Sorglegt að fórna eigi skólastarfinu í hagræðingarskyni Máni Snær Þorláksson skrifar 5. maí 2023 13:12 Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja niður skólann í núverandi mynd. Vísir/Vilhelm Félag kennara í Menntaskólanum við Sund er algjörlega á móti því að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Hugmyndir um að sameina skólann við Kvennaskólann í Reykjavík í húsnæði í Stakkahlíð hafa fallið í vægast sagt grýttan jarðveg. „Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja eigi skólann niður í núverandi mynd,“ segir í upphafi ályktunar sem Kennarafélag Menntaskólans við Sund sendi frá sér í dag. Í ályktunni er bent á að á síðasta áratug hafi skólinn farið í gegnum miklar kerfisbreytingar. Þessar breytingar hafi mælst vel fyrir meðal nemenda og foreldra. Þá hafi skólinn verið meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins á undanförnum árum. Brottfall sé með minnsta móti og útskriftarhlutfall hátt. Í ályktuninni kemur fram að skólinn hafi ákveðna sérstöðu sem felist í þriggja anna námskerfi með áherslu á verkefnamiðað nám. „Við skólann hefur farið fram mjög öflug starfsþróun kennara, leiðsagnarnám hefur verið innleitt í miklum mæli og starfendarannsóknir unnar af öflugum hópi starfsfólks,“ segir í henni. Þá er farið yfir að umræddar breytingar hafi verið gerðar með farsæld nemenda að leiðarljósi. Skólinn sé lifandi samfélag þar sem nemendum sé boðið jákvætt og metnaðarfullt umhverfi til náms og þroska. Sérstaklega er bent á að skólinn leggi áherslu á að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda, til dæmis með því að styðja sérstaklega við tvítyngda nemendur og nýnema. Þá hafi verið sett starfsbraut á laggirnar við skólann síðasta sumar. Breytingar eigi að fara fram í samráði við þau sem þær snerta Einnig er tekið fram að staðsetning skólans hafi þótt afar heppileg sökum mikillar uppbyggingar í nærumhverfi hans. Skólinn þjóni stórum hluta austanverðs höfuðborgarsvæðisins. „Áformaðar samgöngubætur, Borgarlína og Sundabraut, munu stuðla enn frekar að umhverfislegu mikilvægi þess að hafa jafn sterkan framhaldsskóla í alfaraleið. Teljum við því að lokun skólans yrði mikill missir fyrir nærliggjandi hverfi.“ Undir lokin segir félagið á að skólinn eigi sér áralanga sögu og að hann sé hluti af menningararfleifð landsins. „Því væri afar sorglegt ef það metnaðarfulla skólastarf sem þar er unnið væri fórnað í hagræðingarskyni sem þjónar ekki velferð og farsæld unga fólksins okkar. Að lokum köllum við eftir því að breytingar á framhaldskólakerfinu fari fram í samráði og samtali við alla þá sem þær munu snerta.“ Hægt er að lesa ályktunina í heild sinni hér fyrir neðan. Ályktun Kennarafélags Menntaskólans við Sund Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja eigi skólann niður í núverandi mynd. Skólinn hefur á síðasta áratug farið í gegnum miklar kerfisbreytingar sem mælst hafa vel fyrir meðal nemenda og foreldra. Undanfarin ár hefur skólinn verið meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins. Brottfall er með minnsta móti og útskriftarhlutfall skólans hátt. Sérstaða skólans felst í þriggja anna námskerfi með áherslu á verkefnamiðað nám. Við skólann hefur farið fram mjög öflug starfsþróun kennara, leiðsagnarnám hefur verið innleitt í miklum mæli og starfendarannsóknir unnar af öflugum hópi starfsfólks. Allar þessar breytingar og þróun hafa verið unnar með farsæld nemenda að leiðarljósi. Að auki hefur verið byggð upp öflug nemendaþjónusta sem veitir öllum nemendum víðtækan stuðning. Skólinn er lifandi samfélag þar sem nemendum er búið jákvætt og metnaðarfullt umhverfi til náms og þroska, þar sem ólíkum einstaklingum er gefið tækifæri til að blómstra. Skólinn leggur áherslu á að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda, m.a. með því að