Já, takk, Þórdís Kolbrún – tölum hátt og skýrt um mikilvægi fjölmiðla! Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 5. maí 2023 08:00 Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í gær ályktun þar sem áhyggjum er lýst af hnignandi fjölmiðlafrelsi á Íslandi sem endurspeglast meðal annars í því að Ísland fellur um þrjú sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heims sem samtökin Blaðamenn án landamæra (RSF) taka saman árlega. Ísland er nú í 18. sæti og er ekki lengur í hópi ríkja þar sem fjölmiðlafrelsi mælist mikið. Frá aldamótum og fram að hruni var Ísland að jafnaði í efstu þremur sætum listans – og ósjaldan í því efsta – líkt og hinar Norðurlandaþjóðirnar, sem hafa haldið sér þar æ síðan. Við efnahagshrunið árið 2008 var fjárhagsgrundvelli kippt undan meginþorra íslenskra fjölmiðla með samdrætti í auglýsingasölu samfara ótryggu efnahagsástandi og rekstrarforsendur fjölmiðla breyttust. Þrátt fyrir það ríkti hér áfram ásættanlegt fjölmiðlafrelsi og fram til ársins 2015 tókst okkur að halda okkur á tíu efstu sætum listans. Árið 2015 urðu hins vegar ákveðin vatnaskil, þegar við hröpuðum niður í 21. sæti listans. Skýrsluhöfundar þess árs skýrðu hinar mjög svo neikvæðu breytingar með því hvernig viðbrögð stjórnmálamanna voru við fréttaflutningi um málefni þeim tengdum. Þetta hefur verið rauður þráður í gegnum skýrslur samtakanna undanfarin ár, enda hefur Íslandi ekki tekist að endurheimta fyrri stöðu á listanum og hefur færst neðar á honum jafnt og þétt á undanförnum árum. Lítill fjölmiðlamarkaður, ítök hagsmunaafla og versnandi rekstrarskilyrði eru meðal þeirra ástæðna sem fjölmiðlafrelsi er talið fara dvínandi hér. Blaðamenn upplifa pólitískan þrýsting Helsta ástæðan er þó sú, að mati skýrsluhöfunda, versnandi átök milli stjórnmálafólks og fjölmiðla, sem er nokkuð sem Blaðamannafélagið hefur ítrekað lýst áhyggjum af á síðustu misserum. Í greiningunni sem fylgir skýrslu RSF um listann í ár segir meðal annars um stöðuna á Íslandi: „Blaðamenn sæta meiri þrýstingi frá yfirvöldum og fyrirtækjum. Á síðustu árum hefur þjóðþingið verið vettvangur harkalegrar gagnrýni á blaðamenn. Margir blaðamenn líta á þessi ummæli stjórnmálamanna sem pólitískan þrýsting á störf sín.“ Stjórn félagsins telur sérstaka ástæðu til þess að benda á þessa alvarlegu þróun í ályktun sinni og varar við þeim afleiðingum sem hún getur haft. Frjálsir fjölmiðlar eru forsenda fyrir því að hægt sé að veita valdhöfum aðhald og veita almenningi nauðsynlegar upplýsingar svo hann geti tekið upplýsta afstöðu í lýðræðissamfélagi. Án frjálsrar blaðamennsku þrífst lýðræðið ekki. Eðlileg gagnrýni á störf blaðamanna er sjálfsögð og nauðsynleg enda felur hún í sér mikilvægt aðhald. Sú þróun sem hefur orðið á viðhorfum sumra stjórnmálamanna til blaðamanna og fjölmiðla og þeirrar orðræðu sem þeir hafa uppi, vekur spurningar um það hvort þessi sömu stjórnmálamenn sjái mögulega hag í því að hér séu veikir fjölmiðlar sem geta síður fjallað um þá með gagnrýnum hætti. Við höfum séð dæmi um slíka óheillaþróun í ríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi. Fyrir um áratug var Pólland í 18. sæti fjölmiðlafrelsislistans – sem er sama sæti og við skipum í dag. Á undanförnum árum hafa valdhafar í Póllandi hins vegar tekið yfir nær alla stærstu fjölmiðla landsins og beita þeim óspart í áróðursskyni í eigin þágu auk