins. Brottfall er með minnsta móti og útskriftarhlutfall skólans hátt. Sérstaða skólans felst í þriggja anna námskerfi með áherslu á verkefnamiðað nám. Við skólann hefur farið fram mjög öflug starfsþróun kennara, leiðsagnarnám hefur verið innleitt í miklum mæli og starfendarannsóknir unnar af öflugum hópi starfsfólks. Allar þessar breytingar og þróun hafa verið unnar með farsæld nemenda að leiðarljósi. Að auki hefur verið byggð upp öflug nemendaþjónusta sem veitir öllum nemendum víðtækan stuðning. Skólinn er lifandi samfélag þar sem nemendum er búið jákvætt og metnaðarfullt umhverfi til náms og þroska, þar sem ólíkum einstaklingum er gefið tækifæri til að blómstra. Skólinn leggur áherslu á að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda, m.a. með því að styðja sérstaklega við tvítyngda nemendur og nýnema, ásamt því að við skólann var sett á laggirnar starfsbraut síðasta sumar. Staðsetning skólans hefur þótt afar heppileg þar sem mikil uppbygging á sér stað í nærumhverfi hans (í Vogabyggð og Ártúnshöfða) og þjónar skólinn stórum hluta austanverðs höfuðborgarsvæðisins. Áformaðar samgöngubætur, Borgarlína og Sundabraut, munu stuðla enn frekar að umhverfislegu mikilvægi þess að hafa jafn sterkan framhaldsskóla í alfaraleið. Teljum við því að lokun skólans yrði mikill missir fyrir nærliggjandi hverfi. Menntaskólinn við Sund á sér áralanga sögu og er hluti af menningararfleifð landsins. Því væri afar sorglegt ef það metnaðarfulla skólastarf sem þar er unnið væri fórnað í hagræðingarskyni sem þjónar ekki velferð og farsæld unga fólksins okkar. Að lokum köllum við eftir því að breytingar á framhaldskólakerfinu fari fram í samráði og samtali við alla þá sem þær munu snerta. Virðingarfyllst, Kennarafélag Menntaskólans við Sund
Ályktun Kennarafélags Menntaskólans við Sund Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja eigi skólann niður í núverandi mynd. Skólinn hefur á síðasta áratug farið í gegnum miklar kerfisbreytingar sem mælst hafa vel fyrir meðal nemenda og foreldra. Undanfarin ár hefur skólinn verið meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins. Brottfall er með minnsta móti og útskriftarhlutfall skólans hátt. Sérstaða skólans felst í þriggja anna námskerfi með áherslu á verkefnamiðað nám. Við skólann hefur farið fram mjög öflug starfsþróun kennara, leiðsagnarnám hefur verið innleitt í miklum mæli og starfendarannsóknir unnar af öflugum hópi starfsfólks. Allar þessar breytingar og þróun hafa verið unnar með farsæld nemenda að leiðarljósi. Að auki hefur verið byggð upp öflug nemendaþjónusta sem veitir öllum nemendum víðtækan stuðning. Skólinn er lifandi samfélag þar sem nemendum er búið jákvætt og metnaðarfullt umhverfi til náms og þroska, þar sem ólíkum einstaklingum er gefið tækifæri til að blómstra. Skólinn leggur áherslu á að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda, m.a. með því að styðja sérstaklega við tvítyngda nemendur og nýnema, ásamt því að við skólann var sett á laggirnar starfsbraut síðasta sumar. Staðsetning skólans hefur þótt afar heppileg þar sem mikil uppbygging á sér stað í nærumhverfi hans (í Vogabyggð og Ártúnshöfða) og þjónar skólinn stórum hluta austanverðs höfuðborgarsvæðisins. Áformaðar samgöngubætur, Borgarlína og Sundabraut, munu stuðla enn frekar að umhverfislegu mikilvægi þess að hafa jafn sterkan framhaldsskóla í alfaraleið. Teljum við því að lokun skólans yrði mikill missir fyrir nærliggjandi hverfi. Menntaskólinn við Sund á sér áralanga sögu og er hluti af menningararfleifð landsins. Því væri afar sorglegt ef það metnaðarfulla skólastarf sem þar er unnið væri fórnað í hagræðingarskyni sem þjónar ekki velferð og farsæld unga fólksins okkar. Að lokum köllum við eftir því að breytingar á framhaldskólakerfinu fari fram í samráði og samtali við alla þá sem þær munu snerta. Virðingarfyllst, Kennarafélag Menntaskólans við Sund
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22