styðja sérstaklega við tvítyngda nemendur og nýnema, ásamt því að við skólann var sett á laggirnar starfsbraut síðasta sumar. Staðsetning skólans hefur þótt afar heppileg þar sem mikil uppbygging á sér stað í nærumhverfi hans (í Vogabyggð og Ártúnshöfða) og þjónar skólinn stórum hluta austanverðs höfuðborgarsvæðisins. Áformaðar samgöngubætur, Borgarlína og Sundabraut, munu stuðla enn frekar að umhverfislegu mikilvægi þess að hafa jafn sterkan framhaldsskóla í alfaraleið. Teljum við því að lokun skólans yrði mikill missir fyrir nærliggjandi hverfi. Menntaskólinn við Sund á sér áralanga sögu og er hluti af menningararfleifð landsins. Því væri afar sorglegt ef það metnaðarfulla skólastarf sem þar er unnið væri fórnað í hagræðingarskyni sem þjónar ekki velferð og farsæld unga fólksins okkar. Að lokum köllum við eftir því að breytingar á framhaldskólakerfinu fari fram í samráði og samtali við alla þá sem þær munu snerta. Virðingarfyllst, Kennarafélag Menntaskólans við Sund Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira
„Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja eigi skólann niður í núverandi mynd,“ segir í upphafi ályktunar sem Kennarafélag Menntaskólans við Sund sendi frá sér í dag. Í ályktunni er bent á að á síðasta áratug hafi skólinn farið í gegnum miklar kerfisbreytingar. Þessar breytingar hafi mælst vel fyrir meðal nemenda og foreldra. Þá hafi skólinn verið meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins á undanförnum árum. Brottfall sé með minnsta móti og útskriftarhlutfall hátt. Í ályktuninni kemur fram að skólinn hafi ákveðna sérstöðu sem felist í þriggja anna námskerfi með áherslu á verkefnamiðað nám. „Við skólann hefur farið fram mjög öflug starfsþróun kennara, leiðsagnarnám hefur verið innleitt í miklum mæli og starfendarannsóknir unnar af öflugum hópi starfsfólks,“ segir í henni. Þá er farið yfir að umræddar breytingar hafi verið gerðar með farsæld nemenda að leiðarljósi. Skólinn sé lifandi samfélag þar sem nemendum sé boðið jákvætt og metnaðarfullt umhverfi til náms og þroska. Sérstaklega er bent á að skólinn leggi áherslu á að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda, til dæmis með því að styðja sérstaklega við tvítyngda nemendur og nýnema. Þá hafi verið sett starfsbraut á laggirnar við skólann síðasta sumar. Breytingar eigi að fara fram í samráði við þau sem þær snerta Einnig er tekið fram að staðsetning skólans hafi þótt afar heppileg sökum mikillar uppbyggingar í nærumhverfi hans. Skólinn þjóni stórum hluta austanverðs höfuðborgarsvæðisins. „Áformaðar samgöngubætur, Borgarlína og Sundabraut, munu stuðla enn frekar að umhverfislegu mikilvægi þess að hafa jafn sterkan framhaldsskóla í alfaraleið. Teljum við því að lokun skólans yrði mikill missir fyrir nærliggjandi hverfi.“ Undir lokin segir félagið á að skólinn eigi sér áralanga sögu og að hann sé hluti af menningararfleifð landsins. „Því væri afar sorglegt ef það metnaðarfulla skólastarf sem þar er unnið væri fórnað í hagræðingarskyni sem þjónar ekki velferð og farsæld unga fólksins okkar. Að lokum köllum við eftir því að breytingar á framhaldskólakerfinu fari fram í samráði og samtali við alla þá sem þær munu snerta.“ Hægt er að lesa ályktunina í heild sinni hér fyrir neðan. Ályktun Kennarafélags Menntaskólans við Sund Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja eigi skólann niður í núverandi mynd. Skólinn hefur á síðasta áratug farið í gegnum miklar kerfisbreytingar sem mælst hafa vel fyrir meðal nemenda og foreldra. Undanfarin ár hefur skólinn verið meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins. Brottfall er með minnsta móti og útskriftarhlutfall skólans hátt. Sérstaða skólans felst í þriggja anna námskerfi með áherslu á verkefnamiðað nám. Við skólann hefur farið fram mjög öflug