þess sem lögreglu hefur verið beitt til þess að yfirheyra og ákæra blaðamenn sem stjórnvöldum eru ekki þóknanlegir. Pólland er nú í 56. sæti listans, fjölmiðlafrelsi er mjög skert, undirstöður lýðræðis hafa veikst og mannréttindi hafa verið takmörkuð. Fögnum orðum ráðherra Ekki nokkurt ríki sem byggir samfélag sitt á gildum á borð við lýðræði og mannréttindi ætti að sætta sig við þá alvarlegu stöðu sem dvínandi fjölmiðlafrelsi ber vott um hér á landi. Því fagnar stjórn blaðamannafélagsins eindregið í ályktun sinni, þeim sjónarmiðum sem fram komu íyfirlýsingu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og formanns ráðherranefndar Evrópuráðsins, sem birt var á vef ráðsins í tilefni alþjóðadags fjölmiðlafrelsis í fyrradag. Í yfirlýsingu ráðherra segir hún meðal annars að frjálsir fjölmiðlar séu hornsteinn lýðræðislegra samfélaga. Samt sem áður sé sótt að fjölmiðlafrelsi og tjáningarfrelsi sem, ásamt vaxandi upplýsingaóreiðu, veiki undirstöður lýðræðisins, réttarríkis og mannréttinda. Ráðherra segir jafnframt í yfirlýsingu sinni að grípa þurfi til frekari aðgerða til þess að standa megi vörð um tjáningarfrelsið og frjálsa fjölmiðla. Því treystir stjórn BÍ því að íslensk stjórnvöld bregðist við hnignandi fjölmiðlafrelsi hér á landi og grípi til aðgerða til stuðnings einkareknum fjölmiðlum í þágu fjölmiðlafrelsis og lýðræðis. Skilaboð Þórdísar Kolbrúnar vekja að minnsta kosti von í brjósti mínu um að ákveðinn viðsnúningur sé að eiga sér stað í viðhorfi gagnvart fjölmiðlum. Ég geri orð hennar að mínum: „Skilaboð okkar þurfa að hljóma hátt, vera skýr og verður ekki hnikað – fjölmiðlar eru nauðsynlegur hluti lýðræðislegs samfélags og grundvöllur öryggis.“ Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Dögg Auðunsdóttir Fjölmiðlar Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í gær ályktun þar sem áhyggjum er lýst af hnignandi fjölmiðlafrelsi á Íslandi sem endurspeglast meðal annars í því að Ísland fellur um þrjú sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heims sem samtökin Blaðamenn án landamæra (RSF) taka saman árlega. Ísland er nú í 18. sæti og er ekki lengur í hópi ríkja þar sem fjölmiðlafrelsi mælist mikið. Frá aldamótum og fram að hruni var Ísland að jafnaði í efstu þremur sætum listans – og ósjaldan í því efsta – líkt og hinar Norðurlandaþjóðirnar, sem hafa haldið sér þar æ síðan. Við efnahagshrunið árið 2008 var fjárhagsgrundvelli kippt undan meginþorra íslenskra fjölmiðla með samdrætti í auglýsingasölu samfara ótryggu efnahagsástandi og rekstrarforsendur fjölmiðla breyttust. Þrátt fyrir það ríkti hér áfram ásættanlegt fjölmiðlafrelsi og fram til ársins 2015 tókst okkur að halda okkur á tíu efstu sætum listans. Árið 2015 urðu hins vegar ákveðin vatnaskil, þegar við hröpuðum niður í 21. sæti listans. Skýrsluhöfundar þess árs skýrðu hinar mjög svo neikvæðu breytingar með því hvernig viðbrögð stjórnmálamanna voru við fréttaflutningi um málefni þeim tengdum. Þetta hefur verið rauður þráður í gegnum skýrslur samtakanna undanfarin ár, enda hefur Íslandi ekki tekist að endurheimta fyrri stöðu á listanum og hefur færst neðar á honum jafnt og þétt á undanförnum árum. Lítill fjölmiðlamarkaður, ítök hagsmunaafla og versnandi rekstrarskilyrði eru meðal þeirra ástæðna sem fjölmiðlafrelsi er talið fara dvínandi hér. Blaðamenn upplifa pólitískan þrýsting Helsta ástæðan er þó sú, að mati skýrsluhöfunda, versnandi átök milli stjórnmálafólks og fjölmiðla, sem er nokkuð sem Blaðamannafélagið hefur ítrekað lýst áhyggjum af á síðustu misserum. Í greiningunni sem fylgir skýrslu RSF um listann í ár segir meðal annars um stöðuna á Íslandi: „Blaðamenn sæta meiri þrýstingi frá yfirvöldum og fyrirtækjum. Á síðustu árum hefur þjóðþingið verið vettvangur harkalegrar gagnrýni á blaðamenn. Margir blaðamenn líta á þessi ummæli stjórnmálamanna sem pólitískan þrýsting á störf sín.