starfsþróun kennara, leiðsagnarnám hefur verið innleitt í miklum mæli og starfendarannsóknir unnar af öflugum hópi starfsfólks. Allar þessar breytingar og þróun hafa verið unnar með farsæld nemenda að leiðarljósi. Að auki hefur verið byggð upp öflug nemendaþjónusta sem veitir öllum nemendum víðtækan stuðning. Skólinn er lifandi samfélag þar sem nemendum er búið jákvætt og metnaðarfullt umhverfi til náms og þroska, þar sem ólíkum einstaklingum er gefið tækifæri til að blómstra. Skólinn leggur áherslu á að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda, m.a. með því að styðja sérstaklega við tvítyngda nemendur og nýnema, ásamt því að við skólann var sett á laggirnar starfsbraut síðasta sumar. Staðsetning skólans hefur þótt afar heppileg þar sem mikil uppbygging á sér stað í nærumhverfi hans (í Vogabyggð og Ártúnshöfða) og þjónar skólinn stórum hluta austanverðs höfuðborgarsvæðisins. Áformaðar samgöngubætur, Borgarlína og Sundabraut, munu stuðla enn frekar að umhverfislegu mikilvægi þess að hafa jafn sterkan framhaldsskóla í alfaraleið. Teljum við því að lokun skólans yrði mikill missir fyrir nærliggjandi hverfi. Menntaskólinn við Sund á sér áralanga sögu og er hluti af menningararfleifð landsins. Því væri afar sorglegt ef það metnaðarfulla skólastarf sem þar er unnið væri fórnað í hagræðingarskyni sem þjónar ekki velferð og farsæld unga fólksins okkar. Að lokum köllum við eftir því að breytingar á framhaldskólakerfinu fari fram í samráði og samtali við alla þá sem þær munu snerta. Virðingarfyllst, Kennarafélag Menntaskólans við Sund
Ályktun Kennarafélags Menntaskólans við Sund Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja eigi skólann niður í núverandi mynd. Skólinn hefur á síðasta áratug farið í gegnum miklar kerfisbreytingar sem mælst hafa vel fyrir meðal nemenda og foreldra. Undanfarin ár hefur skólinn verið meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins. Brottfall er með minnsta móti og útskriftarhlutfall skólans hátt. Sérstaða skólans felst í þriggja anna námskerfi með áherslu á verkefnamiðað nám. Við skólann hefur farið fram mjög öflug starfsþróun kennara, leiðsagnarnám hefur verið innleitt í miklum mæli og starfendarannsóknir unnar af öflugum hópi starfsfólks. Allar þessar breytingar og þróun hafa verið unnar með farsæld nemenda að leiðarljósi. Að auki hefur verið byggð upp öflug nemendaþjónusta sem veitir öllum nemendum víðtækan stuðning. Skólinn er lifandi samfélag þar sem nemendum er búið jákvætt og metnaðarfullt umhverfi til náms og þroska, þar sem ólíkum einstaklingum er gefið tækifæri til að blómstra. Skólinn leggur áherslu á að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda, m.a. með því að styðja sérstaklega við tvítyngda nemendur og nýnema, ásamt því að við skólann var sett á laggirnar starfsbraut síðasta sumar. Staðsetning skólans hefur þótt afar heppileg þar sem mikil uppbygging á sér stað í nærumhverfi hans (í Vogabyggð og Ártúnshöfða) og þjónar skólinn stórum hluta austanverðs höfuðborgarsvæðisins. Áformaðar samgöngubætur, Borgarlína og Sundabraut, munu stuðla enn frekar að umhverfislegu mikilvægi þess að hafa jafn sterkan framhaldsskóla í alfaraleið. Teljum við því að lokun skólans yrði mikill missir fyrir nærliggjandi hverfi. Menntaskólinn við Sund á sér áralanga sögu og er hluti af menningararfleifð landsins. Því væri afar sorglegt ef það metnaðarfulla skólastarf sem þar er unnið væri fórnað í hagræðingarskyni sem þjónar ekki velferð og farsæld unga fólksins okkar. Að lokum köllum við eftir því að breytingar á framhaldskólakerfinu fari fram í samráði og samtali við alla þá sem þær munu snerta. Virðingarfyllst, Kennarafélag Menntaskólans við Sund
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira
Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22