“ Stjórn félagsins telur sérstaka ástæðu til þess að benda á þessa alvarlegu þróun í ályktun sinni og varar við þeim afleiðingum sem hún getur haft. Frjálsir fjölmiðlar eru forsenda fyrir því að hægt sé að veita valdhöfum aðhald og veita almenningi nauðsynlegar upplýsingar svo hann geti tekið upplýsta afstöðu í lýðræðissamfélagi. Án frjálsrar blaðamennsku þrífst lýðræðið ekki. Eðlileg gagnrýni á störf blaðamanna er sjálfsögð og nauðsynleg enda felur hún í sér mikilvægt aðhald. Sú þróun sem hefur orðið á viðhorfum sumra stjórnmálamanna til blaðamanna og fjölmiðla og þeirrar orðræðu sem þeir hafa uppi, vekur spurningar um það hvort þessi sömu stjórnmálamenn sjái mögulega hag í því að hér séu veikir fjölmiðlar sem geta síður fjallað um þá með gagnrýnum hætti. Við höfum séð dæmi um slíka óheillaþróun í ríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi. Fyrir um áratug var Pólland í 18. sæti fjölmiðlafrelsislistans – sem er sama sæti og við skipum í dag. Á undanförnum árum hafa valdhafar í Póllandi hins vegar tekið yfir nær alla stærstu fjölmiðla landsins og beita þeim óspart í áróðursskyni í eigin þágu auk þess sem lögreglu hefur verið beitt til þess að yfirheyra og ákæra blaðamenn sem stjórnvöldum eru ekki þóknanlegir. Pólland er nú í 56. sæti listans, fjölmiðlafrelsi er mjög skert, undirstöður lýðræðis hafa veikst og mannréttindi hafa verið takmörkuð. Fögnum orðum ráðherra Ekki nokkurt ríki sem byggir samfélag sitt á gildum á borð við lýðræði og mannréttindi ætti að sætta sig við þá alvarlegu stöðu sem dvínandi fjölmiðlafrelsi ber vott um hér á landi. Því fagnar stjórn blaðamannafélagsins eindregið í ályktun sinni, þeim sjónarmiðum sem fram komu íyfirlýsingu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og formanns ráðherranefndar Evrópuráðsins, sem birt var á vef ráðsins í tilefni alþjóðadags fjölmiðlafrelsis í fyrradag. Í yfirlýsingu ráðherra segir hún meðal annars að frjálsir fjölmiðlar séu hornsteinn lýðræðislegra samfélaga. Samt sem áður sé sótt að fjölmiðlafrelsi og tjáningarfrelsi sem, ásamt vaxandi upplýsingaóreiðu, veiki undirstöður lýðræðisins, réttarríkis og mannréttinda. Ráðherra segir jafnframt í yfirlýsingu sinni að grípa þurfi til frekari aðgerða til þess að standa megi vörð um tjáningarfrelsið og frjálsa fjölmiðla. Því treystir stjórn BÍ því að íslensk stjórnvöld bregðist við hnignandi fjölmiðlafrelsi hér á landi og grípi til aðgerða til stuðnings einkareknum fjölmiðlum í þágu fjölmiðlafrelsis og lýðræðis. Skilaboð Þórdísar Kolbrúnar vekja að minnsta kosti von í brjósti mínu um að ákveðinn viðsnúningur sé að eiga sér stað í viðhorfi gagnvart fjölmiðlum. Ég geri orð hennar að mínum: „Skilaboð okkar þurfa að hljóma hátt, vera skýr og verður ekki hnikað – fjölmiðlar eru nauðsynlegur hluti lýðræðislegs samfélags og grundvöllur öryggis.“ Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun